Viðskipti innlent

Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stendur í ströngu þessa lokametra kjörtímabilsins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stendur í ströngu þessa lokametra kjörtímabilsins. Vísir/Vilhelm

Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári.

Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði. Í svari við fyrirspurn kemur fram að leigan nemur um 40 milljónum á mánuði.

Gunnar Smári Egilsson, í Sósíalistaflokki Íslands, hefur gagnrýnt þessa tilhögun harðlega og talað um að þarna sé verið að færa Eykt og eiganda þess fyrirtækis mikla fjármuni á silfurfati. Nær væri að ríkið sjálft ætti það húsnæði sem hýsir starfsemi hins opinbera.

Vísir lagði í kjölfarið fram fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins þar sem spurt var út í hvernig þessum málum væri háttað? Í svari kemur fram að samantekt yfir heildarfjárhæð húsaleigusamninga ríkisins við þriðja aðila megi finna í skýringu 9 í ríkisreikningi.

„Til glöggvunar greiddi ríkið eftirfarandi fjárhæðir undanfarin 3 ár, en þar sem ríkisreikningur fyrir 2020 hefur ekki verið gefinn út er talan í því tilfelli óstaðfest,“ segir í svari:

Fyrir árið 2018 6.542 m.kr.

Fyrir árið 2019 6.940 m.kr.

Fyrir árið 2020 7.067 m.kr.

Þá segir jafnframt í svari við spurningum Vísis að leigugjald í samningi Ríkiseigna og Íþöku um húsnæðið að Katrínartúni 6 er 40.5 milljónir króna á mánuði eða 486 milljónir króna á ári. Leigusamningurinn er til 30 ára og er því áætluð heildarskuldbinding 9,9 milljarðar króna núvirt út samningstíma.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,52
30
484.058
KVIKA
2,25
14
219.482
ICESEA
1,81
3
14.758
REITIR
1,43
5
5.587
EIM
1,42
6
100.581

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-0,88
4
1.330
REGINN
-0,75
1
100
LEQ
-0,53
1
1.531
HAGA
0
4
137.925
SKEL
0
5
9.145
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.