Fólki sem hefur verið án atvinnu í meira en ár fjölgað um 156 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 15:01 Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft mest áhrif á atvinnu þeirra sem starfa við ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/vilhelm Heildaratvinnleysi mældist 12,1% hér á landi í desember sem er óveruleg aukning frá nóvermber. Þar af var almennt atvinnuleysi 10,7% í desember og atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli 1,4%. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%. Almennt atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig í desember en það mældist 10,6% í nóvember. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli stóð nærri í stað milli mánaða en 340 færri einstaklingar voru á hlutabótum í lok desember. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok desember, en 1.648 í desemberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.565 eða sem nemur 156% hækkun milli ára. 24% erlendra ríkisborgara án atvinnu Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.728 í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar rúmu 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls voru 21.365 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok desembermánaðar og 5.108 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.473 manns. Alls bárust 3 tilkynningar um hópuppsagnir í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 í þjónustustarfsemi ýmiss konar, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Áfram langmest á Suðurnesjum Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfallinu jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var óbreytt. Hlutfallslega jókst það minnst á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum fór heildaratvinnuleysið úr 22,8% í nóvember í 23,3% í desember og var sem fyrr mest á landinu. Var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 12,0%. Á Norðurlandi eystra jókst það úr 9,1% í nóvember í 9,4% í desember og á Austurlandi úr 7,9% í 8,1%. Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra eða 5,4% og á Vestfjörðum eða 5,6%. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra er það svipað hjá körlum og konum. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir 137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12 Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira
Almennt atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig í desember en það mældist 10,6% í nóvember. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli stóð nærri í stað milli mánaða en 340 færri einstaklingar voru á hlutabótum í lok desember. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok desember, en 1.648 í desemberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.565 eða sem nemur 156% hækkun milli ára. 24% erlendra ríkisborgara án atvinnu Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.728 í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar rúmu 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls voru 21.365 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok desembermánaðar og 5.108 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.473 manns. Alls bárust 3 tilkynningar um hópuppsagnir í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 í þjónustustarfsemi ýmiss konar, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Áfram langmest á Suðurnesjum Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfallinu jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var óbreytt. Hlutfallslega jókst það minnst á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum fór heildaratvinnuleysið úr 22,8% í nóvember í 23,3% í desember og var sem fyrr mest á landinu. Var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 12,0%. Á Norðurlandi eystra jókst það úr 9,1% í nóvember í 9,4% í desember og á Austurlandi úr 7,9% í 8,1%. Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra eða 5,4% og á Vestfjörðum eða 5,6%. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra er það svipað hjá körlum og konum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir 137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12 Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira
137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12
Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06