Viðskipti innlent

Hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu ráðuneytisins segir einnig að forsvarsmenn rúmlega þrjú þúsund fyrirtækja og tugþúsundir einstaklinga hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Í tilkynningu ráðuneytisins segir einnig að forsvarsmenn rúmlega þrjú þúsund fyrirtækja og tugþúsundir einstaklinga hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm

419 rekstraraðilar hafa sótt um tekjufallsstyrki hjá hinum opinbera vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Alls hafa þessir aðilar sótt um styrki fyrir 2,7 milljarða króna og er búið að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir.

Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að styrkirnir séu ætlaðir rekstraraðilum sem hafi þurft að sæta takmörkunum vegna sóttvarnarráðstana og sérstaklega fyrirtækjum sem hafi orðið fyrir meira en 40 prósenta tekjufalli.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir einnig að forsvarsmenn rúmlega þrjú þúsund fyrirtækja og tugþúsundir einstaklinga hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda. Þau séu á annan tug talsins og sé um styrki, lán og annað að ræða.

„Þannig hafa um 1.200 rekstraraðilar fengið lokunarstyrki fyrir um 1,7 milljarð króna og senn verður opnað fyrir umsóknir um viðspyrnustyrki sem Alþingi samþykkti í desember og er ætlað að tryggja að fyrirtæki geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0,96
1
500
ARION
0,63
12
300.232
SJOVA
0,16
9
20.335
MAREL
0,06
15
96.773
KVIKA
0
10
107.788

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,06
89
185.127
HAGA
-2,34
29
396.446
VIS
-1,25
10
91.026
SIMINN
-1,1
8
137.092
EIM
-0,96
2
416
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.