Fleiri fréttir

Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík

Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum.

Afkoma N1 veldur vonbrigðum

Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans.

„Nútímalegi kaupmaðurinn á horninu“

Verslunarferðir eiga að vera persónulegar og afslappaðar að mati Andreu Bergsdóttur og Davíðs Þórs Rúnarssonar, sem opnuðu nýja hverfisverslun í Grafarvogi í dag.

TM hagnast um 1,9 milljarða

Hagnaður TM á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna, samanborið við 1.174 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

VÍS hagnast um 1,1 milljarð

Tryggingafélagið VÍS hagnaðist um 1.107 milljónir króna á fyrri helming ársins 2017, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili árið 2016.

Hlutabréf í N1 taka dýfu

Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi.

Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári

Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári.

Arnaldur situr á 740 milljónum

Samanlagður hagnaður Gilhaga frá árinu 2003 nemur 1.087 milljónum króna en samkvæmt ársreikningi nemur óráðstafað eigið fé félagsins rétt tæplega 740 milljónum króna.

Markaðurinn misskildi orð seðlabankastjóra

Framkvæmdastjóri hjá GAMMA segir ummæli seðlabankastjóra um að minni vaxtamunur við útlönd sé forsenda þess að hægt sé að létta á innflæðishöftunum undarleg. Höftin séu aðalástæða þess að vaxtamunurinn hafi haldist hár.

Krónan veikist eftir vaxtaákvörðun

Krónan hefur veikst um 1,52 prósent gagnvart evru í dag, um 1,52 prósent gagnvart dönsku krónunn, og um 0,91 prósent gagnvart breska pundinu.

Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði

Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, það er í 4,5 prósentum.

Verktaki vill kaupa upp fimm götur í Kópavogi

Hamur þróunarfélag hefur keypt fasteignir í fimm götum í Digraneshverfinu í Kópavogi og vill fleiri. Eigandi verktakafyrirtækisins Jáverks segir að deiliskipulagsvinna sé þó ekki enn hafin. Ætlar að byggja fjölbýlishús en nágrannar ætla á fund með bæjarstjóranum.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Gera sérfræðingar Landsbankans meira að segja ráð fyrir að nefndin muni íhuga vandlega að hækka vexti.

Átta missa vinnuna hjá Kviku

Því miður eru aðgerðir sem þessar óumflýjanlegur hluti af þeim breytingum sem fram undan eru, segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.

Kynna Tempo fyrir erlendum fjárfestum

Stjórnendur Nýherja hafa kynnt erlendum fjárfestum rekstur dótturfélagsins Tempo. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort félagið verður sett í formlegt söluferli.

Biðraðir með tugum bíla enn daglegt brauð

Tæpum þremur mánuðum eftir opnun Costco eru þar enn bílaraðir frá morgni til kvölds. Ætla má að daglegir viðskiptavinir séu taldir í þúsundum. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir Costco hafa tekið til sín stóra markaðshlutdeild.

Verkefnaskortur leiddi til uppsagna hjá Matís

Útlit var fyrir mikinn rekstrarvanda hjá Matís en átta starfsmönnum var sagt upp störfum í júlí. Verkefnum fyrirtækisins hefur fækkað og styrking krónunnar og hækkun launa höfðu áhrif. Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna Matís.

Sviptingar á vöruverði Costco og keppinautar bregðast við

Verðkönnun Fréttablaðsins sýnir að fleiri vörur hjá Costco hafa hækkað í verði en lækkað síðan verslunin var opnuð í maí. Samanburður sýnir að keppinautar hafa sumir brugðist við komu Costco með verðlækkunum.

Erlendir fjárfestar kaupa 75 prósenta hlut í Keahótelum

Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon annar ekki eftirspurn

"Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið.

Verslanir gefa ekki lengur upplýsingar

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Í tilkynningu frá RVS segir að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafi ákveðið að hætta miðlun á upplýsingum um veltutölur sínar.

Sjá næstu 50 fréttir