Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 14:43 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla í Subway. Icelandair Hotels Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036. Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036.
Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira