Alvarlegt að skuldarar fái ekki að hafa samráð BBI skrifar 25. ágúst 2012 11:55 Á meðan fjármálafyrirtæki fá að hafa víðtækt samráð um hvernig rétt sé að beita sér í gengislánamálunum fá skuldarar ekki að ráðfæra sig hver við annan. Þetta er áhyggjuefni að mati Samtaka lánþega og getur skilað sér í að málin séu illa unnin og niðurstöðurnar rangar. Prófmálin ellefu í gengislánamálunum verða flest þingfest nú í haust og munu fá flýtimeðferð í dómskerfinu. Þó að Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fagni því að allir leggist á eitt til að fá endanlega lausn á málin hefur hann áhyggjur af því að hraðinn á málunum geti bitnað á málatilbúnaði skuldaranna. Honum finnst einnig alvarlegt að fjármálafyrirtæki landsins fái að hafa samráð um hvernig best er að beita sér í málunum meðan skuldararnir hafi ekki einu sinni fengið að vita hverjir eru aðilar að öllum málunum. „Fjármálafyrirtækin hafa haft mörg ár til að liggja yfir þessum málum með sínar lögfræðideildir á meðan við sem skuldarar erum allir búnir að vera í sitthvoru horninu með sitthvor málin og ekkert samráð," segir Guðmundur. Á meðan fjármálafyrirtækin fá tækifæri til að samstilla kröfugerð sína situr hver skuldari einn í sínu horni. „Og við getum átt það á hættu að sum mál sem eiga að svara mikilvægum spurningum verði illa unnin af hálfu skuldaranna," segir hann. Í fréttum að undanförnu hefur komið fram að endanleg niðurstaða í málin geti verið komin innan fárra mánaða vegna flýtimeðferðarinnar. Guðmundur er ekki svo bjartsýnn. Hann telur að grundvallarspurning í málunum verði hvort heimilt sé að breyta vöxtunum á gengislánum afturvirkt. Svör Hæstaréttar hafa verið misvísandi og því sé þörf á skýrari niðurstöðu. „Það er sú spurning sem þarf að senda til EFTA og fá skýrt svar þar. Á meðan við erum ekki komnir með svar við því hvort það megi breyta vöxtum á lánunum þá er ekkert hægt að svara spurningunni á hvaða lánum má breyta vöxtum. Þannig að meðan þeirri spurningu er svarað þá liggja öll mál stopp," segir Guðmundur. Því telur hann blasa við að endanleg niðurstaða í málunum muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir 1-2 ár þegar EFTA hefur komist að sinni niðurstöðu. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Á meðan fjármálafyrirtæki fá að hafa víðtækt samráð um hvernig rétt sé að beita sér í gengislánamálunum fá skuldarar ekki að ráðfæra sig hver við annan. Þetta er áhyggjuefni að mati Samtaka lánþega og getur skilað sér í að málin séu illa unnin og niðurstöðurnar rangar. Prófmálin ellefu í gengislánamálunum verða flest þingfest nú í haust og munu fá flýtimeðferð í dómskerfinu. Þó að Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fagni því að allir leggist á eitt til að fá endanlega lausn á málin hefur hann áhyggjur af því að hraðinn á málunum geti bitnað á málatilbúnaði skuldaranna. Honum finnst einnig alvarlegt að fjármálafyrirtæki landsins fái að hafa samráð um hvernig best er að beita sér í málunum meðan skuldararnir hafi ekki einu sinni fengið að vita hverjir eru aðilar að öllum málunum. „Fjármálafyrirtækin hafa haft mörg ár til að liggja yfir þessum málum með sínar lögfræðideildir á meðan við sem skuldarar erum allir búnir að vera í sitthvoru horninu með sitthvor málin og ekkert samráð," segir Guðmundur. Á meðan fjármálafyrirtækin fá tækifæri til að samstilla kröfugerð sína situr hver skuldari einn í sínu horni. „Og við getum átt það á hættu að sum mál sem eiga að svara mikilvægum spurningum verði illa unnin af hálfu skuldaranna," segir hann. Í fréttum að undanförnu hefur komið fram að endanleg niðurstaða í málin geti verið komin innan fárra mánaða vegna flýtimeðferðarinnar. Guðmundur er ekki svo bjartsýnn. Hann telur að grundvallarspurning í málunum verði hvort heimilt sé að breyta vöxtunum á gengislánum afturvirkt. Svör Hæstaréttar hafa verið misvísandi og því sé þörf á skýrari niðurstöðu. „Það er sú spurning sem þarf að senda til EFTA og fá skýrt svar þar. Á meðan við erum ekki komnir með svar við því hvort það megi breyta vöxtum á lánunum þá er ekkert hægt að svara spurningunni á hvaða lánum má breyta vöxtum. Þannig að meðan þeirri spurningu er svarað þá liggja öll mál stopp," segir Guðmundur. Því telur hann blasa við að endanleg niðurstaða í málunum muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir 1-2 ár þegar EFTA hefur komist að sinni niðurstöðu.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira