Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þá leynd sem verið hefur yfir skýrslu sem KPMG vann að beiðni eigenda Hörpu, borgarstjórnar og ríkissjóðs, um starfsemi hússins. Kjartan segist, í samtali við Vísi, hafa óskað eftir skýrslunni þann 20. júlí síðastliðinn.
Kjartan segist á vefsíðu sinni hafa fengið svar þann 26. júlí þar sem fram kemur að stjórn Austurhafnar - TR sjái sér ekki fært að svo stöddu að senda sér umrædda skýrslu. „Ég óttaðist að þeir myndu afhenda mér skýrsluna en áskilja sér trúnað. Sem ég hefði reyndar átt erfitt með að sætta mig við, en þeir gerðu það ekki einu sinni. Þeir neituðu alveg að láta mig hafa skýrsluna," segir hann í samtali við Vísi. Þetta sé með ólíkindum enda beri kjörnir aðilar ábyrgð á húsinu.
Fréttablaðið hefur skýrslu KPMG undir höndum. Í blaðinu í dag kemur fram að stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna notkunar hússins hækki úr 170 milljónum í 341.
Gagnrýnir leynd yfir skýrslu um Hörpu
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Verðbólgan hjaðnar þvert á spár
Viðskipti innlent

Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna
Viðskipti innlent

Óvænt en breytir þó ekki spám
Viðskipti innlent

Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús
Viðskipti innlent

Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum
Viðskipti innlent

„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“
Viðskipti innlent

Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar
Viðskipti innlent

Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana
Viðskipti innlent

Ráðin markaðsstjóri Prís
Viðskipti innlent