Fleiri fréttir

Framkvæmdastjóri hjá Icelandair: Hækkanirnar munu engu skila

Stjórnvöld leita nú leiða til þess að brúa 16 til 20 milljarða gat með skattahækkunum og niðurskurði í fjárlögum fyrir næsta ár. Meðal þess sem horft er til er að hækka virðisaukaskatt á gistikostnað í ferðaþjónustu úr sjö prósent í 25,5 prósent, það er úr neðsta þrepi í það efsta.

Harpan aðeins lítið brot af heildarmyndinni fyrir hrunið

Svissneska fjárfestingafélagið World Leisure Investment átti hæsta boð í byggingarétt á reitnum við hlið Hörpunnar, og hyggst reisa þar hótelbyggingu sem verður fimm hæða, auka tveggja hæða bílastæðakjallara niður á við. Samkvæmt samþykktu skipulagi má byggingin vera 30 þúsund fermetrar að stærð, en til samanburðar er Harpan 28 þúsund fermetrar.

AMX komið í Hádegismóa

Vefmiðlun ehf. sem meðal annars á og rekur vefinn amx.is, flutti lögheimili sitt og póstfang að Hádegismóum 2 í Reykjavík nýverið. Þetta kemur fram í tilkynningu til fyrirtækjaskráar sem mótttekin var 13. júní síðastliðinn. Hádegismóar 2 hýsa einnig starfsemi Morgunblaðsins en hluti húsnæðisisins hefur verið leiguður undir aðra starfsemi. Vefmiðlun ehf. er í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar og Arthúrs Ólafssonar til helminga. Friðbjörn Orri er auk þess titlaður útgefandi AMX-vefjarins. Félagið hagnaðist um 177 þúsund krónur á árinu 2010 samkvæmt síðasta birta ársreikningi.

Rekstraráætlanir voru óraunhæfar

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rekstraráætlanir Hörpu hafi verið óraunhæfar og þurft að endurskoða. Hún segir að ákveðið hafi verið að bíða með ýmsar breytingar þar til reynsla væri komin á reksturinn. Því hafi verið beðið um úttekt eftir fyrsta heila rekstrarárið.

Öll starfskjör til skoðunar

Starfshópur fjármálaráðuneytisins um málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) stefnir að því að ljúka vinnu fyrir 1. október. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og formaður hópsins, segir koma til greina að breyta launakjörum samhliða breytingum á lífeyrisréttindum.

Hækkun á virðisaukaskatti gistingar skoðuð

Virðisaukaskattur á gistingu gæti hækkað úr 7%, lægsta skattþrepinu, í 25,5%, almenna skattþrepið, í nýju fjárlagafrumvarpi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gær en Samtök ferðaþjónustunnar eru mjög gagnrýnin á hugmyndina.

Uppsagnir á Blönduósi

Fiskvinnslan Sæmá á Blönduósi hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, tólf alls. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. nóvember næstkomandi.

Segir ekki mikla kreppu í verslun með sumarhús

"Það virðist nú ekki vera mikil kreppa í þessum bransa sko," segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarstjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi, um verslun með sumarbústaði. Hann segir að í Grímsnesi hafi talsvert verið um byggingu nýrra sumarhúsa á liðnu ári.

Skattahækkun væri rothögg fyrir ferðaþjónustuna

Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr sjö prósentum í tuttugu og fimm komma fimm prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli.

Harpan átti ekki að kosta skattgreiðendur neitt

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa átti ekki að kosta skattgreiðendur neitt og reksturinn átti að standa undir sér, að því er sagt var þegar ríki og borg ákváðu að ljúka við byggingu hússins og reka það til framtíðar. Til stendur að velta við hverjum steini og endurskipuleggja rekstur hússins.

Skattahækkun muni auka svarta atvinnustarfsemi

Skattahækkun á gistingu mun auka svarta atvinnustarfsemi í greininni, segja Samtök ferðaþjónustunnar. Þau furða sig á fréttum þess efnis að ríkisstjórnin skuli hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%, eins og greint var frá í fréttum RÚV. Segja þau að þetta muni hækka verð á gistingu um 17,3%.

Aldrei fleiri farþegar hjá Icelandair - 279 þúsund í júlí

Icelandair flutti 279 þúsund farþega í millilandaflugi í júlí og voru þeir 10% fleiri en í júlí á síðasta ári. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með félaginu í einum mánuði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Ekki útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpu

Ekki er útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpunni eftir að eigendastefna hússins hefur verið endurskipulögð. Fasteignagjöld, sem renna til borgarinnar, nema næstum helmingi af árlegu rekstrarframlagi ríkis og borgar til hússins.

Marel hækkar en Hagar lækka

Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 0,72 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 140. Heildarveltan að baki viðskiptunum nemur um 108 milljónum króna, en heildarvelta viðskipta dagsins nemur tæplega 136 milljónum króna. Gengi bréfa í Högum hefur lækkað um 0,27 prósent í dag og er gengið nú 18,25.

Boris Johnson: Árás á London sem fjármálamiðstöð

Boris Johnson, borgarstjórinn í London, segir að bandarísk yfirvöld séu að ráðast á London sem fjármálamiðstöð með því að saka Standard Chartered bankann um stórfellt peningaþvætti fyrir Íransstjórn, en í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu í New York kom fram að heildarumfang viðskipta bankans við Íransstjórn hafi numið um 250 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 30 þúsund milljörðum króna.

Tekjur ríkisins meiri en ráð var fyrir gert

Innheimtar tekjur ríkisins fyrstu sex mánuði ársins 2012 námu 251,9 milljörðum króna. Það er 23,2 milljörðum umfram áætlun. Á sama tíma hafa gjöld ríkisins dregist saman um 6,4 milljarða, voru 268,6 milljarðar til júníloka. Þetta kemur fram í mánaðaruppgjöri A-hluta ríkissjóðs fyrir júní 2012, sem kom út í gær.

Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna

Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs.

Þorskurinn orðinn of dýr fyrir Bretana

„Við erum að verðleggja okkur út af markaðnum,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Nýleg könnun sem verslunarkeðjan Sainsbury’s stóð fyrir á Bretlandi sýnir að neysla á tilapíu og öðrum fisktegundum sem ekki veiðast hér við land eykst stórlega á kostnað þorsks og ýsu.

Flókið stjórnskipulag Hörpu veldur núningi og árekstrum

Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu.

Útgjöld ríkisins aukast árið 2013 í fyrsta sinn frá hruni

Fjárlagafrumvarpið 2013 gerir ráð fyrir almennri aðhaldskröfu um eitt prósent. Þegar tekið er tillit til þess að útgjöld verða uppfærð um 3,5 prósent miðað við verðlag er staðreyndin sú að útgjöld ríkisins aukast í fyrsta skipti frá hruni.

Icelandair lækkaði um 1,75 prósent - hækkanir erlendis

Gengi bréfa í Icelandair lækkaði um 1,75 prósent í dag og stendur gengi bréfa félagsins nú í 6,73. Mest var lækkunin þó hjá Bank Nordik en gengi bréfa færeyska bankans lækkaði um 2,86 prósent og er nú 68.

Vegir eru hrörlegir vegna bágrar stöðu ríkissjóðs

Vegir landsins eru margir hverjir orðnir hrörlegir vegna lítils viðhalds að mati vegamálastjóra. Sérstaklega er vegurinn austan Selfoss lélegur. Ástæðan er forgangsröðun í viðhaldi vegna lélegrar stöðu ríkissjóðs.

"Fyrir suma er kreppan rétt að byrja“

"Það er algert rugl" að okkar Íslendinga bíði betri tímar fjárhagslega að mati Guðmundar Ólafssonar, hagfræðings. Í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni segir hann að fyrir suma sé kreppan bara rétt að byrja.

Risavaxið hótel á að bæta afkomu Hörpunnar

Gert er ráð fyrir að Marriot-hótelið sem á að rísa við hlið Hörpunnar verði fimm hæða og allt að 30 þúsund fermetrar að stærð. Framtíðaráætlanir um rekstur Hörpu byggja ekki síst á samvinnu við hótelið þegar kemur að ráðstefnum.

Ofurfyrirsæta vann mál gegn Kaupþingi

Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson vann mál sem hún höfðaði gegn þrotabúi Kaupþings Singer & Friedlander, eftir því sem fram kemur á vefnum Financial News í dag. Þar kemur fram að fyrirtæki sem MacPherson átti og rak hafi átt lán hjá bankanum þegar hann féll árið 2008. Þá hafi Elle Macpherson sjálf átt innistæður í bankanum.

Gagnrýnir leynd yfir skýrslu um Hörpu

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þá leynd sem verið hefur yfir skýrslu sem KPMG vann að beiðni eigenda Hörpu, borgarstjórnar og ríkissjóðs, um starfsemi hússins. Kjartan segist, í samtali við Vísi, hafa óskað eftir skýrslunni þann 20. júlí síðastliðinn.

Álverð snarlækkar

Álverð hefur farið nokkuð hratt lækkandi undanfarna mánuði og stendur nú í innan við $1900/tonn. Það er um 20% lægra en það var þegar ál var hvað dýrast í byrjun mars, þegar tonnið kostaði 2353 dali og hefur lækkað um 7% frá áramótum, þegar tonnið kostaði 2020 dali.

WOW air dregur saman seglin í vetur

WOW Air mun ekki fljúga til Kaupmannahafnar í vetur. Þá mun félagið aðeins fljúga tvisvar í viku til Lundúna. Ástæðan fyrir þessu er samdráttur í ferðalögum yfir vetrarmánuðina.

Vöruskiptajöfnuður lækkar um 17 milljarða

Um 3,5 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum í júlímánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 48,6 milljörðum og innflutningur 45,1 milljarði.

Gistinóttum fjölgaði um 13%

Gistinóttum fjölgaði um 13% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 203 þúsund núna en voru tæplega 179 þúsund í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði mest á Austurlandi í júní, eða um 19% en næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða um 15%. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur gistinóttum fjölgað um tæp 21%. Þær voru 771 þúsund í ár en voru 639 þúsund á sama tímabili í fyrra.

Atvinnulífið getur lært af íslenskum rithöfundum

Ísland hefur þarf að renna fleiri stoðum undir efnahag sinn og einblína á hluti sem skila meiri framlegð heldur en þær greinar sem að mestu er byggt á nú. Í þeim efnum er vel hægt að horfa til þess hvernig rithöfundasamfélagið íslenska hefur eflst og dafnað, með mikilli vinnu og umræðu um verk höfunda.

Forstjóri Hörpu: Nauðsynlegt að horfa til langs tíma í rekstrinum

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir tekjumöguleika hússins vera mikla til framtíðar litið og efast ekki um að rekstur hússins verði betri en hann er nú innan fárra ára. Fráleitt væri að hætta rekstri hússins þegar landið væri að rísa eftir að hafa tekið ákvörðun um að reka húsið í djúpri kreppu.

Heimilisbókhald Meniga leiðandi í Evrópu

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga áætlar að heimilisfjármálahugbúnaður sinn verði aðgengilegur um fjórum milljónum manna um mitt næsta ár, þar á meðal í Suður-Afríku og Póllandi. Fyrirtækið er orðið leiðandi í Evrópu á sínu sviði segir framkvæmdastjóri.

Pétur: Harpan verður aldrei rekin án taps

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur enga trú á að Harpan verði nokkurn tíma rekin án taps. Hann minnir á að rekstrarkostnaður sé ekki eini kostnaðurinn sem hefur fallið á ríkissjóð vegna hússins því um 25 milljarðar féllu á opinbera aðila vegna byggingar hússins.

Harpan rekin með 407 milljóna halla á árinu

Ákveðið hefur verið að tónlistarhúsið Harpa verði rekin af einu félagi í eigu ríkis og borgar. Þetta er ákveðið eftir að í ljós kom að rekstrarafkoman verður neikvæð um 407 milljónir króna á árinu 2012 miðað við óbreyttar forsendur.

Hagnaður Tals næstum fjórfaldaðist

Fjarskiptafyrirtækið Tal átti góðu gengi að fagna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður þess á tímabilinu var 104 milljónir miðað við 27 milljónir á sama tíma í fyrra. Það er tæplega fjórföldun á einu ári.

Fasteignakaup jukust um 5,4% milli ára í júlí

Nokkur aukning varð á fjölda þinglýstra samninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra eða 5,4%. Veltan jókst um 12,2% milli ára.

Jóhanna: Bölsýni stjórnarandstöðu er efnahagsvandamál

"Barlómur og bölsýni stjórnarandstöðu og áhanganda þeirra í hagsmunasamtökum er efnahagsvandamál," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í grein í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni rekur Jóhanna ýmsar tölur til að sýna fram á að horfur í efnahagslífi þjóðarinnar séu allgóðar.

Veruleg aukning á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni

Veruleg aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í í Kauphöllinni í júlí en þau námu tæpum 3 milljörðum kr. eða 129 milljónum kr. á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í júlí í fyrra 1,3 milljörðum kr. eða 62 milljónum kr. á dag.

Sjá næstu 50 fréttir