Viðskipti innlent

Spölur hagnaðist um 238 milljónir í fyrra

Hagnaður Spalar eftir skatta nam 238 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn á fjórða

ársfjórðungi félagsins nam 9 milljónum kr. en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 40 milljónum kr.

Í tilkynningu segir að skuldir Spalar lækkuðu úr rúmum 4 milljörðum króna árið 2011 og niður í rúma 3,8 milljarða kr. í fyrra.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir í tilkynningu að að umferð um Hvalfjarðargöngin og tekjur af henni séu heldur meiri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.

Í fyrra fóru rúmlega 1.8 milljón ökutæki um göngin sem greiddu veggjald. Þetta er um 0,9% samdráttur frá fyrra ári. Þessi fjöldi samsvarar því að um 5.031 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag hvern.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×