Fleiri fréttir

Fjörkippur á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 128. Þetta er töluvert yfir meðaltali fjölda samninga á viku undanfarna þrjá mánuði sem er 101 samningur.

Farice tapaði tæpum milljarði í fyrra

Farice tapaði rétt tæpum milljarði króna á síðasta ári. Þar segir að gríðarleg fjárfesting félagsins hafi leitt til hárra afskrifta og fjármagnskostnaðar sem á endanum varð jafnmikill og velta félagsins á árinu.

Byggðastofnun tapaði 153 milljónum í fyrra

Byggðastofnun tapaði tæpum 153 milljónum króna á rekstri sínum á síðasta ári. Þetta er töluvert betri niðurstaða en árið áður þegar tapið nam 236 milljónum króna.

Yfir 100 þúsund farþegar koma með skemmtiferðaskipum í sumar

Útlit er fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja munu landið muni fjölga í sumar miðað við árið í fyrra, sem þó var metár. Þegar hafa 84 skip boðað komu sína að höfnum Faxaflóaahafna í sumar, en hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að markaðssetning undanfarinna ára sé nú farin að skila miklum árangri.

Efast um ábata íslensku krónunnar

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma.

Domino's semur við Fíton til fimm ára

Domino's á Íslandi hefur gert samstarfssamning við auglýsingastofuna Fíton og er samningurinn til fimm ára. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Fítons, segir þetta góðan samning fyrir báða aðila.

Ætla að selja Íslandsbanka og Arion banka á 150 milljarða

Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings stefna að því að selja Íslandsbanka og Arion banka fyrir nærri 150 milljarða króna. Hlutur íslenska ríkisins í bönkunum er samkvæmt því mati um 14 milljarða króna virði. Viðræður milli stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa föllnu bankanna standa nú sem hæst.

Erlendir kröfuhafar þurfa að afskrifa eigur sínar

Kröfuhafar verða að afskrifa eigur sínar hér á landi að verulegu leyti, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á ráðstefnu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins í París í gær. Í erindi sínu sagði Már að eignir erlendra aðila í íslenskum krónum hér á landi næmi um 22% af vergri landsframleiðslu að viðbættum krónueignum þrotabúa bankanna sem eru að mestu leyti í eigu erlendra kröfuhafa. Við þetta bættist síðan aflandskrónur.

Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um 32 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu rúmlega 379 milljarðar í fyrra en innflutningur á þjónustu 347 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 32 milljarða í fyrra en hann var 41,6 milljarðar árið áður á gengi hvors árs.

Kröfuhafar tilbúnir að veita afslátt

Stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings gera sér grein fyrir því að nauðasamningar þeirra verða ekki samþykktir nema að þeir losi um krónueignir sínar. Þeir eru tilbúnir að gera slíkt með afslætti og opnir fyrir því að selja viðskiptabanka til lífeyrissjó

Íslandsbanki vill greiða 30% í arð

Stjórn Íslandsbanka vill greiða allt að 30 prósent af hagnaði síðasta árs í arð til eigenda sinna. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi á miðvikudag. Hversu há möguleg arðgreiðsla verður mun verða ákveðið á aðalfundi bankans. Íslandsbanki hagnaðist alls um 23,4 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Hámarksarðgreiðsla yrði því sjö milljarðar króna. Um 6,7 milljarðar króna af henni myndu renna til þrotabús Glitnis, sem á 95 prósenta hlut í Íslandsbanka, og um 300 milljónir króna til íslenska ríkisins.

Arion græddi sautján milljarða

Arion banki hagnaðist um 17,1 milljarð eftir skatta í fyrra. Það er sex milljónum meiri hagnaður en árið áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Forstjóri Straums lætur af störfum

Pétur Einarsson hefur látið af störfum hjá Straumi fjárfestingabanka og ákveðið að Jakob Ásmundsson muni taka við. Starfsfólki var tilkynnt þetta í upphafi starfsdags. Greint var frá því í gær að Pétri hefur verið meinað að stýra fyrirtæki í Bretlandi næstu fimm árin, en honum er gefið að sök skattalagabrot.

EVE Online kominn með 500 þúsund áskrifendur

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnti í dag að EVE Online leikurinn væri kominn með meira en 500 þúsund áskrifendur á heimsvísu. Þetta er í fyrsta sinn sem leikurinn nær þessum fjölda áskrifenda en EVE Online leikurinn er orðinn tíu ára gamall.

Spölur hagnaðist um 238 milljónir í fyrra

Hagnaður Spalar eftir skatta nam 238 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi félagsins nam 9 milljónum kr. en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 40 milljónum kr.

Framleiðslukostnaður hækkaði í janúar

Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2013 var 223,1 stig og hækkaði um 4,3% frá desember síðastliðnum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 271,2 stig, sem er hækkun um 0,5% (vísitöluáhrif 0,2%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 245,4 stig, hækkaði um 8,7% (3,0%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,6% (0,1%) en vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 5,8% (1,0%).

Íslandsbanki hagnaðist um 23,4 milljarða í fyrra

Afkoma Íslandsbanka eftir skatta var jákvæð um 23,4 milljarða kr. í fyrra samanborið við 1,9 milljarða kr. árið áður en þá gætti áhrifa vegna yfirtöku Byrs sem olli kostnaði uppá 17,9 milljarða kr.

Enn lækkar Atlantsolía verð á eldsneyti

Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu um þrjár krónur á lítrann í morgun og bensínlítrann um tvær krónur. Orkan, sem er hluti af Skeljungi, lækkaði strax til samræmis og er tíu aurum undir Atlantsolíu, samkvæmt stefnu Skeljungs. Búast má við að hin félögin fylgi eftir í dag, eins og gerst hefur í lækkunarferlinu undanfarna daga.

Eik hagnaðist um rúmlega 450 milljónir

Hagnaður Eikar fasteignafélags nam rúmlega 450 milljónum króna í fyrra. Þetta er mikil aukning frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam tæplega 10 milljónum króna.

Viðsnúningur í rekstri HS Orku í fyrra

Viðsnúningur varð í rekstri HS Orku á síðasta ári. Hagnaður félagsins nam rúmlega 700 milljónum króna fyrir skatta í fyrra en árið áður var hátt í 1,2 milljarða tap af rekstrinum.

Kynjakvóti settur á stjórn Icelandair

Eitt stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands, Icelandair, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Þetta kemur fram í endanlegum tillögum fyrir aðalfund, en tillögurnar voru sendar Kauphöll Íslands í dag.

Keahótelin opna nýtt hótel Reykjavík

Keahótelin opna nýtt hótel í Reykjavík þann fyrsta júní næstkomandi. Hótelið sem heitir Reykjavik Lights er að Suðurlandsbraut 12 og er þriðja hótelið sem Keahótel reka í Reykjavík og það sjötta í heildinni. Hin hótelin í Reykjavík eru Hótel Borg og Hótel Björk. Á Reykjavík Lights verða 105 vel útbúin herbergi, bar, fundarsalur og veitingastaður og yfirbyggð bílageymsla, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá KEA hótelunum. Hótelið er afar vel staðsett við útivistar og íþróttasvæðin í Laugardalnum og eins gagnvart miðbænum.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar, nýskráningum fjölgar

Áfram dregur úr fjölda gjaldþrota fyrirtækja á landinu. Í janúar s.l. voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar urðu 89 fyrirtæki gjaldþrota í janúar í fyrra.

Atvinnuleysið mælist 5,8%

Atvinnuleysi mældist 5,8% í janúar, samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um 177.800 manns voru á vinnumarkaði. Af þeim voru 167400 starfandi og 10.400 án vinnu og í atvinnuleyti. Atvinnuþátttaka mældist því 78,7%, hlutfall starfandi 74,1% og atvinnuleysi var 5,8%. Atvinnuleysi var 0,9 prósentustigum lægra en í janúar í fyrra en þá var atvinnuleysi 6,7%. Atvinnuleysi í janúar var 6,4% á meðal karla miðað við 6,6% í janúar í fyrra og meðal kvenna var það 5,3% miðað við 6,9% í janúar í fyrra.

Verðbólgan mælist 4,8%, hækkar langt umfram spár

Ársverðbólgan mælist 4,8% í þessum mánuði og hækkar um 0,6 prósentur frá fyrri mánuði. Þetta er mun meiri hækkun en sérfræðingar gerðu ráð fyrir en spár þeirra láu á bilinu frá óbreytti stöðu til lítilsháttar hækkunnar.

Hagnaður RARIK eykst milli ára

Hagnaður RARIK eftir skatta á síðasta ári nam rúmum 1.5 milljarði króna. Til samanburðar var hagnaðurinn rúmur milljarður árið á undan.

Staða ríkissjóðs batnaði í fyrra

Staða ríkissjóðs batnaði töluvert á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um tæpa 35 milljarða kr. samanborið við rúma 53 milljarða kr. árið áður.

Björgvin Jón eignast svínabúið að Hýrumel

Höndlun ehf., félag í eigu Björgvins Jóns Bjarnasonar, hefur keypt bústofn og fasteignir svínabúsins að Hýrumel í Borgarfirði. Höndlun leigir einnig aðstöðu til svínaræktar í Brautarholti. Seljandi er Rekstrarfélagið Braut ehf., dótturfélag Arion banka.

Frávísunarkröfu Glitnismanna hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Weldings, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og stjórnar Glitnis. Slitastjórn bankans hefur stefnt þeim vegna fimmtán milljarða víkjandi láns sem bankinn veitti Baugi til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Úrskurður um frávísun var kveðinn upp í dag.

Skiluðu 11 milljón króna hagnaði

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Svarfdæla á árinu 2012 nam 11 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þetta er viðsnúningur frá árinu 2011 þegar tap af rekstri sjóðsins nam 48 milljónum. Hreinar rekstrartekjur ársins námu 197 milljónum samanborið við 137 milljónir árið áður.

Tjáir sig ekki um framtíð Íbúðalánasjóðs

"Ég svara þessu ekki,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðspurður um það hvort honum finnist koma til greina að leggja niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd.

Sjá næstu 50 fréttir