Viðskipti innlent

Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið

Eiður Þór Árnason skrifar
Finnur hefur gegnt stöðunni frá árinu 2018.
Finnur hefur gegnt stöðunni frá árinu 2018. Vísir/Hanna

Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst.

Fréttablaðið greinir frá þessu og segir að Finnur hafi stýrt bankasviðinu frá því var komið á fót í skipulagsbreytingum hjá eftirlitinu í mars 2018.

Finnur var áður forstöðumaður alþjóðasviðs Borgunar og bankastjóri Arion banka á árunum 2008 til 2010. Hann mun ljúka óloknum verkefnum fyrir Seðlabankann áður en hann lætur alfarið af störfum fyrir Seðlabankann í mars, að sögn Fréttablaðsins. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.