Fleiri fréttir

Tilboð í dýpkun í Landeyjarhöfn miklu hærri en kostnaðaráætlun

Nú er verið að bjóða út vinnu við vetrardýpkun í Landeyjahöfn. Þrjú tilboð hafa borist og er lægsta tilboðið 211 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun. Enn hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun.

Markaðsvirði CCP 23.3 milljarðar

Markaðsvirði íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP er metið á 23.3 milljarða króna. Greint er frá þessu í Viðskiptablaðinu í dag. CCP er ekki skráð á hlutabréfamarkað.

Aflinn jókst um 13%

Heildarafli íslenskra skipa var 13,4% meiri í júlí en í júlí í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 17,9% miðað við sama tímabil i fyrra, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 113 þúsund tonnum í síðasta mánuði samanborið við 103 þúsund tonn í júlí í fyrra.

Nýir eigendur taka við rekstri Pennans

Hópur fjárfesta sem skrifaði undir samning um sölu á Pennanum á Íslandi hefur tekið við rekstri fyrirtækisins. Tilkynnt var þann 18. júní síðastliðinn að samkomulag hefði náðst um söluna. Seljandi var Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka, en helstu forsvarsmenn kaupendahópsins eru Ingimar Jónsson, Ólafur Stefán Sveinsson og Stefán D. Franklín. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem nú liggur fyrir.

Íslenskt fyrirtæki fær einkaleyfi í Bandaríkjunum

Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum á aðferð sinni til framleiðslu á endurnýjanlegu metanóli. Einkaleyfið er mikilvæg staðfesting á brautryðjendastarfi fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu.

Íslendingar lásu Hungurleikana

Sögurnar um Hungurleikana voru vinsælustu kiljur í sumar, samkvæmt lista Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þannig voru bækurnar Hungurleikarnir og framhald þeirrar bókar Eldar kvikna þær bækur sem seldust mest frá 3. júní til 11. ágúst. Í þriðja sæti kiljulistans var spennusagan Dauðadjúp eftir sænska höfundinn Åsa Larsson.

Félag Skúla tapaði 135 milljónum

Títan fjárfestingafélag, sem er í 100 prósenta eigu Skúla Mogensen, tapaði 135 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé félagsins um síðustu áramót var neikvætt um 102 milljónir króna. Það tapaði 44,5 milljónum króna árið áður. Eignir félagsins eru metnar á rúmlega 1,3 milljarða króna.

Ríkiskaup brutu lög þegar samið var við Icelandair

Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup þegar tilboði Icelandair í útboði um flugsæti til og frá Íslandi í mars á síðasta ári var tekið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Eitt elsta kaffihús landsins til sölu - Finni vill tilbreytingu

"Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastað sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur.

Duch: Slæmt að álitið á fjármálaþekkingu hafa fallið

Spænski fræðimaðurinn Emiliano Duch, sem þykir einn fremsti sérfræðingur heims á sviði samkeppnishæfni, segir að eitt af því sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðir sem nú gangi í gegnum erfiðleika í efnahagslífinu sé vantraust á vel menntuðu og hæfu fólki. "Sumt fólk skammast sín fyrir að hafa unnið í fjármálageiranum á Wall Street, jafnvel þótt það hafi ekki verið spillt eða gert nokkuð rangt. Jafnvel framúrskarandi stærðfræðingar, sem unnu sem sérfræðingar á sviði fjármála, sitja nú uppi með verðlausa þekkingu að mati margra. Þetta er rangt og áhyggjuefni, því þekkingin er verðmæt og það skiptir máli að umhverfið sem hagkerfin eru í sé móttækilegt fyrir mikilli og sérstakri þekkingu," segir Duch í viðtali við Markaðinn, sem kom út í dag.

BHM gerir kröfu um að öll réttindi haldi sér

Bandalag háskólamanna, BHM, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun, þar sem kröfur bandalagsins eru tíundaðar, þegar kemur að lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Í tilkynningu segir meðal annars að þess sé krafist að staðið verði að fullu við núverandi lífeyrisskuldbindingar gagnvart sjóðfélögum B-deildar LSR og LSS hvort sem þeir hafa hafið töku lífeyris eða ekki.

Atvinnuleysi minnkar meira hjá konum

Atvinnuleysi meðal kvenna minnkar umtalsvert meira milli ára en atvinnuleysi meðal karla miðað við tölur Hagstofu Íslands fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi meðal karla var 5,8% í júlí 2012 miðað við 5,5% í sama mánuði í fyrra og eykst því um 0,3%. Atvinnuleysi meðal kvenna var hins vegar 2,8% í júlí 2012 miðað við 5,4% í sama mánuði í fyrra og minnkar því um 2,6%.

Greiningadeild Arion spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Arion banka spáir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunarfundi á miðvikudag í næstu viku. Batnandi verðbólguhorfur, ríflega 10% styrking krónunnar og vaxandi órói á erlendum mörkuðum eru þættir sem munu vega þyngst að þessu sinni. Greiningadeild Arion banka útilokar þó ekki frekari vaxtahækkanir í vetur en telur að nefndarmenn kjósi að þessu sinni að bíða og sjá hvernig ýmsir þættir þróast með haustinu.

Hafnarfjarðarbær vill funda með Landsneti vegna raflína

Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur frestað ákvörðun um aðalskipulagsbreytingar varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu þar sem forsendur varðandi tímasetningu framkvæmda við Suðvesturlínu hafa breyst. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins síðan í gær. Þar kemur ennfremur fram að ráðið óski eftir fundi með Landsneti um framhald málsins áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Skilvísir geti notið þess í kjörum

Creditinfo á Íslandi hefur ýtt úr vör nýrri þjónustu þar sem áhætta einstaklinga á því að enda á vanskilaskrá er metin. Vonast fyrirtækið til þess að skilvísir einstaklingar geti nýtt sér áhættumat frá fyrirtækinu til að fá betri kjör í viðskiptum.

Útlendingar aldrei eytt meira á Íslandi

Erlendir ferðamenn hafa aldrei eytt fleiri krónum á Íslandi og í júlí síðastliðnum. Erlend kortavelta hérlendis var þá um 13,1 milljarður króna og jókst um 15,3 prósent frá sama mánuði í fyrra. Á sama tíma eyddu Íslendingar 5,2 milljörðum króna á kortum sínum í útlöndum, sem er 10,1 prósenti meira en árið 2011. Þetta kemur fram hjá Greiningu Íslandsbanka sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um kortaveltu.

Eik eykur hlutafé um tvo milljarða króna

Eik fasteignafélag seldi nýtt hlutafé fyrir tæplega tvo milljarða króna í lokuðu útboði í júní síðastliðnum. Kaupendur voru fagfjárfestar, að mestu lífeyrissjóðir, og einstaklingar. Lýsing hf., sem var stærsti einstaki eigandi Eikar um síðustu áramót, tók ekki þátt í því. Féð sem fékkst fyrir hina nýju hluti var notað til að greiða niður skuldir félagsins. Eik vinnur auk þess að því að klára endurfjármögnun á skuldum sínum ásamt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjó

Atvinnuleysið 4,4%

Atvinnuleysi minnkaði um 1% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra og var 4,4%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi var 5,8% á meðal karla en var 5,5% í sama mánuði í fyrra og meðal kvenna var það 2,8% miðað við 5,4% í júlí 2011.

Landsbankinn greiðir fyrir laxveiði framkvæmdastjóra

Landsbankinn hyggst greiða fyrir laxveiðiveiðiferð Árna Þórs Þorbjörnssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, en í byrjun vikunnar fór hann til veiða með erlendum bankamönnum og einstaklingum er tengjast fyrirtækinu Promens. Frá þessu er greint í DV í dag, og er þar haft eftir Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa bankans, að ferðin hafi verið á vegum Promens, en að hún verði greidd af bankanum.

Útboð borana í Bjarnarflagi framlengt

Landsvirkjun hefur framlengt útboð vegna Bjarnarflagsvirkjunar fram í september. Frestur til að skila inn tilboðum í boranir á háhitaholum átti að renna út í dag, 14. ágúst, samkvæmt útboðsauglýsingu fyrr í sumar. Nýr tilboðsfrestur hefur nú verið auglýstur til hádegis 6. september. "Ákveðið var að framlengja tilboðsfresti í borun við Bjarnarflag að ósk bjóðenda," sagði Magnús Þór Gylfason, starfandi yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, þegar fréttastofa leitaði skýringa á seinkuninni.

Lítil hreyfing á Íslandi - grænar tölur hækkunar erlendis

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefur lítil hreyfst í dag en heildarvelta í viðskiptum dagsins hefur numið 236 milljónum til þessa. Gengi bréfa Haga hefur hækkað um 0,27 prósent og er nú 18,4, en heildarvelta í viðskiptum með bréfa Haga nemur 222 milljónum, eða langsamlega stærsta hluta heildarveltu dagsins.

Minnsta atvinnuleysi frá hruni

Atvinnuleysi mældist 4,7% í júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar en að meðaltali voru 8.372 atvinnulausir. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því í nóvember 2008 þegar það var 3,3%.

Ferðamenn eyða metfé á Íslandi

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í júlí nam 13,1 milljarði króna og hefur aldrei verið meiri í krónum talið. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Alls nam velta erlendra korta í innlendum verslunum 11 milljörðum króna í júlí, en um tveir milljarðar voru teknir út úr hraðbönkum og bönkum.

Verðmætasti makríllinn kemur á króka

Verðmætasti makríllinn sem veiðist við strendur landsins er veiddur á króka af smábátum. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að gæði makrílsins séu meiri þegar hann kemur á króka en þegar hann er veiddur í troll. Það skilar sér svo í hærra verði.

Eigið fé Hörpu dugar fyrir rekstri fram á mitt ár 2013

Um mitt næsta ár þrýtur eigið fé Portusar verði ekki breytingar á rekstrarforsendum Hörpu. Eigendur gætu þurft að hækka framlög. Borgin fær hærri tekjur af húsinu en áætlanir gerðu ráð fyrir og borgin samþykkti.

