Olían stöðug við 70 dali 16. júní 2006 07:00 Olíuvinnslustöð í Kaliforníu Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð muni haldast stöðugt kringum sjötíu bandaríkjadali á fat. Daglega eru framleiddar 87 milljónir fata, langstærstur hluti fer beint í neyslu. Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði lítillega í gær og stendur nú í 69,48 bandaríkjadölum á fatið. Verðhækkunin er til komin vegna þverrandi umframbirgða á olíu auk þess sem mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum vegna sumarleyfa. Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð haldist stöðugt kringum sextíu og fimm til sjötíu dali á næstu misserum. Benda þeir einkum á aukna eftirspurn Kínverja eftir olíu en innflutningur til landsins hefur aukist um nítján prósent undanfarið ár. Þá telja menn ástandið í Austurlöndum nær líklegt til að halda olíuverðinu uppi enn um sinn. Olíufatið fór hæst í 75 bandaríkjadali á vormánuðum og hefur hækkað um tæplega fjórðung síðastliðið ár. Verð lækkaði þó talsvert í síðustu viku vegna frétta af þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Írana auk fráfalls jórdanska uppreisnarmannsins Abu-Musab al Zarqawi. Þá hefur eftirspurn á heimsvísu að mestu staðið í stað. Bensínverð á Íslandi er frá 124,7 krónum á lítrann í sjálfsafgreiðslu og upp í rúmar 126 krónur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segist hafa lært það á sviptingum undanfarinna mánuða að spá helst ekki neinu. Það sem er rétt fyrir hádegi getur verið orðin tóm steypa um miðjan daginn. Eins og staðan er í dag má þó kannski frekar búast við lækkunum. Hugi telur tvær meginástæður fyrir því að olíuverð sé jafn hátt og raun ber vitni. Í fyrsta lagi ýtir spákaupmennska verðinu upp, og í annan stað er hreinlega skortur á olíuhreinsistöðvum. Það er næg olía til í heiminum en það er eins og enginn vilji olíuhreinsistöð í sínum bakgarði. Daglega eru framleiddar um 87 milljónir olíufata í heiminum. Þar af fara um 85 milljónir fata beint til neyslu. Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði lítillega í gær og stendur nú í 69,48 bandaríkjadölum á fatið. Verðhækkunin er til komin vegna þverrandi umframbirgða á olíu auk þess sem mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum vegna sumarleyfa. Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð haldist stöðugt kringum sextíu og fimm til sjötíu dali á næstu misserum. Benda þeir einkum á aukna eftirspurn Kínverja eftir olíu en innflutningur til landsins hefur aukist um nítján prósent undanfarið ár. Þá telja menn ástandið í Austurlöndum nær líklegt til að halda olíuverðinu uppi enn um sinn. Olíufatið fór hæst í 75 bandaríkjadali á vormánuðum og hefur hækkað um tæplega fjórðung síðastliðið ár. Verð lækkaði þó talsvert í síðustu viku vegna frétta af þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Írana auk fráfalls jórdanska uppreisnarmannsins Abu-Musab al Zarqawi. Þá hefur eftirspurn á heimsvísu að mestu staðið í stað. Bensínverð á Íslandi er frá 124,7 krónum á lítrann í sjálfsafgreiðslu og upp í rúmar 126 krónur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segist hafa lært það á sviptingum undanfarinna mánuða að spá helst ekki neinu. Það sem er rétt fyrir hádegi getur verið orðin tóm steypa um miðjan daginn. Eins og staðan er í dag má þó kannski frekar búast við lækkunum. Hugi telur tvær meginástæður fyrir því að olíuverð sé jafn hátt og raun ber vitni. Í fyrsta lagi ýtir spákaupmennska verðinu upp, og í annan stað er hreinlega skortur á olíuhreinsistöðvum. Það er næg olía til í heiminum en það er eins og enginn vilji olíuhreinsistöð í sínum bakgarði. Daglega eru framleiddar um 87 milljónir olíufata í heiminum. Þar af fara um 85 milljónir fata beint til neyslu.
Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira