Viðskipti innlent

Jóhanna Harpa til Kontor Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhanna Harpa Agnarsdóttir.
Jóhanna Harpa Agnarsdóttir. Aðsend

Jóhanna Harpa Agnarsdóttir hefur verið ráðin í starf viðskiptastjóra hjá auglýsingastofunni Kontor Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að hluverk Jóhönnu verði meðal annars að vinna að stefnumótun og markaðsráðgjöf fyrir viðskiptavinahóp Kontor Reykjavík ásamt verkefnastjórnun og öðrum daglegum verkefnum.

„Jóhanna Harpa hefur mikla reynslu af auglýsingastörfum hér á landi. Hún hóf störf árið 2014 hjá fyrirtækinu Janúar sem sameinaðist síðar PIPAR/TBWA. Hún starfaði þar í rúm tvö ár og voru helstu viðskiptavinir hennar þar Ölgerðin og Dominos.

Haustið 2016 hóf Jóhanna Harpa svo störf hjá Íslensku auglýsingastofunni þar sem hún starfaði í fjögur ár og meginhluta þess tíma fyrir Icelandair, í innlendum og erlendum markaðsverkefnum félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Jóhanna Harpa er með meistaragráðu í markaðs- og samskiptastjórnun (e. Marketing Communication Management) frá Copenhagen Business School. Hún lauk BS-gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2005.

Auglýsingastofan Kontor Reykjavík var stofnuð í lok árs 2014.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×