Viðskipti innlent

Viðskiptablaðið selt til Mylluseturs

Nýtt útgáfufélag, Myllusetur ehf, hefur keypt Viðskiptablaðið og hyggst gefa það út sem vikublað. Þetta kemur fram á Eyjunni í kvöld. Skráður eigandi Myllyseturs er Haraldur Johannessen, ritstjóri blaðsins en Eyjan segir að athafnamaðurinn Róbert Wessman sé á meðal eigenda. Viðskiptablaðið var í eigu dótturfélags Exista.

Fiskifréttir munu einnig halda áfram að koma út auk þess sem netmiðlarnir vb.is og skip.is verða einnig starfræktir.

Þá segir að Haraldur Johannessen verði áfram ritstjóri blaðsins.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×