Fleiri fréttir

Akranes á 3G þjónustusvæði Símans

Akranes hefur bæst í hóp þeirra staða sem skilgreindir sem 3G þjónustusvæði Símans. Þetta felur það í sér að viðskiptavinum Símans stendur til boða ný og skemmtileg þjónusta eins og Myndsímtal, Sjónvarp í símann, Netið í símann ásamt því að geta komist í háhraðanetsamband í fartölvu eins og segir í tilkynningu Símans.

Glitnir leiðir hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Glitni hefur hækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Landsbankinn fylgir fast á eftir en gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um 0,66 prósent. Þá hefur Straumur hækkað um 0,62 prósent. Færeyjabanki og Icelandair hafa sömuleiðis hækkað um tæpt prósent.

Krónan styrkist í vikulokin

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,76 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í rúmum 155,3 stigum. Vísitalan stóð síðast í svipuðum skrefum um miðjan síðasta mánuð.

FL Group selur ekki hlut sinn í Northern Travel Holding

Eignarhaldsfélagið Stoðir sem áður hét FL Group hefur ekki selt hlut sinn í Northern Travel Holding eins og kom fram í Fréttablaðinu í morgun. Júlíus Þorfinnsson framkvæmdarstjóri samskiptasviðs félagsins staðfesti þetta í samtali við Vísi fyrir stundu.

DeCode tekur stökkið

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað um tæp ellefu prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Það hefur hækkað um 58 prósent á hálfum mánuði.

Gengi bréfa í Moss Bros hrynur á mánuði

Breska herrafataverslunin Moss Bros hefur ekki farið varhluta af svartsýni breskra fjárfesta og gremju hluthafa. Gengi bréfa í versluninni féll um rúm 10,7 prósent í dag, endaði í 27 pensum á hlut.

Century Aluminum skellur til jarðar

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 7,65 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta fallið. Á eftir fylgdi Teymi, sem féll um 3,5 prósent. Gengi Bakkavarar og Atorku féll sömuleiðis um rúm tvö prósent.

Þreifingar um frekari bankasamruna

Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið þreifingar á milli Icebank og Saga Capital annarsvegar og Icebank og Vbs fjárfestingarbanka hinsvegar um hugsanlega sameiningu. Nokkur umræða hefur verið um sameiningar á bankamarkaði og fyrir skömmu ákváðu Spron og Kaupþing að sameinast.

Spáir Glitni og Landsbanka samtals 20 milljarða kr. hagnaði

Greining Kaupþings hefur sent frá sér afkomuspá fyrir nokkur félög í úrvalsvísitölu kauphallarinnar á öðrum ársfjórðungi. Glitni er spáð tæplega 8,6 milljarða kr. hagnaði og Landsbankanum rúmlega 11,6 milljörðum eða samtals rétt rúmlega 20 milljörðum kr. samanlagt.

Glitnir og Byr sameinast síðar í mánuðinum

Glitnir og Byr munu sameinast í júlí en viðræður þar um hafa staðið að undanförnu. Það eina sem stendur í vegi fyrir samrunanum samkvæmt heimildum Vísis er að breyta þarf Byr í hlutafélag. Það verður gert á hluthafafundi sem boðaður verður síðar í mánuðinum.

Verðbólga verður töluverð fram á næsta ár

Helstu ástæður þess að Seðlabankinn ákveður að halda stýrivöxtum óbreyttum er sú að verðbólga jókst verulega í kjölfar gengis lækkunar krónunnar á fyrstu mánuðum ársins og er nú meiri en bankinn spáði í apríl síðastliðinn.

Segir íslenskar eigur í Danmörku geta fallið eins og dómínóspil

Danska viðskiptablaðið Börsen segir í dag að íslenskar eigur í Danmörku geti fallið eins og Dómínóspil. Í danska fjármálaheiminum bíði menn nú eftir að bankarnir loki fyrir lán til Íslendinga og setji þar með´í gang keðju af sölum á fyrirtækjum og eignum.

Rauður litur ráðandi í Kauphöllinni

Gengi Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, féll um 4,76 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði um 1,3 prósent og í Spron um 1,2 prósent.

Krónan stendur næstum í stað

Gengi krónunnar hefur lítið breyst frá í gær í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5 prósentum.

Vextirnir mjög sligandi

„Það var svo sem við þessu að búast, þó ég hefði kosið að þeir myndu lækka stýrivexti," segir Vilhjálmur Egilsson um vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5%.

Bloomberg fjallar um stýrivaxtaákvörðun SÍ

Seðlabanki Íslands mun tilkynna um stýrivexti sína nú klukkan níu í dag. Fjallað er um málið á fréttaveitunni Bloomberg og þar segir að flestir geri ráð fyrir að stýrvöxtunum verði haldið óbreyttum 15,5%.

Eimskip CTG siglir í fyrsta sinn til Ameríku með eigin skip

Í fyrra hófust tilraunasiglingar frá Nýfundnalandi í Kanada til Rússlands og Evrópu á vegum Eimskip CTG með frysta rækju og loðnu en eftirspurn eftir þessum flutningum er sérstaklega mikil á tímabilinu frá maí til október.

Króna hélst sterk út daginn

Gengi krónunnar hækkaði um 0,6 prósent á gjaldeyrismarkaði eftir sveiflukenndan dag. Mesta styrking krónunnar nam tæpum tveimur prósentum um hádegisbil.

Teymi og SPRON hækkuðu mest

Hlutabréf í Teymi og SPRON hækkuðu mest í Kauphöll Íslands í dag. Hjá báðum fyrirtækjum var hækkunin rúmlega 4,7 prósent. Bréf í Exista hækkuðu um 3,1 prósent.

Teymi hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Teymi og Spron hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöll Íslands í dag, eða um 4,7 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Existu, sem fór upp um 3,16 prósent auk Glitnis og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem bæði hækkuðu um tæpt prósent.

Starfsmönnum Spron sagt upp störfum

Nokkrum starfsmönnum Spron var sagt upp störfum í fyrradag að sögn Jónu Ann Pétursdóttir upplýsingafulltrúa bankans. Uppsagnirnar tengjast ekki sameiningu bankans við Kaupþing sem tilkynnt var um í gær. Ekki er von á fleiri uppsögnum á næstunni. „Maður á samt aldrei að segja aldrei.“

Gott að ekki komi til uppsagna með samruna

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir sérstaklega ánægjulegt að ekki komi til uppsagna hjá SPRON og Kaupþingi í tengslum við samruna bankanna sem kynntur var í gær. Hann segist ekki eiga von á frekari samþjöppun á bankamarkaði.

Gengi SPRON siglir upp

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,61% í morgun. Mest hækkuðu bréf í SPRON hf., eða um 8,15%, bréf í Teymi hf. hækkuðu um 5,24% og bréf í Exista hf. hækkuðu um 2,44%. Bréf í Atorku Group hf. lækkuðu um 5,08%, Føroya Banki lækkaði um 1,00% og Össur hf. lækkaði um 0,32%.

Encode úr Decode

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Þór Sigþórsson, forstjóri Encode - Íslenskra lyfjarannsókna, kaupi fyrirtækið af Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Decode.

Flestir hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Existu hefur hækkað næstmest í dag, eða um 3,45 prósent. Á eftir fylgir Bakkavör, sem hefur hækkað um 1,78 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Glitni hækkað um 1,34 prósent og í Landabankanum um 1,09 prósent.

SPRON rýkur upp - úr lægsta gengi

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi fór í 3,12 krónur á hlut í gær og hafði aldrei verið lægra.

Krónan styrkist í byrjun dags

Krónan hefur styrkst jafnt og þétt frá upphafi gjaldeyrisviðskipta í dag og nemur hækkun hennar nú tæpum 0,8 prósentum. Krónan veiktist jafn mikið í gær.

Bankahólfið: Íþróttaálfur mærir forsetann

Forseti Íslands fær heldur betur hlýjar kveðjur frá íþróttaálfinum sjálfum í Latabæ, Magnúsi Scheving, í nýjasta Útherja, fréttablaði Útflutningsráðs Íslands.

Marel reisir grunnbúðir í Slóvakíu

Marel Food Systems opnaði nýtt framleiðsluhúsnæði í Slóvakíu á föstudag. Fyrirtækið stefnir á að gera þaðan út til annarra fyrrverandi austantjaldsríkja. Fyrirtækið bauð Markaðnum að fara utan og fylgjast með vígslunni.

Vill senda skýr skilaboð um að hafið sé vaxtalækkunarferli

Annar fundur er settur í Skuggabankastjórn Markaðarins. Síðast var ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans sú sama og Skuggabankastjórnin hafði komist að, en hvað er líklegt að gerist nú? Getur verið að stefna okkar í peningamálum hafi reynst verri en engin?

Hljóp 530 km í maí

„Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra.

Allir lögðu hönd á plóginn

Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn.

Ingólfur: „Þetta er góður dagur“

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagði í samtali við Vísi nú rétt áðan að tvö skref af þremur hefðu verið stigin í sameiningu Kaupþings og SPRON. Enn ætti eftir að eyða óvissufyrirvörum sem eru samþykki hluthafafunda bankanna sem og samþykki Fjármaáleftirlitsins.

Sjá næstu 50 fréttir