Fleiri fréttir

Túlkunin stendur

Álit Yfirtökunefndar á rétti þeirra sem gerst hafa yfirtökuskyldir og kjósa að selja sig niður hefur ekki áhrif á túlkun Fjármálaeftirlitsins.

Skjálfti skekur hlutabréfamarkaði

Líklegar vaxtahækkanir innan- og utanlands og lækkun á erlendum hlutabréfum valda meðal annars verðfalli innlendra hlutabréfa að mati sérfræðings.

Shoe Studio frestast

Samkvæmt heimildum Markaðarins munu eigendur tískuverslanakeðjunnar Shoe Studio Group (SSG) bíða með ákvörðun fram til hausts um hvenær félagið verður skráð í Kauphöll Íslands. Jafnvel var búist við að SSG myndi verða skrásett í júní.

HugurAx verður til

Með sameiningu hugbúnaðarfyrirtækjanna Hugar og AX hugbúnaðarhúss varð til eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með um 125 starfsmenn. Sameinað fyrirtæki kallast HugurAx.

Heildarafli eykst á milli ára

Heildarafli íslenskra skipa var tæp 179.000 tonn í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Þetta er rúmum 38.000 tonnum meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Ástæðan er að stórum hluta sú að kolmunnaveiði var um 34.000 tonnum meiri nú en í maí á síðasta ári.

Flutt inn fyrir 35,7 milljarða króna

Vöruinnflutningur í maí var 35,7 milljarða króna virði samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts. Tólf mánaða aukning innflutnings, að skipum og flugvélum undanskildum, nam rúmum 23 prósentum.

Fimm prósent hagvöxtur

Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var fimm prósent á ársgrundvelli samkvæmt Hagstofu Íslands. Árstíðarleiðrétt landsframleiðsla sýnir 4,1 prósent vöxt fyrir sama tímabil.

Breytingar á Wyndeham

Starfsemi breska prent- og samskiptafyrirtækisins Wyndeham Press Group, sem Daybreak Acquisitions Limited, dótturfélag Dagsbrúnar á 94,5 prósenta hlut í, hefur verið skipt í svið útgáfulausna og svið markaðslausna.

Fengu góð kjör í skuldabréfaútgáfu

Glitnir banki gekk frá útgáfu víkjandi skuldabréfa í Bandaríkjunum að upphæð 500 milljónir Bandaríkjadala eftir lokun markaða vestra á mánudag. Útgáfan jafngildir um 37 milljörðum íslenskra króna og er til 10 ára með innköllunarákvæði eftir 5 ár af hálfu Glitnis.

Atlantsskip leigja nýtt skip

Atlantsskip hafa tekið nýtt skip á leigu. Segir í tilkynningu frá félaginu að fyrsta hlutverk þess verði að létta á Evrópuflutningum félagsins en síðan fari það í siglingar milli Íslands og Ameríku.

Vöruinnflutningur 35,7 milljarðar í maí

Vöruinnflutningur í maí nam 35,7 milljörðum króna virði ef marka má bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að sé horft á hreyfingar á milli mánaða megi sjá að helstu drifkraftar innflutnings séu innfluttar hrá-, rekstrar- og fjárfestingarvörur. Aukninguna má að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda.

Landsframleiðsla jókst um 5 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa aukist um 5 prósent að raungildi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Þá hafa þjóðarútgjöld vaxið talsvert, eða um 13,7 prósent, vegna mikillar aukningar í innflutningi og minni útflutningi.

4,7 milljarða útlán

Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í maí samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins. Þar af námu almenn lán 3,9 milljörðum króna og leiguíbúðalán tæplega 800 milljónum. Það eru mestu útlán sjóðsins í einum mánuði það sem af er ári.

Hátt vaxtastig tekið að bíta í skuldara

Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá Glitni, segist efast um að nýlegar vaxtahækkanir erlendis skapi í raun þörf á að hækka vexti hér á landi mikið frekar. Hann reiknar með að Seðlabankinn fari hæst með stýrivexti sína í 13 prósent fyrir árslok en þeir eru nú í 12,25 prósentum.

HOF á afslætti

Gengi hlutabréfa í verslanakeðjunni House of Fraser er nokkuð undir því verði sem rætt hefur verið um að Baugur bjóði þegar og ef formlegt yfirtökutilboð verður lagt í félagið. Hluturinn í HOF kostaði 136 pens á markaði í gær en stjórn fyrirtækisins hefur átt í viðræðum við Baug um að yfirtökuverð hljóði upp á 148 pens á hlut.

Lán Íbúðalánasjóðs aukast um 57 prósent

Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í maí. Þar af voru rúmlega 3,9 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæplega 800 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er 57 prósenta aukning á milli mánaða og hafa vanskil aldrei verið minni í maí.

Verðbólgan 8 prósent

Vísitala neysluverðs í síðasta mánuði var 261,9 stig og hækkaði um 1,16 prósent frá maí. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 242,0 stig, hækkaði um 1,0 prósent frá því í maí. Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,4 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs mælst 8 prósent en vísitala neysluverð án húsnæðis um 6 prósent.

Spá 0,8 prósenta hækkun vísitölu

Greiningardeild KB banka spáir 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði og að 12 mánaða verðbólga muni hækka í 7,7 prósent. Í hálf fimm fréttum bankans segir að hækkun á innfluttum varningi og hækkandi húsnæðisverð muni leggja mest til hækkunar á vísitölunni.

House of Fraser sagt samþykkja tilboð Baugs

Stjórn House of Fraser hefur staðfest að hún eigi í viðræðum við Baug Group um yfirtöku á félaginu. Viðræður hafa farið fram um að Baugur bjóði 148 pens í hvern hlut en gangi tilboðið eftir er verðmæti House of Fraser um 48 milljarðar króna.

Spá minni eftirspurn eftir áli

Verð á áli og öðrum málumum hefur lækkað síðustu mánuði en álverð hefur lækkað um 11 prósent frá 11. maí síðastliðnum. Verð á málmum hefur farið ört hækkandi á síðastliðnum fimm árum, m.a. vegna mikillar eftirspurnar frá stórum hagkerfum á borð við Kína og Indland. Búist er við minni eftirspurn eftir málmum á næstunni vegna hárra vaxta víða um heim.

Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni

Alvarleg truflun varð í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands klukkan 14:48 í dag og voru öll viðskipti stöðvuð í kjölfarið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað olli truflunninni sem varð í samnorrænu Saxes viðskiptakerfi kauphallarinnar. Kauphallir á Norðurlöndunum nota sama kerfi og kom truflunin upp í kerfi þeirra sömuleiðis.

Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office

Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári.

Kortanotkun eykst á milli ára

Kreditkortavelta heimilanna var 19,9 prósentum meiri á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og debetkortavelta jókst um 10,3 prósent frá sama tíma í fyrra.

Viðbragða er þörf

Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf.

4 prósentum fleiri gistinætur

Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 eða 3.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári sem jafngildir 4 prósenta aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, sem jafngildir 13 prósenta aukningu.

Óbreytt lánshæfismat Glitnis

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í gær að lánshæfismat Glitnis (A-/Stable/A-2) héldist óbreytt þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið hefði breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum (Lánshæfiseinkunn íslenska lýðveldisins í erlendri mynt'AA-/A-1+'; í íslenskum krónum 'AA+/A-1+').

Áætlaður kostnaður helmingaður

Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kárahnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna.

Breytingar í stjórn Wyndeham

Stjórn breska prentfyrirtækisins Wyndeham, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar, hefur látið af störfum og ný stjórn tekin við. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarmenn í Dagsbrún.

Skýrr og Teymi sameinast

Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands.

Tap Flögu minnkar

Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári.

Starfsemi Samskipa undir einu nafni með haustinu

Samskip veitti í gær tveim nýjum kaupskipum móttöku og lagði hornstein að nýjum höfuð­stöðvum í Rotterdam. Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Hingað til hefur starfsemi flutningafyrirtækjanna Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest, sem öll eru í eigu Samskipa, verið rekin undir nafni Geest.

Tíu ára áætlun VÍS lauk á tæpum tveimur árum

Þegar Finnur Ingólfsson kom til starfa hjá VÍS seint árið 2002 var félagið metið á tólf milljarða króna. Virði VÍS eignarhaldsfélags í dag er tæpir 66 milljarðar króna eftir að greint var frá því að Exista hefði eignast félagið að fullu.

Skýrr og Teymi sameinast

Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir