Viðskipti innlent

Kólus innkallar Risaþrista

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margur Íslendingurinn hefur látið lakkrísfyllta súkkulaðið inn fyrir sínar varir undanfarna þrjá áratugi eða svo.
Margur Íslendingurinn hefur látið lakkrísfyllta súkkulaðið inn fyrir sínar varir undanfarna þrjá áratugi eða svo.

Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Um er að ræða Risaþrista með strikamerkinu 5690649006652 sem var með best fyrir dagsetninguna 16. nóvember 2021 og 8. janúar 2022. Risaþristunum var dreift í verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Samkaupa, N1, Olís og Skeljungs.

Neytendur sem keypt hafa Risa Þrist með framangreindum dagsetningum mega skila honum þangað sem hann var keyptur eða til Kólus, Tunguhálsi 5. Kólus ehf biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.