Viðskipti innlent

Gengi krónu rauk upp í morgun

Gengi krónunnar rauk upp í morgun og hækkaði hún um tæp tvö prósent við opnun markaðar. Nú rétt fyrir hádegi var hækkunin 1,7 prósent, sem eftir sem áður er einhver mesta hækkun til þessa á einum degi. Gengisvísitalan fór niður í rúmlega 104 stig í morgun sem er það lægsta síðan farið var að skrá krónuna með núverandi hætti árið 1993, en eftir því sem vísitalan krónunnar er lægri, er krónan sterkari. Með öðrum orðum, hún hefur aldrei verið eins sterk og núna enda er dollarinn nú að komast undir 61 krónu. Vísitala krónunnar er núna rúm 104 stig eins og áður sagði en til samanburðar fór hún upp í rúm 150 stig í gengishrapinu undir lok árs árið 2001.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×