Ætla að selja Íslandsbanka og Arion banka á 150 milljarða Magnús Halldórsson skrifar 1. mars 2013 19:25 Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings stefna að því að selja Íslandsbanka og Arion banka fyrir nærri 150 milljarða króna. Hlutur íslenska ríkisins í bönkunum er samkvæmt því mati um 14 milljarða króna virði. Viðræður milli stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa föllnu bankanna standa nú sem hæst. Kröfuhafar í bú Glitnis og Kaupþings, þar helst erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir, eiga nú í samningaviðræðum við stjórnvöld um hvernig megi leysa úr stöðu þeirra þannig að fjármálastöðugleika hér á landi verði ekki ógnað, ef kröfuhafarnir fá beinan aðgang að hundruðum milljarða eignum sínum með nauðasamningum. Í þessu viðræðum er ekki síst einblínt á að selja Íslandsbanka og Arion banka til íslenskra fyrirtækja og fjárfesta, og þannig minnka krónueign erlendu kröfuhafana, og létta um leið þrýstingi á gengi krónunnar til framtíðar litið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er horft til þess að Íslandsbanki og Arion banki verði seldir með margfaldara sem er 0,55 sinnum eigið fé. Miðað við það er Íslandsbanki um 72 milljarða virði og Arion banki ríflega 81 milljarða virði. Það sem kæmi í hlut ríkisins, ef það myndi ákveði að selja, er um 14 milljarðar útfrá þessu verðmati, 3,5 milljarðar vegna fimm prósenta hlutar í Íslandsbanka og 10,5 milljarðar vegna 13 prósenta hlutar í Arion banka. Kaupendur yrðu að líkindum íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir fjárfestar, sem þá gætu greitt fyrir með hluta af erlendum eignum sínum, en heildarvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna er í dag ríflega 500 milljarðar króna. Fleira hangir á spýtunni, en að fá nýja eigendur að bönkunum í samhengi samhliða nauðasamningum við kröfuhafa. Meðal annars vilja erlendir kröfuhafar fá gjaldeyri sem er inn á reikningum Íslandsbanka og í staðinn myndu lánasöfn úr þrotabúi Glitnis sem bera nafnið Haf og Holt, og eru lán í erlendri mynt til sjávarútvegsfyrirtækja og fasteignafélaga m.a., verða hluti af eignasafni Íslandsbanka. Enginn afsláttur yrði gefinn, heldur yrði um skipti að ræða. Með þessum aðgerðum m.a., samhliða sölu á bönkunum, myndu innlendar krónueignir í eigu þrotabúa Glitnis og Kaupþings fara úr ríflega 400 milljörðum í lítið sem ekkert. Erlendar eignir í þrotabúunum færu þá til kröfuhafa á grundvelli nauðasamninga þar um. Einnig er horft til þess, í þessum viðræðum stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa, að endurfjármögnun á skuldum í erlendri mynt geti átt sér stað samhliða sölu bankanna. Meðal annars að lengja í lánum Landsbankans gagnvart kröfuhöfum gamla Landsbankans í erlendri mynt, og jafnvel að koma að endurfjármögnun skulda Orkuveitu Reykjavíkur. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings stefna að því að selja Íslandsbanka og Arion banka fyrir nærri 150 milljarða króna. Hlutur íslenska ríkisins í bönkunum er samkvæmt því mati um 14 milljarða króna virði. Viðræður milli stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa föllnu bankanna standa nú sem hæst. Kröfuhafar í bú Glitnis og Kaupþings, þar helst erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir, eiga nú í samningaviðræðum við stjórnvöld um hvernig megi leysa úr stöðu þeirra þannig að fjármálastöðugleika hér á landi verði ekki ógnað, ef kröfuhafarnir fá beinan aðgang að hundruðum milljarða eignum sínum með nauðasamningum. Í þessu viðræðum er ekki síst einblínt á að selja Íslandsbanka og Arion banka til íslenskra fyrirtækja og fjárfesta, og þannig minnka krónueign erlendu kröfuhafana, og létta um leið þrýstingi á gengi krónunnar til framtíðar litið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er horft til þess að Íslandsbanki og Arion banki verði seldir með margfaldara sem er 0,55 sinnum eigið fé. Miðað við það er Íslandsbanki um 72 milljarða virði og Arion banki ríflega 81 milljarða virði. Það sem kæmi í hlut ríkisins, ef það myndi ákveði að selja, er um 14 milljarðar útfrá þessu verðmati, 3,5 milljarðar vegna fimm prósenta hlutar í Íslandsbanka og 10,5 milljarðar vegna 13 prósenta hlutar í Arion banka. Kaupendur yrðu að líkindum íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir fjárfestar, sem þá gætu greitt fyrir með hluta af erlendum eignum sínum, en heildarvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna er í dag ríflega 500 milljarðar króna. Fleira hangir á spýtunni, en að fá nýja eigendur að bönkunum í samhengi samhliða nauðasamningum við kröfuhafa. Meðal annars vilja erlendir kröfuhafar fá gjaldeyri sem er inn á reikningum Íslandsbanka og í staðinn myndu lánasöfn úr þrotabúi Glitnis sem bera nafnið Haf og Holt, og eru lán í erlendri mynt til sjávarútvegsfyrirtækja og fasteignafélaga m.a., verða hluti af eignasafni Íslandsbanka. Enginn afsláttur yrði gefinn, heldur yrði um skipti að ræða. Með þessum aðgerðum m.a., samhliða sölu á bönkunum, myndu innlendar krónueignir í eigu þrotabúa Glitnis og Kaupþings fara úr ríflega 400 milljörðum í lítið sem ekkert. Erlendar eignir í þrotabúunum færu þá til kröfuhafa á grundvelli nauðasamninga þar um. Einnig er horft til þess, í þessum viðræðum stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa, að endurfjármögnun á skuldum í erlendri mynt geti átt sér stað samhliða sölu bankanna. Meðal annars að lengja í lánum Landsbankans gagnvart kröfuhöfum gamla Landsbankans í erlendri mynt, og jafnvel að koma að endurfjármögnun skulda Orkuveitu Reykjavíkur.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira