Fleiri fréttir

Íbúðalánasjóður hækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfarið útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent.

Vöruskiptahallinn við útlönd meiri en nokkru sinni

Vöruskiptahallinn við útlönd það sem af er árinu er meiri en nokkru sinni í sögu lýðveldisins, mældur á föstu verðlagi. Óvenju miklar tolltekjur skýra að hluta miklar tekjur ríkissjóðs.

Eimskip tapaði 1,37 milljörðum

Eimskip tapaði rúmum 1,37 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 496 milljónum króna. Afkoman er í takt við væntingar stjórnenda Eimskips. Starfsemi félagsins er háð árstíðasveiflum og myndast meirihluti af árshagnaði félagsins á síðari hluta rekstrarársins.

Loftleiðir kaupa lettneskt flugfélag

Loftleiðir Icelandic, leiguflugfélag Icelandair Group, hefur gengið frá kaupum á 55 prósentum hlutafjár í lettneska leiguflugfélaginu Latcharter Airlines. Þá hafa Loftleiðir skuldbundið sig til að kaupa félagið að fullu innan ákveðins tíma.

Lánshæfismat Straums-Burðaráss staðfest

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka í kjölfar tilkynningar um nýjan forstjóra og breytingar í hluthafahópi. Fyrirtækið staðfesti langtímaeinkunnina BBB- og segir horfur lánshæfiseinkunna stöðugar.

Ingimundur nýr bankastjóri Seðlabankans

Forsætisráðherra skipaði í dag Ingimund Friðriksson, aðstoðarbankastjóra, í embætti bankastjóra í Seðlabanka Íslands til sjö ára frá 1. september næstkomandi.

Hlutabréfaverð hækkaði í morgun

Gengi hlutabréfa hækkað á Norðurlöndunum í morgun eftir lækkanir í gær og nokkrar sveiflur undanfarnar vikur. Aðalvísitalan hækkaði um 1,2 prósent í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í morgun, um 1,4 prósent í Osló í Noregi og í Stokkhólmi í Svíþjóð og um 2,1 prósent í Kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi.

Örlög Straums í höndum Björgólfs Thors og Jóns Ásgeirs

Kaup FL Group á 24 prósenta hlut í Straumi-Burðarási er leikflétta sem er hönnuð af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums. Ítök FL Group í fjármálakerfinu stóraukast en seljendur eignast fjórðung hlutafjár í félaginu. Björgólfur á næsta leik.

Segja ekkert tilefni til að ógilda samruna við Senu

Forstjóri Dagsbrúnar furðar sig á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup félagsins á afþreyingarfyrir­tækinu Senu. Ákvörðuninni hefur verið skotið til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Verði samruni fyrirtækjanna ógiltur ganga kaupin til baka.

Línur ljósar í Gretti

Sund hefur keypt 31 prósents hlut Tryggingamiðstöðvarinnar í Fjárfestingafélaginu Gretti og er þar með orðinn stærsti hluthafinn með 49 prósenta hlut.

Kaupthing rífur og byggir

Alþjóðlegi fjárfestingasjóðurinn Project Abbey (Guernsey) Ltd hefur tryggt sér stærsta framkvæmdaverk í Bretlandi nú um stundir. Um er að ræða kaup á lóð bresku ríkisspítalanna í West End-hverfinu í Lundúnum. Fyrirtækið mun meðal annars rífa Middlesex-sjúkrahúsið, sem staðið hefur autt síðan starfsemi þess flutti fyrir nokkru, og sinna uppbyggingu á svæðinu.

Karen Millen vinsæl í Rússlandi

Fáar breskar tískuvöruverslunarkeðjur skila jafn miklum hagnaði á erlendri grundu og Mosaic Fasions, að sögn Dereks Lovelock, forstjóra félagsins. Á síðasta rekstrarári jókst velta félagsins um 41 prósent erlendis. Einkum hafa verslanir undir merkjum Karen Millen og Oasis gengið vel í útrás til annarra landa og er viðbúið að verslunum fjölgi hratt á næstu árum.

Forstjóraskipti hjá Opnum kerfum

Agnar Már Jónsson hefur að eigin ósk sagt upp störfum sem forstjóri Opinna kerfa. Gylfi Árnason, forstjóri móðurfélagsins Opinna kerfa Group, tekur tímabundið við störfum hans. Gylfi gegndi starfinu jafnframt á undan Agnari sem tók við starfinu í nóvember 2004.

Sund kaupir hlut Grettis í TM

Sund hefur keypt 31 prósents hlut Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í Fjárfestingafélaginu Gretti. Grettir er meðal stærstu hluthafa í Straumi-Burðarási en á einnig hluti í Avion Group, Icelandic Group og Landsbankanum.

Boltinn til Mið-Ameríku

Það hefur verið nóg að gera hjá efnisveitunni Hexia í tengslum við HM í knattspyrnu í Þýskalandi en fyrirtækið sendir myndskeið af mörkum í HM til farsímanotenda í Mið-Ameríku fimm mínútum eftir að boltinn lendir í netinu.

Neytendur á báðum áttum

Væntingavísitala Gallup hækkaði um 4,3 prósent milli maí og júní og stendur nú í 100,8 stigum. Vísitalan hefur lækkað um tuttugu og sjö stig frá áramótum.

Hægir á einkaneyslu

Greiðslukortavelta í maí nam rúmum 58 milljörðum króna og hefur aukist um 12,6 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.

Of skammt gengið

Sérfræðingar segja meira þurfa að koma til hjá ríkisstjórninni. Aðgerðir hennar gætu haft áhrif á vexti Seðlabankans.

PLIVA hugnast best tilboð frá Bandaríkjunum

Líkur hafa minnkað á að Actavis nái að ljúka einum af stærstu fyrirtækjakaupum Íslandssögunnar. Stjórn samheitalyfjafyrirtækisins PLIVA horfir til Barr Pharmaceuticals.

Prenta bæði Newsweek og Time

Breska prentsmiðjan Wyndeham Press Group, sem er í eigu Dagsbrúnar, hefur gengið frá samningum um prentun á tímaritunum Time og Newsweek fyrir Bretlandsmarkað næstu þrjú árin. Wyndeham mun vikulega prenta 195.000 eintök af blöðunum, 142.000 eintök af Time og 53.000 eintök af Newsweek.

Erlend verðbréf í 400 milljarða króna

Erlend verðbréfaeign íslensku lífeyrissjóðanna hefur stóraukist það sem af er ári eða um eitt hundrað milljarða frá áramótum. Um áramótin áttu sjóðirnir 297 milljarða í erlendum eignum en í lok mars fór erlend verðbréfaeign yfir fjögur hundruð milljarða króna í fyrsta skipti í sögunni. Þetta er 34,7 prósenta aukning.

Gengið frá sölu Matas

Danska lyfjaverslanakeðjan Matas verður seld breska fjárfestingafélaginu CVC Capital. Kaupsamningurinn var naumlega samþykktur á hluthafafundi í Matas í gær.

Seldu fyrir milljarð

Innlendir aðilar seldu erlend verðbréf fyrir einn milljarð króna í maí síðastliðnum samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Nokkuð jafnt var keypt af hluta- og skuldabréfum.

Útflutningshandbókin fer yfir til Heims

Útflutningshandbókin Iceland Export Directory verður eftirleiðis gefin út af Útgáfufélaginu Heimi sem meðal annars gefur út tímaritið Frjálsa verslun. Handbókin hefur verið gefin út frá árinu 1992 í samvinnu Útflutningsráðs og íslenskra fyrirtækja.

Verður þriðja stærsta kvenfatakeðja Bretlands

Aðeins Arcadia og New Look verða stærri en Mosaic í sölu á tískufatnaði til kvenna. Aukin umsvif eru á erlendum mörkuðum, einkum hjá Karen Millen, en dró úr sölu hjá Oasis.

Enn hækkar NWF Group

Atorka heldur áfram að auka hlut sinn í breska iðnaðarfyrirtækinu NWF Group og heldur nú utan um átján prósenta hlut.

Bongó kaupir Exton

Bongó ehf. hefur keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Exton ehf. Exton er þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana. Það setti m.a. upp svið, lýsingu og hljóðbúnað á tónleikum Roger Waters í Egilshöll á dögunum.

Álverð lækkaði um 23 prósent

Verð á flestum málmum hefur lækkað stöðugt síðan það náði hámarki um miðjan maí. Álverð er þar engin undantekning. Tonnið kostaði um 3.185 dali, jafnvirði tæpra 242.000 íslenskra króna, um miðjan mánuðinn en er nú komið í 2.450 dali, eða 186.000 krónur. Lækkunin nemur 23 prósentum. Verðið er engu að síður hátt miðað við verðþróun undanfarinna ára.

Mosaic Fashions horfir á tískufyrirtækið Rubicon

Breska tískukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er í Kauphöll Íslands og er að stórum hluta í eigu Baugs, hyggst kaupa tískufyrirtækið Rubicon. Kaupverð er rúmir 48,6 milljarðar króna.

Straumur-Burðarás boðar til hlutahafafundar

Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hefur samþykkt að boða til hlutahafafundar í félaginu 19. júlí næstkomandi kl. 14. Á fundinum verður tillaga um að núverandi stjórn verði leyst frá störfum og ný stjórn kjörin.

Aflaverðmæti fiskiskipta 18,5 milljarðar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 18,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 1,9 milljörðum króna minna aflaverðmæti en á sama tíma fyrir ári og nemur samdrátturinn 9 prósentum, samtkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Hægir á einkaneyslu

Velta í dagvöruverslun í maí var 4,7 prósentum hærri en á sama tíma fyrir ári þegar áhrif verðbreytinga hafa verið undanskilin. Til samanburðar nam vöxtur dagvöruverslunar í maí 13 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir líkur á að heimilin hafi brugðist við breytingum í kaupmætti samhliða vaxandi verðbólgu og gengislækkun krónunnar.

Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent

Launavísitalan í maí er 289,1 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan stóð í 286,4 stigum í apríl og hafði hækkað um 0,4 prósent á milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Dagbrún eignast 96,47 prósent í EJS

Dagsbrún hefur gert samning við hóp hluthafa EJS um kaup á 21,45 prósentum hlutafjár hlutafé í EJS fyrir 85,8 milljónir króna að nafnvirði. Gengi hlutanna er 5,23. Hluthafar bréfa í EJS eru 343 talsins.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar fyrir júlí, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júni, hefur hækkað um 0,27 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,1 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburðar nam hækkun vísitölu byggingarkostnaðar fyrir júní 6,9 prósentum á 12 mánaða tímabili.

Vinnslustöðin selur í Stillu

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur selt allan hlut sinn, 45 prósent, í Stillu ehf fyrir 417 milljónir króna. Söluverðið fæst greitt með hlutabréfum í Vinnslustöðinni og peningum. Söluhagnaður Vinnslustöðvarinnar af þessum viðskiptum nemur 65 milljónum króna.

Varði titilinn á golfmóti

Um hundrað manns tóku þátt í árlegu fyrirtækjagolfmóti Og Vodafone sem nýverið fór fram á Grafarholtsvelli.

Úrslitavafri

Norska vafrafyrirtækið Opera Software hefur sent frá sér nýjan vafra í farsíma sem er sérstaklega ætlaður áhugafólki um HM í fótbolta. Vafrinn heitir Opera Mini Goal 06.

Búast við 40 þúsund gestum í Egilshöll í september.

Sýningin 3L EXPO verður haldin í Egilshöll dagana 7. til 11. september en VIVUS viðburðastjórnun stendur að sýningunni í samvinnu við 22 félagasamtök á öllum sviðum. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi en henni er beint að öllu sem tengist lífi, líkama og líðan.

Olían stöðug við 70 dali

Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu.

NIB tekur nýja stefnu

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) ætlar að leggja sérstaka áherslu á að efla samkeppnishæfi landa og fyrirtækja við Eystrasaltið auk þess að fjármagna umhverfisverkefni. Þetta er hluti af endurskipulagningu sem ráðist hefur verið í við bankann í tilefni af 30 ára afmæli hans á árinu. Þannig segir í tilkynningu bankans að bankinn muni einbeita sér að verkefnum á sviði orkumála, flutninga og umhverfistækni.

Sjá næstu 50 fréttir