Viðskipti innlent

Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Café Bleu hefur fylgt Kringlunni í á þriðja áratug en nú er komið að kveðjustund.
Café Bleu hefur fylgt Kringlunni í á þriðja áratug en nú er komið að kveðjustund. CaféBleu.is

Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum.

„Já, það er rétt,“ segir Berglind Hallgrímsdóttir sem rekið hefur Café Bleu ásamt Einari Val Einarssyni undanfarin þrettán ár.

„Við erum hætt og það koma nýir aðilar.“

Staðnum var lokað um áramótin en Berglind segir ekki hennar að greina frá því hvaða veitingarekstur taki við í rýminu. Þau sjái á eftir mörgum viðskiptavininum.

„Við erum búin að eiga rosalega marga fastakúnna í gegnum tíðina og það er sárt að sjá á eftir þeim. En það er bara kominn tími á nýtt.“

Café Bleu var upphaflega opnaður í október 1999 og lagt mikið upp úr þjónustu við gesti Borgarleikhússins sem gátu keypt í einum pakka leikhúsmiða og máltíð á Café Bleu. Veitingastaðurinn ætlaði sér að bjóða upp á vín á lægra verði.

„Við ætlum að skera upp herör gegn þessari miklu álagningu sem hefur verið á víni á íslenskum veitingastöðum,“ sagði Gísli Jensson, veitingamaður og einn framkvæmdastjóra Café Bleu, við opnunina árið 1999. 

Berglind og Einar Valur tóku svo við rekstrinum árið 2007.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.