Hafnarfjarðarbær vill funda með Landsneti vegna raflína 15. ágúst 2012 11:07 Raflínur. Myndin er úr safni. Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur frestað ákvörðun um aðalskipulagsbreytingar varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu þar sem forsendur varðandi tímasetningu framkvæmda við Suðvesturlínu hafa breyst. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins síðan í gær. Þar kemur ennfremur fram að ráðið óski eftir fundi með Landsneti um framhald málsins áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Það var árið 2008 sem Landsnet óskaði eftir að leggja línurnar, meðal annars til þess að sinna orkuþörf álversins sem er í byggingu í Helguvík. Viðræður hafa í raun staðið yfir í fjögur ár en ágreiningurinn er helst sá að sveitarfélögin vilja að línurnar verði lagðar í jörðu, Landsnet mótmælir því og heldur því fram að slíkt sé of dýrt. Málið hefur haft mikil pólitísk áhrif í Vogum en þar varð uppi fótur og fit á síðasta ári. Þá sprakk meirihlutinn vegna ágreinings um það hvort leggja ætti línuna í jörð eða ekki. Stefna núverandi meirihluta er einmitt að leggja línur í jörðina. Í fundargerð Skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar segir að ráðinu hafi borist póstur frá lögfræðingi umhverfisráðuneytisins í síðustu viku, þar var farið fram á að bærinn tæki endanlega afstöðu til skipulagsins eða drægi það til baka. Í fundargerðinni segir ennfremur að aðalskipulagsbreyting hafi verið samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í október árið 2010. En síðan var umhverfisráðuneytið beðið um að fresta afgreiðslu málsins þar sem óljóst var hvort framkvæmdir Landsnets yrðu eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Árið síðar taldi Skipulags- og byggingarráð réttast að samningar við Landsnet yrðu skoðaðir heildstætt, meðal annars vegna línustæða, áður en afstaða væri tekin til beiðni Landsnets um frekari framkvæmdir. Því er ljóst að enn frekari bið verður á framkvæmdum sem Landsnet hefur beðið í fjögur ár eftir að leggjast í. Talið er að lagning línanna taki um tvö ár verði framkvæmdir samþykktar. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur frestað ákvörðun um aðalskipulagsbreytingar varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu þar sem forsendur varðandi tímasetningu framkvæmda við Suðvesturlínu hafa breyst. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins síðan í gær. Þar kemur ennfremur fram að ráðið óski eftir fundi með Landsneti um framhald málsins áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Það var árið 2008 sem Landsnet óskaði eftir að leggja línurnar, meðal annars til þess að sinna orkuþörf álversins sem er í byggingu í Helguvík. Viðræður hafa í raun staðið yfir í fjögur ár en ágreiningurinn er helst sá að sveitarfélögin vilja að línurnar verði lagðar í jörðu, Landsnet mótmælir því og heldur því fram að slíkt sé of dýrt. Málið hefur haft mikil pólitísk áhrif í Vogum en þar varð uppi fótur og fit á síðasta ári. Þá sprakk meirihlutinn vegna ágreinings um það hvort leggja ætti línuna í jörð eða ekki. Stefna núverandi meirihluta er einmitt að leggja línur í jörðina. Í fundargerð Skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar segir að ráðinu hafi borist póstur frá lögfræðingi umhverfisráðuneytisins í síðustu viku, þar var farið fram á að bærinn tæki endanlega afstöðu til skipulagsins eða drægi það til baka. Í fundargerðinni segir ennfremur að aðalskipulagsbreyting hafi verið samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í október árið 2010. En síðan var umhverfisráðuneytið beðið um að fresta afgreiðslu málsins þar sem óljóst var hvort framkvæmdir Landsnets yrðu eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Árið síðar taldi Skipulags- og byggingarráð réttast að samningar við Landsnet yrðu skoðaðir heildstætt, meðal annars vegna línustæða, áður en afstaða væri tekin til beiðni Landsnets um frekari framkvæmdir. Því er ljóst að enn frekari bið verður á framkvæmdum sem Landsnet hefur beðið í fjögur ár eftir að leggjast í. Talið er að lagning línanna taki um tvö ár verði framkvæmdir samþykktar.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira