Viðskipti innlent

Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals.
Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson

Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo.

Viðskiptablaðið greinir frá en viðskiptin fóru fram á genginu 48 krónur á hlut. Fossar sáu um sölu hlutanna í lokuðu söluferli.

Systkinin Kristján Loftsson og Birna Loftsdóttir eru stærstu hluthafarnir í Hval og eiga sömuleiðis félagið Eldkór ehf. sem seldi allan 2,15% hlut sinn í Origo.

Verð á bréfum í Origo hefur hækkað verulega undanfarin ár. Þannig segir Viðskiptablaðið að gengið hafi hækkað um 77% á innan við ári og um 155% á síðustu fimmtán mánuðum.

Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,62 prósenta hlut í Origo og þar á eftir Birta lífeyrissjóður með 11,76 prósenta hlut. Næst koma lífeyrissjóðirnir Lífsverk og Stapi með 6,77 og 5,66 prósenta hlut. Lista yfir stærstu hluthafa má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×