Viðskipti innlent

Moody´s heldur lánshæfiseinkunn Orkuveitunnar óbreyttri

Matsfyrirtækið Moody's hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur óbreyttri frá fyrra mati, eða B1 með neikvæðum horfum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að til þess að horfur verði metnar stöðugar þurfi fyrirtækið að verja sig frekar fyrir ytri sveiflum í álverði, vöxtum og gengi krónunnar.

Sérstaklega er tiltekið að haldi eignarsöluáform Orkuveitunnar áætlun, sé það til þess fallið að bæta horfur í rekstrinum. Hér er m.a. átt við söluna á Okruveituhúsinu og Perlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×