Fleiri fréttir

SPRON og Kaupþing sameinast um e-kortin

SPRON hefur hafið samstarf við Kaupþing um rekstur og útgáfu e-kortanna og hafa fyrirtækin stofnað nýtt félag, Ekort ehf., um reksturinn.

SPRON og Exista ruku upp

Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu.

Nova býður upp á MSN í farsímann

Nýtt samskiptafyrirtæki - Nova - boðar breytta notkun farsímans með tilkomu netsins í símann. Meðal fjölmargra nýjunga sem Nova kynnti á blaðamannafundi í verslun sinni að Lágmúla 9 í dag, föstudaginn 30nóvember, er MSN í farsímann og Vinatónar.

Greining Kaupþings spáir 5,8% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings banka spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í desember. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,8% samanborið við 5,2% í nóvember.

Landsvirkjun lýkur fjármögnun ársins 2007

Landsvirkjun gaf út í sl. viku skuldabréf að fjárhæð 75 milljónir dollara eða sem svarar til um 4,5 milljarða kr. Lánstíminn er 7 ár og eru kjör skuldabréfsins Libor + 0,07%. Umsjónaraðilar útgáfunnar er belgíski bankinn DEXIA. Með þessari útgáfu er fjármögnun ársins 2007 lokið.

Tros ehf. hefur selt fiskvinnsluhluta sinn

Tros ehf. í Sandgerði, dótturfélag Iceland Seafood hefur selt fiskvinnsluhluta sinn en kaupandinn er K&G Fiskverkun. Tros hefur þar með hætt allri frumvinnslu.

Exista og Föroya Bank hækka um 3%

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent.

FL Group rauk upp í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent.

Marel ákveður að bjóða út nýja hluti í félaginu

Stjórn Marel Food Systems hf. samþykkti á stjórnarfundi í dag að hækka hlutafé félagsins með útboði á nýjum hlutum, sem nema um 8% af heildarhlutafé félagsins, til takmarkaðs hóps hæfra fjárfesta í skilningi laga um verðbréfaviðskipti.

Góð staða hjá ríkissjóði

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 51,2 milljörðum kr., sem er 2,4 milljörðum kr. aukning frá sama tíma í fyrra.

Stefán Jón til Norræna fjárfestingarbankans

Stefán Jón Friðriksson, viðskiptafræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur verið ráðinn svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Norræna fjárfestingarbankanum, NIB.

Askar stofna sjóð og opna skrifstofu á Indlandi

Stjórnendur Askar Capital hf. og indverska fjárfestingafyrirtækisins Skil Group tilkynntu í dag á Indlandi að fyrirtækin hefðu ákveðið að standa sameiginlega að stofnun framtaksfjármagnssjóðs.

Fljótlega skýrist hvort Alfesca kaupir Oscar Mayer

Á næstunni kemur væntanlega í ljós hvort af kaupum Alfesca á breska félaginu Oscar Mayer Ltd verði. Oscar Mayer er matvælaframleiðandi sem sérhæfir sig í kældum tilbúnum réttum undir vörumerkjum stórmarkaða.

SPRON réttir úr kútnum

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði loks með uppsveiflu í morgun og eru flestar tölur grænar í fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 2% og stendur nú í 6811 stigum.

Marel stærst í heimi

Marel Food Systems kaupir Stork Food Systems (SFS) í Hollandi á nálægt því 38 milljarða króna. Við samrunann verður til stærsta matvælavinnsluvélafyrirtæki heims.

Þriðju stærsta yfirtaka Íslendingar til þessa

Samhliða því að Marel kaupir Stork Food Systems, eignast Eyrir Invest og Landsbankinn fjórðungshlut í Stork N.V. í Hollandi í gegn um fjárfestingafélagið London Aquisition N.V. (L.A.).

Straumur hækkaði mest

SPRON lækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 2,69 prósent og bréf í Straumi Burðarási hækkuðu mest allra eða um 5,96 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm tvö prósent.

Atlantic Airways einkavætt

Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samskip kaupa ICEPAK

Samskip hafa keypt frystivöru- og flutningsmiðlunina ICEPAK sem er með víðtæka alþjóðlega starfsemi og skrifstofur á Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Marel hækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni.

Breytingar á yfirstjórn Eimskips í Ameríku

Samhæfingarferli Versacold, Atlas og Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada er nú lokið. Brent Sugden, forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku mun stýra allri starfsemi Eimskips, Atlas og Versacold í Bandaríkjunum og Kanada.

Marel eignast matvæladeild Stork N.V.

Samkomulag hefur verið gert um að Marel eignist matvæladeild Stork N.V. og verður gengið frá sameiningunni á næstu mánuðum. Kaupverðið er 415 milljónir evra eða sem nemur rúmum 38 milljörðum kr.

Bakkabræður hafa misst 45 milljarða

Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa orðið hvað verst úti í lækkunum á hlutabréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur 45,21% eign þeirra í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá því að Kauphöllinn opnaði að morgni dags 1. október.

Sjóvá mun annast allar vátryggingar hjá Samskipum

Samskip og Sjóvá hafa gert með sér samning um að Sjóvá annist allar vátryggingar Samskipa hér á landi. Jafnframt sameina félögin krafta sína á sviði forvarna með það að markmiði að fækka enn frekar slysum á þjóðvegum landsins og auka öryggi vegfarenda

Launavísitalan hækkaði um 1,3%

Vísitala launa er 121,8 stig á þriðja ársfjórðungi 2007 og hækkaði um 1,3% frá fyrri ársfjórðungi. Vísitala launa á almennum vinnumarkaði hækkaði um 1,5% á sama tímabili og vísitala launa fyrir opinbera starfsmenn um 1,0%.

510 milljarðar hafa gufað upp í Kauphöllinni

Virði íslensku félaganna í Kauphöllinni hefur lækkað um tæpa 510 milljarða frá 1. október síðastliðnum. Mest hefur markaðsvirði Kaupþings lækkað eða um 158,4 milljarða. Fimm félög hafa hækkað á þessu tímabili.

Verðgildi SPRON hefur lækkað um 30 milljarða

Eftir talsverða lækkun á hlutabréfum í Kauphöllinni í gær, hefur verðgildi SPRON rýrnað um 30 milljarða króna síðan bankinn var skráður á markað fyrir rúmum mánuði. Úrvalsvísitalan er nú komin niður í það sem hún var á þriðja viðskiptadegi ársins þannig að heita má að allar hækkanir á árinu séu upp étnar. Þá er litið á heildina, en fyrirtæki hafa lækkað mis mikið.

Uppgjör í öldudal fjármálaumróts

Virðisrýrnun hlutabréfa, undirmálslán og aukinn tilkostnaður í rekstri einkenna rekstrarumhverfi fjárfestingarfélaga Kauphallarinnar á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Óli Kristján Ármannsson fer yfir gengi þeirra og ber þau saman, en öll hafa fjárfestingarfélögin skilað uppgjöri yfir fyrstu níu mánuði ársins.

Frábær heilaleikfimi

„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá.

Hlutverk hins opinbera lítið í Alþjóðahúsinu

„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum.

Snupraður

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segist bráðlega verða „snupraður“ í starfi fyrir að hafa sent út umdeildan tölvupóst frá vinnunetfangi sínu. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu. Hallur áframsendi á fjölmarga afskræmingar á auglýsingum Kaupþings um fasteignalán.

Eldaðu maður

Sé kreppan á næsta leiti, eins og sumir halda blákalt fram, má búast við að nokkur stjórnendahöfuðin verði látin fjúka, enda þurfa menn að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Konur eru fáar efst á toppnum en fjölmargar á metorðastigunum fyrir neðan.

Til stóð að Síminn færi á markað 26. september

Sala Símans árið 2005 var stærsta einkavæðing Íslandssögunnar. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu prósent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í Kauphöllina. Áætlanir eigenda miðuðu við að skrá félagið 26. september síðastliðinn. Það gekk ekki eftir og er stefnt að því að taka síðasta skrefið í einkavæðingarferlinu fljótlega á nýju ári.

Fasteignir voru seldar úr Símanum

Samþykki allra hluthafa lá fyrir en ekki ríkis­stjórnarinnar þegar flestar fasteignir Símans voru seldar stærsta hluthafanum í Skiptum. Forstjóri Skipta segir að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá samþykki ríkisins. Hluthafar séu betur settir á eftir.

Kröfum um úrbætur fjölgar mikið

Fjármálaeftirlitið (FME) tók upp fimmtíu fleiri mál frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár, miðað við árið á undan. Athugasemdum, ábendingum og kröfum um úrbætur fjölgaði um þriðjung milli ára.

OR skilar hagnaði

Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 6,4 milljarða króna hagnaði fyrstu níu mánuði þessa árs og jukust tekjur fyrirtækisins um 3,1 milljarð króna miðað við sömu mánuði ársins 2006. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 7,3 milljarðar króna samanborið við 5,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Gengi Straums ekki lægra í 16 mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarás hefur ekki verið lægra í 16 mánuði eða frá 28. júlí 2006 þegar það var 15,05. Gengi félagsins þegar Kauphöllinni var lokað í dag var 15,10.

Askar Capital opnar skrifstofu í Mumbai

Fjárfestingarbankinn Askar Capital skrifaði í dag undir samstarfssamning við indverska fyrirtækið Skil Group í borginni Mumbai um leið og Askar opnuðu skrifstofu í borginni.

Fall hjá FL Group

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki.

Gildi áfram besti lífeyrissjóðurinn

Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2007 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE).

Sjá næstu 50 fréttir