Gray Line áætlar endurreisn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:37 Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line var eitt fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagninu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Vísir/Gray Line Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29