BHM gerir kröfu um að öll réttindi haldi sér Magnús Halldórsson skrifar 15. ágúst 2012 11:59 Ríkissjóður er í ábyrgðum fyrir lífeyrisréttindi, en tugmilljarða halli er á sjóðunum, miðað við framtíðarskuldbindingar, eins og staða mála er nú. Bandalag háskólamanna, BHM, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun, þar sem kröfur bandalagsins eru tíundaðar, þegar kemur að lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Í tilkynningu segir meðal annars að þess sé krafist að staðið verði að fullu við núverandi lífeyrisskuldbindingar gagnvart sjóðfélögum B-deildar LSR og LSS hvort sem þeir hafa hafið töku lífeyris eða ekki. Í Fréttablaðinu í morgun, og Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, kemur fram að meðal þess sem sé í athugun, er að hækka lífeyrisaldur úr 65 í 67 ár, og almennt að jafna réttindi þeirra sem greiða í lífeyrissjóði. Í tilkynningu BHM segir enn fremur að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi lífeyrismála og þar með launa snerti veruleika framtíðarstarfsfólks hjá ríkinu, enda hefur BHM ekki verið til viðræðu um að breyta þegar áunnum og umsömdum kjörum þeirra sem nú starfa fyrir ríkið. Í tilkynningu BHM segir: „BHM krefst þess að fulltrúar fjármálaráðherra í stjórn LSR fari að lögum og samþykki nauðsynlega hækkun iðgjalds launagreiðanda í A-deild sjóðsins, þannig að sjóðurinn standi undir lífeyrisloforðum. BHM hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna um nýskipan lífeyrismála, sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt: · Staðið verði að fullu við núverandi lífeyrisskuldbindingar gagnvart sjóðfélögum B-deildar LSR og LSS hvort sem þeir hafa hafið töku lífeyris eða ekki. · Tryggt verði að lögbundin réttindi í A deild LSR haldist óbreytt, og að þeir sem eru í sjóðnum nú eigi rétt á að vera þar áfram með óbreyttum kjörum. · Sá munur sem kann að verða á núverandi kerfi og nýju lífeyriskerfi verði bættur að fullu í launum. BHM leggst gegn því að uppsöfnuðum vanda LSR verði ýtt yfir á komandi kynslóðir ríkisstarfsmanna. Mögulegar breytingar á fyrirkomulagi lífeyrismála og þar með launa snerta veruleika framtíðarstarfsfólks hjá ríkinu, enda hefur BHM ekki verið til viðræðu um að breyta þegar áunnum og umsömdum kjör þeirra sem nú starfa fyrir ríkið. Ranghermt er í umfjöllun Fréttablaðsins að samningaviðræður séu á viðkvæmu stigi, enda hefur BHM ekki verið falið umboð til samninga um lífeyrisréttindi, þótt nefnd hafi verið stofnuð til að fjalla um vanda LSR. Nefndin fundaði síðast í maí síðastliðnum og hefur alls átt 4 fundi á því rúma ári sem hún hefur starfað. Um stöðu mála í samráðsnefnd ríkisins og bandalaga opinberra starfsmanna um málefni LSR er rétt að ítreka afstöðu BHM til stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna. BHM krefst þess að fulltrúar fjármálaráðherra í stjórn LSR fari að lögum og samþykki nauðsynlega hækkun iðgjalds launagreiðanda í A-deild sjóðsins, þannig að sjóðurinn standi undir lífeyrisloforðum." Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun, þar sem kröfur bandalagsins eru tíundaðar, þegar kemur að lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Í tilkynningu segir meðal annars að þess sé krafist að staðið verði að fullu við núverandi lífeyrisskuldbindingar gagnvart sjóðfélögum B-deildar LSR og LSS hvort sem þeir hafa hafið töku lífeyris eða ekki. Í Fréttablaðinu í morgun, og Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, kemur fram að meðal þess sem sé í athugun, er að hækka lífeyrisaldur úr 65 í 67 ár, og almennt að jafna réttindi þeirra sem greiða í lífeyrissjóði. Í tilkynningu BHM segir enn fremur að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi lífeyrismála og þar með launa snerti veruleika framtíðarstarfsfólks hjá ríkinu, enda hefur BHM ekki verið til viðræðu um að breyta þegar áunnum og umsömdum kjörum þeirra sem nú starfa fyrir ríkið. Í tilkynningu BHM segir: „BHM krefst þess að fulltrúar fjármálaráðherra í stjórn LSR fari að lögum og samþykki nauðsynlega hækkun iðgjalds launagreiðanda í A-deild sjóðsins, þannig að sjóðurinn standi undir lífeyrisloforðum. BHM hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna um nýskipan lífeyrismála, sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt: · Staðið verði að fullu við núverandi lífeyrisskuldbindingar gagnvart sjóðfélögum B-deildar LSR og LSS hvort sem þeir hafa hafið töku lífeyris eða ekki. · Tryggt verði að lögbundin réttindi í A deild LSR haldist óbreytt, og að þeir sem eru í sjóðnum nú eigi rétt á að vera þar áfram með óbreyttum kjörum. · Sá munur sem kann að verða á núverandi kerfi og nýju lífeyriskerfi verði bættur að fullu í launum. BHM leggst gegn því að uppsöfnuðum vanda LSR verði ýtt yfir á komandi kynslóðir ríkisstarfsmanna. Mögulegar breytingar á fyrirkomulagi lífeyrismála og þar með launa snerta veruleika framtíðarstarfsfólks hjá ríkinu, enda hefur BHM ekki verið til viðræðu um að breyta þegar áunnum og umsömdum kjör þeirra sem nú starfa fyrir ríkið. Ranghermt er í umfjöllun Fréttablaðsins að samningaviðræður séu á viðkvæmu stigi, enda hefur BHM ekki verið falið umboð til samninga um lífeyrisréttindi, þótt nefnd hafi verið stofnuð til að fjalla um vanda LSR. Nefndin fundaði síðast í maí síðastliðnum og hefur alls átt 4 fundi á því rúma ári sem hún hefur starfað. Um stöðu mála í samráðsnefnd ríkisins og bandalaga opinberra starfsmanna um málefni LSR er rétt að ítreka afstöðu BHM til stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna. BHM krefst þess að fulltrúar fjármálaráðherra í stjórn LSR fari að lögum og samþykki nauðsynlega hækkun iðgjalds launagreiðanda í A-deild sjóðsins, þannig að sjóðurinn standi undir lífeyrisloforðum."
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira