Viðskipti innlent

Arnaldur situr á 740 milljónum

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason.
Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason hagnaðist um 35,5 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi eignarhaldsfélags hans, Gilhaga ehf. Félagið notar hann utan um skrif og útgáfu bóka sinna og gerir velgengni hans á ritvellinum síðasta rúma áratuginn það að verkum að félagið er afar sterkt fjárhagslega.

Hagnaður Gilhaga dróst þó verulega saman milli ára, eða um ríflega 66%, samkvæmt ársreikningi enda nam hann 106,7 milljónum króna árið 2015. Einn starfsmaður starfaði hjá félaginu í fyrra, en Arnaldur og eiginkona hans eru skráðir framkvæmdastjórar þess og Arnaldur skráður fyrir öllu hlutafé.

Fram kemur í ársreikningi Gilhaga að Arnaldur hafi greitt sér rúmlega 31 milljón króna í arð út úr félaginu.

Samanlagður hagnaður Gilhaga frá árinu 2003 nemur 1.087 milljónum króna en samkvæmt ársreikningi nemur óráðstafað eigið fé félagsins rétt tæplega 740 milljónum króna. Ljóst má því vera að krimmakóngurinn er í fjárhagslegum sérflokki meðal íslenskra rithöfunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×