Fleiri fréttir

Krónan veiktist hastarlega eftir hádegið

Gengi krónunnar hefur fallið um 2,17prósent eftir nokkuð óbreytta stöðu í morgun. Vísitalan stendur í 156 stigum, sem er svipað ról og hún var á í byrjun mánaðar.

Færeysku bankarnir lækka mest

Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,22% í dag Mest hefur gengið í færeyska Eik bankanum lækkað um 8,61% og Føroya Banka 4,83%.

Bakkavör hækkar í litlum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,82 prósent í upphafi viðskiptadagsins hér í dag. Þá hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkað um 0,07 prósent. Engin breyting er á gengi annarra félaga.

Actavis fyrst á markað með krabbameinslyf

Actavis hefur sett krabbameinslyfið Bicalutamid á markaði í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Bicalutamid frá Actavis er fyrsta samheitalyf lyfsins sem fáanlegt er á þessum þremur mörkuðum.

Raunverð fasteigna hefur lækkað um 8,5%

Fasteignir hafa lækkað um hátt í átta og hálft prósent að raunvirði, þegar litið er eitt ár aftur í tímann, að mati greiningardeildar Kaupþings.

Hvetur fólk til að halda sér fast í efnahagsöldunni

Björgólfur Guðmundsson bað landsmenn að halda sér fast meðan efnahagsaldan skylli á okkur. Þetta sagði hann í ávarpi af tilefni af opnun Gestastofu Tónlistar og ráðstefnuhúss þar sem gestum gefst færi á að virða fyrir sér byggingu þessa risamannvirkis.

Íbúðaverð lækkar á milli mánaða

Vísitala íbúðaverðs lækkaði í júní um 0,1% milli mánaða. Í Hálf-fimm fréttum Kaupþings segir að þessi lækkun komi í kjölfar hækkunar um hálft prósent í síðasta mánuði en þriggja mánaða breytingin mælist nú neikvæð um 1,2%.

Krónan veiktist síðdegis

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,37 prósent í dag. Það sveiflaðist nokkuð yfir daginn, styrktist fram yfir hádegi en tók þá að veikjast aftur lítillega.

Enn lækkar Bakkavör

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 4,62 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Það stendurnú í 24,8 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í janúar árið 2005. Þá féll gengi bréfa í Existu, sem Bakkavör er stærsti hluthafinn í, um 2 prósent.

Samdráttur í smásöluverslun í júní

Velta í dagvöruverslun minnkaði um 2,2% í júní síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Á breytilegu verðlagi jókst velta í dagvöruverslun hins vegar um 13,5% á milli ára. Verð á dagvöru hækkaði um 16,1% á einu ári, frá júní í fyrra til júní á þessu ári. Á milli mánaðanna maí og júní minnkaði velta dagvöruverslana um 3,4% á föstu verðlagi og um 2,6% á breytilegu verðlagi.

Eignir lífeyrissjóðanna rýrna að raunvirði

Aukning á hreinni eign lífeyrissjóða hélt ekki í við verðbólgu á tímabilinu frá maílokum 2007 til sama tíma á þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

Exista leiðir lækkunarlestina

Gengi hlutabréfa í Existu féll um tvö prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er jafnframt mesta lækkun dagsins. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag.

Krónan veikist í byrjun dags

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,45 prósent í morgun en styrktist fljótlega og stendur nú nándar óbreytt frá í gær. Vísitala hennar stendur í 152,2 stigum. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu daga og stóð við 151,8 stigin í gær en það hefur ekki farið undir 150 stigin síðan seint í maí.

Talsverð lækkun á evrópskum mörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi á markaði í Svíþjóð hafa lækkað um 2,12 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun. Aðrir eignir íslenskra félaga hafa sömuleiðis lækkað. Þetta er í takt við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.

Krónan styrkist áfram

Krónan hefur styrkst nær samfellt síðan 24. júní þegar hún náði sínu lægsta sögulega gildi í kringum 170 stigin. Í dag styrktist krónan um 1,21% og stendur gengisvísitalan í rúmum 152 stigum, evran stendur í 118,8 og dollar í 75,5. Það sem vekur kannski nokkra furðu er að þessi styrking skuli eiga sér stað á sama tíma og þróun á hlutabréfamörkuðum hérlendis og erlendis hefur verið neikvæð sem allajafna veikir krónuna.

Century Aluminum hækkar eftir fall í gær

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um rúm 8,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengið féll um rúm fimmtán prósent í gær eftir að félagið innleysti framvirka samninga á áli og greiddi fyrir 130 milljarða íslenskra króna. Þá stefnir það á hlutafjárútboð.

Saga Capital styrkir Jökulsárhlaup

Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur ákveðið að styrkja Jökulsárhlaup, víðavangshlaup um eitt fallegasta svæði landsins og hvetja þannig til íþróttaiðkunar og útivistar ásamt því að kynna þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.

Ekki lengur Ásgeir í Tölvulistanum

Ásgeir Bjarnason gjarnan kenndur við Tölvulistann segist ætla að lækka forgjöfina í sumar og hefur ekki ákveðið hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. Líkt og Markaðurinn greindi frá í morgun seldi Ásgeir Tölvulistann til fyrirtækisins IOD. Ásgeir ætlar að taka því rólega í góða veðrinu.

Jón Tetzchner gaf fjölskyldunni hálfan milljarð

„Ég á stóra og fína fjölskyldu sem mér þykir vænt um,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software. Jón gaf fyrir nokkru nánustu ættingjum sínum hér heima og í Noregi hlutabréf í fyrirtækinu fyrir jafnvirði 463 milljóna íslenskra króna.

Yfir 340 milljarðar kr. inn á Kaupþing Edge

Samkvæmt vefsíðunni e24.no er fjöldi sparifjáreigenda hjá Kaupþing Edge í Evrópu nú um 160.000 talsins. Heildarinnlán þeirra nemi 23 milljörðum nkr, eða sem svarar til rúmlega 340 milljarða kr.

Bakkavör og Exista hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör og Existu hækkaði mest í byrjun dags og skiptu félögin hratt um efsta sæti á fyrstu mínutum viðskiptadagsins. Bakkavör hækkaði um 2,71 prósent og Exista um 2,04 prósent.

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,5 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun eftir 0,7 prósenta veikingu í gær. Gengisvísitalan stendur nú í 153,1 stigi. Vísitalan hefur ekki farið undir 150 stigin síðan í enda maí.

Mikil hækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um þrjú prósent í dag. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað talsvert á evrópskum hlutabréfamörkuðum, þó mest á þeim norrænum. Þá hefur gengi bréfa í Storebrand, sem Kaupþing og Exista eiga tæp 30 prósent í, hækkað um 2,5 prósent á sama tíma og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo hefur hækkað um 1,98 prósent.

Ekkert gufubað við Laugarvatn næstu ár

Heilsulind Gufu ehf. við Laugarvatn verður líklega tilbúin 2010. Aðstaða við gamla baðið rifin í fyrra. Deilur um Gjábakkaveg töfðu. Óánægja er meðal heimamanna með frágang á svæðinu. Byggingarfélag námsmanna er hlut

Dráttarvextir í 17 ára hámarki

Nú í byrjun mánaðar hækkuðu dráttarvextir í 26,5% en fram til þess höfðu þeir verið 25% í um eitt og hálft ár samfleytt. Leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna hærri dráttarvexti en nú eru. Í nóvembermánuði árið 1991 fóru vextirnir í 27% en voru 30% í október sama ár.

Century Aluminum fellur um 15,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum féll um 15,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið tilkynnti í dag að það ætli að greiða jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna til að losna undan framvirkum samningum á áli. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 18,7 prósent frá áramótum og er það mesta hækkun ársins. Aðeins bréf Alfesca hefur hækkað á sama tíma, eða um 1,3 prósent.

„Við munum gera færri hluti en gera þá betur“

Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr hluthafi og nýkjörin stjórnarformaður Geysis Green Energy, segir stefnuna setta á Bandaríkjamarkað, Kína og Þýskaland á næstunni. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa komið til sín um mögulega aðkomu að fyrirtækinu og talar vel um Wolfensohn fjárfestingarfélagið sem eignaðist einnig hlut í félaginu í dag. Þar segir hann mestu skipta að þetta séu „góðir náungar“.

Blásum í seglin í kreppunni

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir mikið fagnaðarefni að fá nýja hluthafa inn í félagið. Félagið kynnti í hádeginu þá Ólaf Jóhann Ólafsson og bandaríksa fjárfestingafélagið Wolfensohn Company sem nýja hluthafa. Hlutafé félagsins verður aukið um fimm milljarða.

Gengi Existu komið undir sjö krónur

Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,9 prósent frá því viðskipti hófust á markaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Stærstu eignir félagsins, Bakkavör og finnska fjármálafyrirtækið Sampo, hafa sömuleiðis lækkað í dag.

Ólafur Jóhann líklega kjörinn stjórnarformaður GGE

Ólafur Jóhann Ólafsson verður væntanlega kosinn stjórnarformaður í Geysir Green Energy í dag. GGE hefur boðað til hluthafafundar vegna breytinga á stjórn félagsins og innkomu nýrra hluthafa og verður fundurinn á Suðurnesjum í hádeginu.

Gengið veikist aftur

Gengi krónunnar hefur veikst í morgun frá opnun markaðarins. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,65% og gengið veikst sem því nemur.

Líkir Landsbankanum við tyrkneskan banka

Bankastjóri Rabobank, stærsta banka Hollands, réðst harkalega á innkomu Landsbankans á hollenskan markað í viðtali í hollenska ríkissjónvarpinu. Líkti hann Landsbankanum við Tyrkneskan banka og sagði áreiðanleika hans engan.

Áhyggjur af endurbótum á Íbúðalánasjóði

Óvissa er mikil í efnahagsmálum að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kemur í kjölfar tveggja vikna úttektar hennar á íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Álið toppar daginn

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 7,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdu Glitnir, sem hækkaði um 1,96 prósent og Landsbankinn, sem fór upp um 1,75 prósent.

Evran undir 120 krónurnar

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,37 prósent það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 153,1 stigi. Gengi evrunnar stendur nú í 119,3 krónum og hefur það ekki verið lægra síðan snemma í síðasta mánuði.

Deyfð í kauphöllinni í morgun

Mikil deyfð ríkti í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur nær ekkert hreyfst frá opnun. Hún hefur hækkað um 0,03% og stendur í 4.297 stigum.

Evran að komast niður í 120 krónur

Evran er á leiðinni niður í 120 krónur en það hefur ekki gerst síðan 9. júní s.l. Gengið heldurt áfram að styrkjast í morgun eftir góða síðustu viku.

Marel opnar í Slóvakíu

Marel Food Systems hefur opnað nýtt 9,500 fermetra framleiðsluhúsnæði í Nitra, Slóvakíu, sem styrkir verulega framleiðslugetu fyrirtækisins. Nú þegar starfa um það bil 120 manns á vegum Marel Food Systems í Nitra en gert er ráð fyrir að starfsmönnum fjölgi í 300 þegar framleiðslan nær hámarki.

Sjá næstu 50 fréttir