Viðskipti innlent

Íslandsbanki hagnaðist um 23,4 milljarða í fyrra

Afkoma Íslandsbanka eftir skatta var jákvæð um 23,4 milljarða kr. í fyrra samanborið við 1,9 milljarða kr. árið áður en þá gætti áhrifa vegna yfirtöku Byrs sem olli kostnaði uppá 17,9 milljarða kr.

Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi var 7,2 milljarðar samanborið við 9,5 milljarða tap á fjórða ársfjórðungi árið áður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að fjárhagsstaða Íslandsbanka sé traust en eiginfjárhlutfall var 25,5% í árslok

Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka að þau hafi náð mikilvægum áföngum í enduruppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar á árinu. Stórum málum hafi lokið og brátt sjái fyrir endann á endurútreikningi ólöglegra gengistryggðra lána.

„Þessi atriði ásamt meira lífi á fjármálamarkaði gefur til að kynna að það séu að verða þáttaskil í rekstri bankans og starfsumhverfi okkar," segir Birna Einarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×