Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar, nýskráningum fjölgar

Áfram dregur úr fjölda gjaldþrota fyrirtækja á landinu. Í janúar s.l. voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar urðu 89 fyrirtæki gjaldþrota í janúar í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir einnig að í janúarmánuði voru skráð 178 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 148 ný einkahlutafélög skráð í janúar 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×