Viðskipti innlent

SPRON réttir úr kútnum

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði loks með uppsveiflu í morgun og eru flestar tölur grænar í fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 2% og stendur nú í 6811 stigum.

SPRON réttir aðeins úr kútnum eftir nær stöðuga niðursveiflu frá því að félagið var skráð á markað. Í morgun hafa hlutir í SPRON hækkað um 3,81%. Aðrir sem hækka nokkuð eru Exista eða um 2,08% og Kaupþing eða um 1,75%.

Aðeins eitt félag hefur lækkað, það er 365, og nemur lækkunin 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×