Viðskipti innlent

Reykjavík stóð sig í atvinnuátaki

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur ráðið 221 starfsmann til starfa síðan í vor í verkefninu Vinnandi vegur. Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi síðan verkefnið hófst, en í Reykjavík voru 500 manns boðaðir í viðtal. Af þeim þáðu 221 starfið en 215 afþökkuðu og afskráðu sig af atvinnuleysisskrá.

Verkefninu er nú lokið en það var samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og stéttarfélaga til að ráða bót á atvinnuleysi.

Reykjavík mun þó áfram bjóða atvinnulausum borgarbúum störf sem ekki fylltust í verkefninu, en störfin sem buðust voru í heild 350.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×