Viðskipti innlent

Actavis fyrst á markað með krabbameinslyf

Actavis hefur sett krabbameinslyfið Bicalutamid á markaði í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Bicalutamid frá Actavis er fyrsta samheitalyf lyfsins sem fáanlegt er á þessum þremur mörkuðum.

Bicalutamid er samheitalyf Casodex® frá frumlyfjafyrirtækinu AstraZeneca. Það er notað við meðhöndlun krabbameins í blöðruhálskirtli. Samheitalyfið frá Actavis var sett á markað daginn sem einkaleyfi frumlyfsins rann út, 8. júlí í Bretlandi og þann 9. í Þýskalandi og Frakklandi.

Samheitalyfið Bicalutamid frá Actavis kom á markað á Íslandi í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×