Fleiri fréttir

Afgangur af vöruskiptum hrundi í maí

Afgangur af vöruskiptum landsins hrundi í maí s.l. Afgangurinn nam aðeins 200 milljónum króna en í maí í fyrra nam hann 6,8 milljörðum króna. Frá hruni hefur afgangur af vöruskiptum ætíð mælst í milljörðum en ekki milljónum í hverjum mánuði.

Valitor vísitalan hækkaði um 5,2% milli ára í maí

Valitor vísitalan hækkaði um 5,2% í maí s.l. samanborið við maí í fyrra. Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

91 samningi þinglýst á viku

Alls var 91 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á milli 25. og 31. maí. Á vef Þjóðskrár segir að 65 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, 23 um sérbýli og þrír um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði.

Lagaleg umgjörð endurskoðunar óljós

Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag.

Lykilstjórnendur fá hundruð milljóna í vasann

Lykilstjórnendur Eimskipafélagsins fá kauprétt að hlut í félaginu sem nemur þremur og hálfu prósenti af heildarhlutafé félagsins. Virði þess hlutar hleypur a.m.k. á hundruðum milljóna króna, en til stendur að skrá félagið á markað síðar á þessu ári.

Umboðsmaður skuldara myndi fagna breytingum sem hraða málum

"Að sjálfsögðu vildi ég sjálf að þetta gengi hraðar fyrir sig," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara um verkefni embættisins. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir ákveðnum vonbrigðum með hægagang hjá umboðsmanni skuldara á Alþingi í dag og taldi fulla ástæðu til að kanna hvort mætti endurskoða starfsemi embættisins.

Friðfinnur Ragnar neitar sök í innherjamáli

Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, lýsti yfir sakleysi sínu í dag, þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Friðfinnur er ákærður fyrir innherjasvik, en honum er gefið að sök í ákæru að hafa selt hlutabréf sín í Glitni fyrir um 20 milljónir, er hann vissi um að bága stöðu bankans.

ÍLS býður upp á óverðtryggð lán síðsumars

Íbúðalánasjóður hyggst hefja lánveitingar á óverðtryggðum lánum í lok sumars, en endanleg útfærsla á þeim lánum liggur ekki fyrir. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk þurfi að vera meðvitað um að óverðtryggð geti reynst þung í skauti fyrir þá sem hafa spennt bogann hátt.

Skúli: Bensínlækkunin skref í rétta átt

Íslensk olíufélög hafa lækkað verð á bensínu um allt að 5 krónur síðan fyrir helgi. "Það er skref í rétta átt, en þetta brúar engan veginn það bil sem ég var að tala um," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, sem hefur bent á að álagning íslenskra olíufélaga sé allt að tvöfalt hærri en þekkist á norðurlöndunum.

Endurskipulagning hjá Fasteign, leiga lækkar um 50%

Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. hefur samþykkt samkomulag milli félagsins og kröfuhafa þess er varðar fjárhagslega endurskipulagningu. Leigugreiðslur munu lækka um allt að 50% fyrstu árin eftir Þessa endurskipulagningu.

Iceland Express á réttum tíma

Allar ferðir Iceland Express voru á réttum tíma í fyrri hluta maímánaðar. Seinni tvær vikurnar voru allar brottfarir á tíma og aðeins einni komu seinkaði, eftir því sem fram kemur á vef Túrista.

SUS vill að ríkið selji Landsvirkjun

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) vill að ríkið selji Landsvirkjun og hætti ekki frekari skattpeningum í áhættusamar fjárfestingar í orkugeiranum.

Kýpur í miklum efnahagsvanda

Kýpur er í miklum efnahagsvanda og færist nær því að þiggja hjálp úr björungarsjóðum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að því er greint var á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Samningaviðræður um dýrasta hótel landsins langt komnar

Samningaviðræður við forsvarsmenn svissnesks fjárfestingafélags um byggingu hótelbyggingar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu eru langt komnar, en Marriot-hótelið sem rísa mun á svæðinu, verður langdýrasta hótel landsins.

Skúli og Baldur ætla að þjóna farþegum

Tveir helstu stjórnendur WOW Air, Skúli Mogensen stjórnarformaður og Baldur Oddur Baldursson forstjóri, þjónuðu flugfarþegum í jómfrúarflugi félagsins til Parísar á fimmtudagsmorgun.

Vafi á fordæmisgildi gengislánadóms Hæstaréttar eykst

Héraðsdómur Vesturlands komst 22. maí síðastliðinn að þeirri niðurstöðu að Arion banka hefði verið heimilt að endurreikna gengislán aftur í tímann samkvæmt vöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að fullnaðarkvittanir hafi legið fyrir vegna afborgana.

Kannast ekki við íhlutun ESB

Efnahags- og viðskiptaráðuneyti kannast ekki við að ESB hafi blandað sér með beinum hætti "með fjármunum og þátttöku sendiherra og sendiráðs“ í umræður um áhrif ESB-aðildar í hans málaflokkum.

19 milljónir í ESB umfjöllun

EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga.

Hættir milligöngu um meðlagsgreiðslur

Tryggingastofnun ríkisins mun ekki lengur hafa milligöngu um greiðslu meðlags til einstaklinga sem eru búsettir í öðrum EES-ríkjum. Í frétt á vef Tryggingastofnunar segir að um 45 einstaklinga sé að ræða.

Undrandi á að ullin sé send út til Kína

Þórir N. Kjartansson fráfarandi framkvæmdastjóri Víkurprjóns er undrandi á því að íslensk ull sé send til útlanda til framleiðslu á lopapeysum. „Það er ekki vöntun á handprjónuðum lopapeysum á Íslandi,“ segir Þórir. Þórir telur að gróðavon og græðgi stjórni því að menn flytji ullina til útlanda til framleiðslu:

Allir vildu hækka vexti

Samhljómur var í peningastefnunefnd Seðlabankans um að myndarleg hækkun vaxta væri nauðsynleg við síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar þann 16. maí. Einn nefndarmaður vildi hækka vexti um 0,75 prósentur en fjórir um 0,5 prósentur. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar vegna vaxtaákvörðunarinnar. Í fundargerðinni kemur einnig fram að versnandi verðbólguhorfur voru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Hækkun myndi styðja við gengi krónunnar og stemma stigu við verðbólguþrýstingi frá vinnumarkaði.- mþl

Ábyrgur vegna skuldar - ekki kynnt greiðslumat

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fasteignarveðsetning ábyrgðarmanns vegna skuldar fyrrverandi tengdarsonar síns væri ekki ógild þrátt fyrir að ábyrgðarmanninum hefði ekki verið kynnt greiðslumat á skuldara.

Hiti á alþingi vegna kvótamálsins

Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnarliða um forkastanleg vinnubrögð í kvótamálinu á alþingi í morgun. Önnur umræða um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum hófst í dag þrátt fyrir mótmæli framsóknar- og sjálfstæðismanna. Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi frumvarp um breytingar á veiðgjöldum úr nefnd á þriðjudag. Önnur umræða um málið hófst svo á þriðja tímanum í dag.

Jarðgangaframkvæmdum verði flýtt í krafti veiðigjalda

Miðað við samgönguáætlun sem nú er til afgreiðslu á Alþingi verður framkvæmdum við Norðfjarðargöng flýtt um eitt og hálft ár og Dýrafjarðargöngum um tvö og hálft ár. Þetta verður mögulegt þar sem hluta sérstaks veiðigjalds verður varið til samgöngumála, nánar tiltekið 2,5 milljörðum króna á ári allt fram til ársins 2022.

"Mótum framtíðina" - Kauphöllin opnar nýja vefsíðu

Kauphöllin (NASDAQ OMX Iceland) hefur opnað nýja vefsíðu á bæði íslensku og ensku. Vefsíðan eru hluti af átakinu "Mótum framtíðina" en hún er ætluð sem upplýsingasíða fyrir innlenda sem erlenda fjárfesta, fyrirtæki og áhugafólk um íslenska markaðinn.

Viðskiptajöfnuður neikvæður um 43,1 milljarð

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 43,1 ma.kr. á ársfjórðungnum samanborið við 46,7 ma.kr. fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 18,5 ma.kr. en 5,1 ma.kr. halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 56,5 ma.kr.

Reginn ætlar sér að vaxa hratt

Fasteignafélagið Reginn, sem er að fullu í eigu Landsbankans, verður skráð á hlutabréfamarkað um miðjan júní. Um er að ræða aðra nýskráningu félags frá bankahruni og fyrsta fasteignafélagið sem fer aftur á markað. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, sagði Þórði Snæ Júlíussyni frá miklum vaxtarmöguleikum, samkeppni og slæmum fjárfestingum í geiranum fyrir bankahrun.

Svigrúm til lækkunar eldsneytisverðs

Talsmenn íslensku olíufélaganna segja að félögin hafi verið búin að lækka álagningu niður úr öllu valdi áður en heimsmarkaðsverðið fór að lækka í dag, þannig að það sé ekki fyrr en upp úr þessu að svigrúm skapist til lækkunar hér á landi.

Óttar Pálsson: "Óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið“

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar fyrir endurskoðendur hafa í vegamiklum atriðum ekki verið innleiddir í íslensk lög, og það er vægt til orða tekið óheppilegt. Þetta kom fram í erindi Óttars Pálssonar hæstaréttarlögmanns á fundi í höfuðstöðvum Price Waterhouse Coopers í morgun.

Húsleit Seðlabanka ekki ólögmæt

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Samherja og tengdra félaga um að húsleit og haldlagning Seðlabankans á gögnum á tveimur starfsstöðvum samstæðunnar yrðu dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum yrði gert að skila öllum haldlögðum og afrituðum gögnum.

Búið að borga um helming af Icesave

Þrotabú Landsbankans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur, sem nema 1.323 milljörðum króna. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var í gærmorgun. Þar kynnti slitastjórn bankans kröfuhöfum stöðu eignasafns hans í lok fyrsta ársfjórðungs 2012. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Í kynningunni kom einnig fram að raunaukning á virði eigna búsins hafi verið tæpir 77 milljarðar króna frá lokum árs 2011. Sé veiking krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims tekin með í reikninginn nemur aukningin á þessu þriggja mánaða tímabili 117 milljörðum króna.

Landsbankinn var á móti kaupum bræðranna

Hópur hluthafa Í Bakkavör Group var á móti því að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir myndu fá að kaupa allt að 25 prósenta hlut í félaginu í gegnum hlutafjáraukningu fyrir um fjóra milljarða króna. Kaupverðið er töluvert undir matsvirði Bakkavarar Group, en hlutafé félagsins er talið 20-40 milljarða króna virði. Á móti myndi hlutur annarra hluthafa þynnast út.

Myndi kosta hundruð milljarða

Tíu prósenta niðurfærsla allra húsnæðislána myndi kosta 124 milljarða króna og 25 prósenta niðurfærsla kostaði 310 milljarða. Stærstur hluti kostnaðarins myndi falla á Íbúðalánasjóð, eða 67 til 167 milljarðar eftir atvikum. Þá myndu innlánsstofnanir bera 40 til 99 milljarða kostnað og lífeyrissjóðirnir 18 til 44 milljarða.

Slagurinn um stjórn fiskveiða enn eftir

Frumvarp til heildarlaga um stjórn fiskveiða verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd Alþingis í dag. Það hefur fallið nokkuð í skuggann af umræðunni um veiðigjaldafrumvarpið, en útlit er fyrir að engu minni ágreiningur verði að þessu sinni. „Ef ósætti er um veiðigjaldafrumvarpið, þá er enn meira ósætti um þetta stóra frumvarp,“ segir Einar K,. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í atvinnuveganefnd.

Góður ársfjórðungur hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki hagnaðist um 5,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaður bankans 3,6 milljarðar á sama ársfjórðungi síðasta árs en alls hagnaðist bankinn um 29,4 milljarða í fyrra. Rekstrarniðurstaða bankans verður að teljast góð í ljósi helstu arðsemishlutfalla. Var arðsemi eigin fjár á ársfjórðungnum þannig 17,7 prósent og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi 15,1 prósent. Sömu hlutföll voru hvor tveggja 11,0 prósent á síðasta ári. Sérstaka athygli vekur að þóknanatekjur bankans jukust um 23 prósent miðað við sama fjórðung í fyrra en þóknanatekjur hafa verið hlutfallslega litlar hjá bönkunum frá bankahruni.

Sjá næstu 50 fréttir