Vegir eru hrörlegir vegna bágrar stöðu ríkissjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2012 22:28 Vegur. Vegir landsins eru margir hverjir orðnir hrörlegir vegna lítils viðhalds að mati vegamálastjóra. Sérstaklega er vegurinn austan Selfoss lélegur. Ástæðan er forgangsröðun í viðhaldi vegna lélegrar stöðu ríkissjóðs. Fórnarlömb bágrar stöðu ríkissjóðs eru nokkur. Um það er ekki deilt. Heilbrigðiskerfið er eitt þeirra og vegakerfið annað. Morgunblaðið sló því í uppá forsíðu í dag að komið væri að þolmörkum í vegakerfinu. En hversu slæm er staðan? Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er vegurinn fyrir austan Selfoss er orðinn bældur og skældur. Þá eru ókláraðir malarspottar víða. „Við getum tiltekið nokkra vegi, t.d. Suðurlandsveg fyrir austan Selfoss. Við getum tekið vegi á Norðurlandi og Norðausturlandi líka. Svo það eru svona ákveðnir kaflar. Það er ekki eins og landið allt sé að fara í handaskolum heldur eru þetta ákveðnir kaflar á kerfinu," segir hann. Það eru hins vegar kaflar þar sem umferð er mikil, eins og austan við Selfoss. Þá mér nefna vegi að vinsælum ferðamannastöðum eins og Einholtsveg, Þingskálaveg og Þórsmerkurveg. Á Vegagerðina er niðurskurðarkrafa í fjárlögum næsta árs, en hún mun ekki birtast í viðhaldi á vegum og framkvæmdum. Því Alþingi ákvað að gefa í sl. vor og auka viðhald á vegum. „Þannig að ástandið mun batna, bæði í viðhaldi, þjónustu og einhverjum nýframkvæmdum á næsta ári," segir Hreinn. Þrátt fyrir stöðu ríkissjóðs ákvað löggjafinn í vor að lána 9 milljarða fyrir Vaðlaheiðargöngum, en framkvæmdir þar hófust í dag eins og við sögðum ykkur frá hér áðan.Hvað finnst þér um að ríkisstjórnin ætli að lána 8,7 milljarða til að byggja ein göng fyrir norðan á sama tíma og mikilvægum stofnbrautum er ekki haldið við? spyr fréttamaður. „Ég á mjög erfitt með að bera þetta saman. Þetta er alveg gerólíkt. Annars vegar eru teknar ákvarðanir varðandi hið almenna vegakerfi, og ekki greiddar með lánum heldur af mörkuðum tekjustofnum umferðar. Vaðlaheiðargöngin eru allt annað dæmi og engar forsendur til að færa þarna fé á milli úr Vaðlaheiðargöngum í viðhald og þjónustu. En auðvitað er líklega öllum ljóst að viðhald veganna er yfirleitt mun mikilvægara en einstakar framkvæmdir," segir Hreinn. Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Vegir landsins eru margir hverjir orðnir hrörlegir vegna lítils viðhalds að mati vegamálastjóra. Sérstaklega er vegurinn austan Selfoss lélegur. Ástæðan er forgangsröðun í viðhaldi vegna lélegrar stöðu ríkissjóðs. Fórnarlömb bágrar stöðu ríkissjóðs eru nokkur. Um það er ekki deilt. Heilbrigðiskerfið er eitt þeirra og vegakerfið annað. Morgunblaðið sló því í uppá forsíðu í dag að komið væri að þolmörkum í vegakerfinu. En hversu slæm er staðan? Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er vegurinn fyrir austan Selfoss er orðinn bældur og skældur. Þá eru ókláraðir malarspottar víða. „Við getum tiltekið nokkra vegi, t.d. Suðurlandsveg fyrir austan Selfoss. Við getum tekið vegi á Norðurlandi og Norðausturlandi líka. Svo það eru svona ákveðnir kaflar. Það er ekki eins og landið allt sé að fara í handaskolum heldur eru þetta ákveðnir kaflar á kerfinu," segir hann. Það eru hins vegar kaflar þar sem umferð er mikil, eins og austan við Selfoss. Þá mér nefna vegi að vinsælum ferðamannastöðum eins og Einholtsveg, Þingskálaveg og Þórsmerkurveg. Á Vegagerðina er niðurskurðarkrafa í fjárlögum næsta árs, en hún mun ekki birtast í viðhaldi á vegum og framkvæmdum. Því Alþingi ákvað að gefa í sl. vor og auka viðhald á vegum. „Þannig að ástandið mun batna, bæði í viðhaldi, þjónustu og einhverjum nýframkvæmdum á næsta ári," segir Hreinn. Þrátt fyrir stöðu ríkissjóðs ákvað löggjafinn í vor að lána 9 milljarða fyrir Vaðlaheiðargöngum, en framkvæmdir þar hófust í dag eins og við sögðum ykkur frá hér áðan.Hvað finnst þér um að ríkisstjórnin ætli að lána 8,7 milljarða til að byggja ein göng fyrir norðan á sama tíma og mikilvægum stofnbrautum er ekki haldið við? spyr fréttamaður. „Ég á mjög erfitt með að bera þetta saman. Þetta er alveg gerólíkt. Annars vegar eru teknar ákvarðanir varðandi hið almenna vegakerfi, og ekki greiddar með lánum heldur af mörkuðum tekjustofnum umferðar. Vaðlaheiðargöngin eru allt annað dæmi og engar forsendur til að færa þarna fé á milli úr Vaðlaheiðargöngum í viðhald og þjónustu. En auðvitað er líklega öllum ljóst að viðhald veganna er yfirleitt mun mikilvægara en einstakar framkvæmdir," segir Hreinn.
Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur