Fleiri fréttir

Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað
Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum
Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð.

BÍ telur lokaða dagskrá Stöðvar 2 „lægsta punkt í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar“
„Það verða straumhvörf í íslenskri fjölmiðlasögu þegar fréttir Stöðvar 2 hætta að vera í opinni dagskrá núna í janúar eftir 34 ára nánast samfellda starfsemi. Það eru tímamót þegar fréttir Stöðvar 2, til að mynda af náttúruhamförunum á Seyðisfirði fyrir fáum vikum síðan, verða fyrir áskrifendur eingöngu en ekki fyrir allan almenning þessa lands.“

Fólki sem hefur verið án atvinnu í meira en ár fjölgað um 156 prósent
Heildaratvinnleysi mældist 12,1% hér á landi í desember sem er óveruleg aukning frá nóvermber. Þar af var almennt atvinnuleysi 10,7% í desember og atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli 1,4%. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%.

Stjórnvöld greiddu Icelandair 350 milljónir króna vegna flugferða
Íslensk stjórnvöld greiddu Icelandair tæpar 350 milljónir króna á síðasta ári til að tryggja lágmarksflug til og frá landinu. Fyrsti samningur þess efnis tók gildi í lok mars á síðasta ári og fól í sér að ríkið myndi greiða upp tap flugfélagsins sem hlaust af því að halda flugi gangandi til og frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent
Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Vonbrigði móður mikilvæg lexía
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur.

Hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
419 rekstraraðilar hafa sótt um tekjufallsstyrki hjá hinum opinbera vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Alls hafa þessir aðilar sótt um styrki fyrir 2,7 milljarða króna og er búið að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir.

Sparisjóður gerir sátt vegna ófullnægjandi aðgerða gegn fjármögnun hryðjuverka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna hafa gert með sér samkomulag um sátt vegna brota sparisjóðsins á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Sýn sækir liðsauka til Icelandair, Arion banka og Bláa lónsins
Sýn hefur ráðið þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason til starfa á rekstar-, fjármála- og mannauðssviði félagsins.

Héraðsdómur féllst ekki á að kona hafi ætlað að kaupa hjólhýsi með Land Rovernum
Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hátt í 5,3 milljóna króna sekt fyrir að hafa gefið upp rangt kaupverð á Land Rover Defender 90 Ts Xs bifreið sem hún flutti inn til Íslands.

Elín Jónsdóttir deildarforseti nýrrar lagadeildar á Bifröst
Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Hún hefur gegnt starfi umsjónarmanns laganáms síðan í haust en ákveðið hefur verið að lagadeildin verði aftur sérstök deild við skólann.

Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands
Alls hafa sex verkefni verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem afhent verða við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi.

Keyptu GAMMA-húsið við Garðastræti á 420 milljónir
Félag í eigu hjónanna Aðalsteins Karlssonar, fjárfestis og fyrrverandi eiganda heildverslunarinnar A. Karlsson, og Steinunnar Margrétar Tómasdóttur hefur keypt húsið við Garðastræti 37 í Reykjavík á 420 milljónir króna.

Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf
Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið.

Staðfesta niðurstöður Samkeppniseftirlitsins en lækka sekt um 300 milljónir króna
Áfrýjunarnefndar samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Símann hf. fyrir að brjóta gegn sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina um markaðssetningu og sölu á enska boltanum.

Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám.

Söknuðu starfsmanns hjá Skattinum og forrituðu yrki í hans stað
Um árabil sendi Steinþór Haraldsson hjá Ríkisskattstjóra út fréttabréf að eigin frumkvæði til ráðgjafa, stjórnenda fyrirtækja og áhugafólks um skattamál.

Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið
Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst.

Sigríður Guðmundsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri FA
Sigríður Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Sveini Aðalsteinssyni.

Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu
Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili.

Ráðin nýr forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum
Hrefna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum.

Vinnslan hefst á ný á Seyðisfirði
Vinnsla hófst á ný í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember síðastliðinn.

Bitcoinæði á Íslandi
Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin.

Jóhanna Harpa til Kontor Reykjavík
Jóhanna Harpa Agnarsdóttir hefur verið ráðin í starf viðskiptastjóra hjá auglýsingastofunni Kontor Reykjavík.

Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri
Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan.

Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s
Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi.

Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar
HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag.

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð
Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur.

Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð
Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar.

Úlla Árdal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur
Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Skúli í Subway sýknaður
Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu.

Bandarískt fyrirtæki festir kaup á LS Retail
Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar.

Kristinn Harðarson ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu
Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti.

Rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum á tímum faraldurs
Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka.

Bein útsending: Skattadagurinn 2021
Skattadagurinn 2021 er haldinn í dag og hefst dagskráin klukkan 9. Hægt er að fylgjast með dagskránni í streymi hér á Vísi.

Ragnheiður Elín ráðin framkvæmdastjóri Alor
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf.

Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu
Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar.

Fjölmiðlafólk á meðal umsækjenda hjá Reykjavíkurborg
Alls bárust 45 umsóknir um stöðu teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar, en staðan var auglýst til umsóknar í byrjun desember. RÚV greinir frá.

Kólus innkallar Risaþrista
Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið
Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur
Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá.

Innkalla tvær tegundir af Monster
Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Leiðrétta nýkynntar sóttvarnareglur: Engar breytingar hjá verslunum
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér leiðréttingu og áréttað að engar breytingar verði gerðar á takmörkunum í verslunum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi þann 13. janúar næstkomandi.

Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki.