Fleiri fréttir

Breytingar á hluthafahópi Össurar

AB Industrivarden í Svíþjóð seldi í dag ríflega nítján prósenta hlut sinní hlutafé Össurar sem jafngildir 75 milljónum hluta og er andvirðir sölunnar um það bil sex oghálfur milljarður króna. Kaupendur eru William Demant Invest A/S í Danmörku, Eyrir Invest ehf. og Vik Investment Holding eignarhaldsfélag í eigu Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar. Eftir þessi viðskipti er William Demant Invest A/S stærsti hluthafi Össurar með 36,9% hlutafjár.

Hver á að greiða sektina?

Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs.

Hilmar verður flugrekstrarstjóri

Hilmar B. Baldursson, yfirflugstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn í stöðu flugrekstrarstjóra félagsins. Hann tekur við starfinu af Jens Bjarnasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Icelandair Technical Services.

Avion næstframsæknast í Evrópu

Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann.

Sala hjá Icelandic Group

<font size="2"> Tryggingamiðstöðin, Sund, Eimskip og tengd félög hafa keypt ráðandi hlut í Icelandic Group fyrir um tólf milljarða króna. Þórólfur Árnason, forstjóri Icelandic Group, lætur af störfum. </font>

Konum fjölgar um 10%

Konur eru um fimm prósent stjórnarmanna í aðildarfyrirtækjum Viðskiptaráðs. Stjórnarkonunum hefur fjölgað um tíu prósent á þessu ári.

Somerfield mælir með tilboði Apax

Stjórn verslunarkeðjunnar Somerfield tilkynnti í dag að hún myndi mæla með yfirtökutilboði fjárfestahóps leiddum af Apax fjárfestingarsjóðnum. Tilboðið frá hópnum hljóðar upp á 1,08 milljarða punda, eða um 80 milljarða íslenskra króna, en það samsvarar 197 pensum á hlut.

Spá meiri vaxtahækkunum Seðlabanka

Greiningardeild Íslandsbanka spáir frekari vaxtahækkunum Seðlabanka áður en árið er liðið. Deildin spáir því að bankastjórn Seðlabankans hækki vexti í ellefu prósent á þessu ári og tólf prósent á því næsta. Næstu vaxtahækkunar er að vænta í byrjun desember að mati Greiningardeildar Íslandsbanka.

Íslensk skuldabréf erlendis

Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn.

Samanlagður hagnaður 33 milljarðar

Sextán stærstu fyrirtæki landsins högnuðust um 33 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ef marka má afkomuspár greiningadeilda bankanna. >

Sómi vill kaupa Júmbó

Samkvæmt heimildum Markaðarins mun samlokufyrirtækið Sómi leggja fram tilboð í Júmbó samlokur í lok vikunnar. Ef af samruna fyrirtækjanna tveggja verður, eða það færist undir sama eignarhald, má búast við að til verði fyrirtæki sem ekki er óvarlegt að ætla að verði metið á um átta hundruð milljónir króna. >

Olíufélögin selja Gasfélagið

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995.

Bílanaust fjárfestir í Bretlandi

Bílanaust hefur keypt hlut í þremur fyrirtækjum í Bretlandi. Samanlögð velta fyrirtækjanna er rúmlega 1,2 milljarðar króna og eru fyrirtækin í dreifingu á iðnaðarvörum af ýmsu tagi, til dæmis öryggisvörum, hreinlætisvörum, efnavörum, festingavörum og verkfærum.

Svafa aðstoðarforstjóri Actavis

Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs en hún mun í nýju starfi samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri.

Hagnaður hjá SÍF

Afkoma SÍF var undir væntingum á nýliðnu rekstrarári. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,8 milljónum Evra. Þetta kom fram á aðalfundur SÍF sem var haldinn á Nordica Hotel í gær.

Breytt fjárhagsár hjá SÍF

Árstíðarbundinn rekstur er ein helsta ástæða þess að fjárhagsári SÍF var breytt að sögn Jakobs Sigurðssonar, forstjóra SÍF. Jakob segir rekstur félagsins vera mjög árstíðarbundinn en langstærsti hluti sölu og afkomu myndist á tímabilinu október til desember.

Slippstöðin hefur starfsemi á ný

Nýtt hlutafélag verður stofnað um rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri í dag og hefst starfsemi á þriðjudag. Nýr framkvæmdastjóri er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að geta endurráðið alla starfsmenn. </font />

Hagnaður eykst um 65%

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagnaður fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni aukist um 65 prósent á þriðja ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Í krónum talið nemur aukningin ein röskum ellefu milljörðum króna og þar af eiga fjármálafyrirtækin rúma sjö milljarða.

Viðræður um Sterling standa yfir

FL Group kaupir Sterling af eigendum Iceland Express ef samningar nást en viðræður milli Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, og Pálma Haraldssonar eru í fullum gangi. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin.

Spáir lækkun íbúðaverðs

Greiningardeild KB banka spáir því að íbúðaverð muni lækka ef vextir af húsnæðislánum hækka, eins og allt útlit er fyrir að verði. Vextir af óverðtryggðum og verðtryggðum skuldabréfum héldu áfram að hækka í gær.

Friðjón sagði upp hjá Lífiðn

Friðjón Rúnar Sigurðs­son, framkvæmdastjóri Lífeyris­sjóðsins Lífiðnar, sagði upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum. Í tilkynningu sjóðsins kemur fram að hann muni fljótlega ­­hverfa­ frá störfum til að takast á hendur starf framkvæmdastjóra fjárfestingarsviðs hjá Sjóvá hf.

Nýherji kaupir danskt fyrirtæki

Nýherji hefur undirritað samning um kaup á danska SAP ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu AppliCon. Fyrirtækið er einn stærsti samstarfsaðili SAP í Danmörku og eitt af öflugri SAP ráðgjafarfyrirtækjum þar í landi, að því er greinir frá í tilkynningu frá Nýherja.

Krónan lækkaði um 0,55%

Gengi krónunnar lækkaði um 0,55 prósent í morgun eftir mikla hækkun fyrir helgi. Sérfræðingar segja þessa lækkun ekki þýða neitt sérstakt, krónan geti bæði hækkað og lækkað á morgun þótt líkur séu til þess að hún hækki á ný.

Kauphöllin áminnir Heklu

Kauphöll Íslands hefur áminnt Heklu hf. opinberlega fyrir brot á reglum fyrir útgefendur verðfbréfa í Kauphöllinni. Málavextir eru þeir að Hekla hf. birti þann 31. ágúst á fréttavef Kauphallarinnar árshlutareikning fyrir tímabilið janúar til júní 2005. Skýringar með árshlutareikningnum vantaði og eftir ítrekanir frá Kauphölllinni var árshlutareikningur með skýringum birtur 13. september.

Krónan kunni enn að styrkjast

Krónan kann að styrkjast mun meira en orðið er og erlendir gjaldmiðlar þannig að lækka í verði á næstunni í kjölfar þess að Seðlabankinn gefur skýrt til kynna að hann ætli að hækka vexti mun meira og halda þeim háum mun lengur en sérfræðingar fjármálamarkaðarins höfðu gert ráð fyrir, segja sérfræðingar KB banka meðal annars um nýjustu aðgerðir Seðlabankans í gær.

Afkoma ríkisins batnar milli ára

Bráðabirgðatölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs benda til þess að afkoma hins opinbera hafi batnað verulega frá því í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs hafi orðið 87,3 milljarðar króna á rekstrargrunni og tekjur hafi aukist um 30,1 prósent frá sama fjórðungi síðasta árs en gjöld um 16,4 prósent.

Actavis kaupir ungverskt félag

Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu.

SPRON hækkar vexti

SPRON hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána um allt að 0,75 prósent í framhaldi af vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Vaxtahækkun þessi tekur gildi í morgun.

Húsnæðisvextir kunni að hækka

Frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og til lengri tíma en fjármálamarkaðurinn hafði reiknað með kunna að leiða til þess að vextir af húsnæðislánum almennings hækki og þar með útgjöld heimilanna.

Gengi krónu rauk upp í morgun

Gengi krónunnar rauk upp í morgun og hækkaði hún um tæp tvö prósent við opnun markaðar. Nú rétt fyrir hádegi var hækkunin 1,7 prósent, sem eftir sem áður er einhver mesta hækkun til þessa á einum degi. Gengisvísitalan fór niður í rúmlega 104 stig í morgun sem er það lægsta síðan farið var að skrá krónuna með núverandi hætti árið 1993, en eftir því sem vísitalan krónunnar er lægri, er krónan sterkari.

Ómar hættir hjá Avion

Ómar Benediktsson, forstjóri flugfélagsins Air Atlanta Icelandic, hefur ákveðið að láta af störfum 1. nóvember næstkomandi. Ómar hefur stýrt sameiningu Íslandsflugs og Atlanta en því samrunaferli er nú lokið. Við starfi Ómars tekur Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flugflutningasviðs Avion Group, sem kemur tímabundið til með að sinna báðum störfum.>

Netbankinn hækkar innlánsvexti

Í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans þá mun Netbankinn hækka vexti um 0,75% frá og með 1.okt. á óverðtryggðum innlánsreikningum, einnig á sér stað hækkun á verðtryggðum innlánsreikningi um 0,20%.

Tilboði Landsbankans tekið

Ríkisstjórnin hefur tekið tilboði Landsbanka Íslands í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Landsbankinn bauð 2.653 milljónir í sjóðinn og var það jafnframt hæsta tilboðið.

Hækka vexti á inn- og útlánum

Bæði Landsbankinn og Sparisjóðirnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum í kjölfar stýrivaxtahækkunnar Seðlabankans í gær. Vextir bankanna hækka um sama hlutfall og stýrivextirnir, eða um 0,75 prósent.

Útflutningsgreinar í uppnámi

Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast.

Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu.

Búist við hækkun stýrivaxta

Seðlabankinn mun tilkynna um hækkun stýrivaxta í dag og telja fjármálasérfræðingar almennt að hún verði um hálft prósentustig. Þar með hefði hún hækkað um fjögur og hálft prósentustig frá því snemma í fyrra en þessi hækkun hefur meðal annars stuðlað að styrkingu krónunnar. Þótt sú styrking hafi slæm áhrif á útflutningsgreinarnar er henni aftur á móti ætlað að slá á verðbólguna.

Stýrivextir hækkaðir um 0,75%

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,75% frá og með 4. október n.k. í 10,25%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,95% síðan í maí 2004.

Selja skrifstofur sínar í Evrópu

Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt allar söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu til svissneska fyrirtækisins IS-Travel. Íslandsferðir skýra söluna með því að verið sé að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi félagsins sem felst í því að fyrirtækið mun hverfa af almennum neytendamarkaði í tilteknum löndum

Sigurjón kaupir fasteignafélag

Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn.

Vöruskiptahalli eykst enn

Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Aukning um 1000 milljarða á ári

Á sama tíma og slegið er met í vöruskiptahalla við útlönd hafa heildarútlán í bankakerfinu aukist um nær eitt þúsund milljarða á einu ári. Þar af hafa heildarútlán banka til heimila í landinu aukist um ríflega 240 milljarða á einu ári.

Vextir hækkaðir um 50 punkta

Seðlabankinn mun hækka vexti um 50 punkta samhliða útgáfu Peningamála á morgun, samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Ef svo fer munu stýrivextir Seðlabankans vera 10%, en þeir hafa hækkað alls um tæp 5% frá því í maí í fyrra þegar vaxtahækkunarferli bankans hófst.

SÍF vel undir væntingum

Hagnaður SÍF á öðrum ársfjórðungi var aðeins 33 þúsund evrur. Er það talsvert undir spám bankanna sem höfðu að meðaltali gert ráð fyrir tæplega 6,2 milljóna evra hagnaði. Hagnaður á fyrri hluta árs var alls 2,8 milljónir evra.

Kaupás á leið frá Búri

Kaupás, sem rekur matvöruverslunarkeðjurnar Krónuna, Nóatún og 11-11, hefur fært töluverðan hluta af innkaupum sínum út úr Búri ehf., sem er sameiginlegt innkaupa- og dreifingarfyrirtæki Kaupáss, Samkaupa og Olíufélagsins og er í eigu sömu aðila. Ekki er ólíklegt að frekari breytingar verði á samstarfi Kaupáss og Búrs á næstu misserum.

Sjá næstu 50 fréttir