Sýn sækir liðsauka til Icelandair, Arion banka og Bláa lónsins Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 13:16 Erna Björk Sigurgeirsdóttir, Hákon Davíð Halldórsson, Hörður Bjarkason, Björgvin Gauti Bæringsson og Guðlaug Jökulsdóttir. SÝN Sýn hefur ráðið þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason til starfa á rekstar-, fjármála- og mannauðssviði félagsins. Í tilkynningu frá Sýn segir að þau muni vinna að bættri upplifun viðskiptavina með einum eða öðrum hætti. „Hákon Davíð Halldórsson – forstöðumaður á rekstrarsviði Hákon starfaði áður hjá Icelandair þar sem hann var leiðtogi í CRM málum en þar áður í 5 ár hjá Símanum þar sem hann vann að viðskiptatengslum og þjónustuþróun. Hákon bætist í öflugt stjórnunarteymi á rekstrarsviði þar sem áherslan er á umbreytingu í vöruframboði, viðskiptaferlum og viðskiptakerfum. Björgvin Gauti Bæringsson – deildarstjóri á fjármálasviði Björgvin kemur til Sýnar frá Bláa Lóninu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður hagdeildar síðastliðin 3 ár. Áður var Björgvin starfandi í Kaupmannahöfn hjá Demant þar sem hann sá um stuðning við greiningar og áætlunargerð hjá ákveðnum viðskiptaeiningum þess félags. Björgvin mun bera ábyrgð á stuðningi fjármálasviðs við viðskiptaeiningar félagsins út frá mánaðarlegum greiningum á frammistöðu og áætlunargerð hverrar einingar. Erna Björk Sigurgeirsdóttir – deildarstjóri á fjármálasviði Erna kemur frá Borgun þar sem hún starfaði undanfarið eitt og hálft ár. Erna leiddi vinnu við áætlunargerð Borgunar ásamt því að sjá um skýrslugerð til stjórnenda, arðsemisútreikninga, greiningar á mánaðaruppgjörum og öðrum lykilmælikvörðum þess félags. Áður en hún byrjaði hjá Borgun starfaði hún á ráðgjafasviði KPMG sem verkefnastjóri. Erna mun bera ábyrgð á áætlunar- og greiningavinnu félagsins í heild sinni á fjármálasviði. Guðlaug Jökulsdóttir – forstöðumaður verkefnastofu Guðlaug kemur frá Icelandair þar sem hún hafði starfað í rúmlega 7 ár. Síðustu árin starfaði hún á miðlægri verkefnastofu með áherslu á verkefni tengd stafrænni framþróun og þróun verkefnaferla. Guðlaug mun stýra uppbyggingu á faglegri framkvæmd verkefna og forgangsröðun verkefnabeiðna. Hörður Bjarkason – verkefnastjóri fræðslu Hörður starfaði sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka frá 2016 þar sem hans helstu verkefni voru innleiðing og ábyrgð á rafrænni fræðslu, gerð námskeiða og kynningar. Hörður er viðskiptafræðingur en hefur einnig talsverða reynslu af framkomu þar sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður og skemmtikraftur samhliða hefðbundnum störfum,“ segir í tilkynningunni. Þar er ennfremur haft eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, að það sé ekki sjálfgefið að sækja fram í því umhverfi sem ríki í dag. Félagið sé stolt af því að efla einstakan hóp starfsfólks síns og ráðningarnar muni gera það enn betra í að þjónusta viðskiptavini. Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Fjarskipti Icelandair Bláa lónið Íslenskir bankar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn segir að þau muni vinna að bættri upplifun viðskiptavina með einum eða öðrum hætti. „Hákon Davíð Halldórsson – forstöðumaður á rekstrarsviði Hákon starfaði áður hjá Icelandair þar sem hann var leiðtogi í CRM málum en þar áður í 5 ár hjá Símanum þar sem hann vann að viðskiptatengslum og þjónustuþróun. Hákon bætist í öflugt stjórnunarteymi á rekstrarsviði þar sem áherslan er á umbreytingu í vöruframboði, viðskiptaferlum og viðskiptakerfum. Björgvin Gauti Bæringsson – deildarstjóri á fjármálasviði Björgvin kemur til Sýnar frá Bláa Lóninu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður hagdeildar síðastliðin 3 ár. Áður var Björgvin starfandi í Kaupmannahöfn hjá Demant þar sem hann sá um stuðning við greiningar og áætlunargerð hjá ákveðnum viðskiptaeiningum þess félags. Björgvin mun bera ábyrgð á stuðningi fjármálasviðs við viðskiptaeiningar félagsins út frá mánaðarlegum greiningum á frammistöðu og áætlunargerð hverrar einingar. Erna Björk Sigurgeirsdóttir – deildarstjóri á fjármálasviði Erna kemur frá Borgun þar sem hún starfaði undanfarið eitt og hálft ár. Erna leiddi vinnu við áætlunargerð Borgunar ásamt því að sjá um skýrslugerð til stjórnenda, arðsemisútreikninga, greiningar á mánaðaruppgjörum og öðrum lykilmælikvörðum þess félags. Áður en hún byrjaði hjá Borgun starfaði hún á ráðgjafasviði KPMG sem verkefnastjóri. Erna mun bera ábyrgð á áætlunar- og greiningavinnu félagsins í heild sinni á fjármálasviði. Guðlaug Jökulsdóttir – forstöðumaður verkefnastofu Guðlaug kemur frá Icelandair þar sem hún hafði starfað í rúmlega 7 ár. Síðustu árin starfaði hún á miðlægri verkefnastofu með áherslu á verkefni tengd stafrænni framþróun og þróun verkefnaferla. Guðlaug mun stýra uppbyggingu á faglegri framkvæmd verkefna og forgangsröðun verkefnabeiðna. Hörður Bjarkason – verkefnastjóri fræðslu Hörður starfaði sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka frá 2016 þar sem hans helstu verkefni voru innleiðing og ábyrgð á rafrænni fræðslu, gerð námskeiða og kynningar. Hörður er viðskiptafræðingur en hefur einnig talsverða reynslu af framkomu þar sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður og skemmtikraftur samhliða hefðbundnum störfum,“ segir í tilkynningunni. Þar er ennfremur haft eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, að það sé ekki sjálfgefið að sækja fram í því umhverfi sem ríki í dag. Félagið sé stolt af því að efla einstakan hóp starfsfólks síns og ráðningarnar muni gera það enn betra í að þjónusta viðskiptavini. Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Fjarskipti Icelandair Bláa lónið Íslenskir bankar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira