Viðskipti innlent

Bein útsending: Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Solid Clouds

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Teymið í kringum Solid Clouds.
Teymið í kringum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka stendur fyrir opnum kynningarfundi klukkan 12:30 í dag vegna hlutafjárútboðs íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds.

Hlutafjárútboðið hófst klukkan 10 í gær og lýkur á morgun klukkan 16.

Hægt verður að fylgjast með streymi frá kynningarfundinum að neðan.

Solid Clouds tölvuleikjafyrirtæki sem var stofnað árið 2013 og að baki því eru nú þegar um 170 hluthafar. Stjórnendateymið hefur fjölbreyttan bakgrunn úr tölvuleikjaiðnaðinum og býr að reynslu sinni að útgáfu tölvuleiksins Starborne: Sovereign Space sem kom út árið 2020.

Solid Clouds er langt komið með þróun á nýjum leik sínum, Starborne: Frontiers, sem kemur út um mitt næsta ár. Solid Clouds er að fara inn á markað í örum vexti og getur skalað hratt upp. Í stjórn félagsins sitja meðal annars Sigurlína Ingvarsdóttir sem hefur komið að útgáfu leikja á borð við FIFA og Star Wars Battlefront.

Grunnstærð útboðsins er að lágmarki 40 milljón hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Solid Clouds hf. Heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í allt að 58.000.000 hluti. Verð á hlut í útboðin er 12,5 krónur fyrir hvern hlut.

Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar þann 1. júlí 2021. Eindagi fjárfesta á áskriftarloforðum er 6. júlí 2021 fyrir klukkan 16:15. Afhendingardagur nýrra hluta og fyrsti viðskiptadagur á First North Iceland er áætlaður 12. júlí 2021.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,52
1
101
REITIR
1
1
100
ICEAIR
0,98
31
15.150
SIMINN
0,9
7
19.289
FESTI
0,62
6
8.045

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ISB
-0,46
67
65.506
SVN
-0,3
11
8.427
ICESEA
-0,3
1
168
MAREL
-0,11
12
65.462
ORIGO
0
1
243
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.