Hækkunin skilar 2,5 milljörðum í ríkissjóð

Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld geri ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður í fjárlögum fyrir næsta ár, en hækkunin á að skila tveimur og hálfum milljarði til viðbótar í ríkissjóð. Formaður gistináttanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir hækkunina fráleita.

Fjármálaráðherra fundar með hagsmunaðilum í ferðaþjónustu

Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra muna funda með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í ráðuneyti sínu í dag vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á gistiþjónustu. Mikil óánægja er með fyrirhugaða hækkun innan ferðaþjónustunnar.

Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán - deilt fyrir dómstólum

Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán til viðskiptavina, í samræmi við gengislánadóma Hæstaréttar, þar sem stofnunin telur lánin vera lán í erlendri mynt en ekki grengistryggð lán í krónum. Ágreiningur um þessi lán er kominn til kasta dómstóla, en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir skattgreiðendur.

Tekjur ríkissjóðs jukust um 18%

Tekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins jukust um 17,6% frá sama tímabili í fyrra og voru um 252 milljarðar króna. Tekjurnar eru nú um 22,2 milljörðum króna, eða um 9,7%, yfir tekjuáætlun fjárlaga.

Hægir á landsframleiðslu Japans

Landsframleiðsla jókst um 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðslan um eitt prósent. Sérfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til segja að japanskt efnahagslíf gæti tekið dýfu á næstunni vegna óvissu í efnahagsmálum heimsins, ekki síst á evrusvæðinu. Slíkt ástand dregur úr fjárfestingu og heldur aftur af vexti.

Guðný nýr framkvæmdastjóri Líflands

Guðný Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Líflands/Kornax frá og með 1. september næstkomandi. Guðný lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 með áherslu á stjórnun og rekstur og MBA frá Colorado State University árið 1991. Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu að baki úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Síðast gegndi hún starfi forstöðumanns gæða- og öryggismála hjá Sjóvá. Lífland er einn stærsti framleiðandi og þjónustuaðili á hvers konar fóðurvöru á Íslandi.

Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga

Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt.

Hagnaðurinn fjórfalt meiri en á síðasta ári

Icelandair Group hagnaðist um 1,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er rúmlega fjórum sinnum meiri hagnaður en félagið skilaði á sama tíma í fyrra, en hagnaður þess frá byrjun apríl til loka júnímánaðar 2011 var 400 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri félagsins sem birt var í gær.

Fjögurra milljarða tap af björgun Sjóvár

Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun.

Sölsuðu undir sig stóran hlut í Hamleys á undirverði

Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum.

Segja ekkert samráð hjá flugfélögunum tveimur

Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Wow air og Iceland Express neita báðir að félögin hafi haft samráð þegar annað félagið ákvað að fljúga ekki til Danmerkur í vetur meðan hitt hættir að fljúga til Berlínar. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir að verðstríðið sem verið hefur að undanförnu milli félaganna sé skýrasta dæmið um að þar á bæ sé ekkert samráð í gangi.

Tekjur Icelandair Group jukust um 15 prósent milli ára

Tekjur Icelandair Group jukust um 15 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við árið á undan og nam EBITDA hagnaður fyrirtækisins, það er rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, 28,8 milljónum dala, eða sem nemur tæplega 3,5 milljörðum króna.

Frans Páll hættir hjá Landsbankanum

Frans Páll Sigurðsson,framkvæmdastjóri Fjármála, lætur í dag af störfum í Landsbankanum að eigin ósk, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Frans hóf störf í Landsbankanum haustið 2010 þegar viðamiklar breytingar voru gerðar á framkvæmdastjórn bankans og átta nýir framkvæmdastjórar voru ráðnir.

Milljarða afskriftaþörf LÍN

Framlög á afskriftareikning útlána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) voru 8,9 milljarðar króna í fyrra. Á fjárlögum ársins 2011 hafði verið gert ráð fyrir að þau yrðu 3,5 milljarðar króna. Því skeikaði 5,4 milljörðum króna á því sem áætlað var og raunverulegum færslum á afskriftaeikning. Um er að ræða hæsta árlega framlag á afskriftarreikning sem átt hefur sér stað hjá LÍN. Þetta kemur fram í ríkisreikningi ársins 2011.

Einna lægstur tekjuskattur á fyrirtæki á Íslandi

Aðeins 5 lönd af þeim 34 sem teljast til OECD-ríkjanna hafa lægri skattlagningu á fyrirtæki en Ísland. Stefán Ólafsson, prófessor, segir frá þessu á bloggi sínu en tölurnar miðast við árið 2011.

Skattahækkun í ferðaþjónustu á að skila 2,5 milljarði

Hækkun virðisaukaskatts á gistikostnað á að skila tveimur og hálfum milljarði aukalega í ríkiskassann, en fjármálaráðherra fundar með hagsmunaðilum í greininni á morgun. Mikil óánægja er meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu sem segja hækkunina glórulausa.

Sjá næstu 50 fréttir