Fleiri fréttir Lægsta gildi krónunnar í 12 ár Krónan styrktist enn í gær og fór lokagildi hennar niður í u.þ.b. 105 sem er hið lægsta síðan gjaldeyrismarkaður var opnaður hér á landi árið 1993. Eftir því sem gildi krónunnar lækkar, styrkist hún og er styrkingin að hluta rakin til erlendrar skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum. 23.9.2005 00:01 Keyptu öll hlutabréf SÍF í ISI Nýir eigendur hafa keypt öll hlutabréf SÍF í Iceland Seafood International (ISI). Benedikt Sveinsson tekur þegar við starfi forstjóra af Kristjáni Davíðssyni sem óskaði eftir lausn frá störfum. 23.9.2005 00:01 50 ára skuldabréf í fyrsta skipti Verðtryggð skuldabréf til 50 ára voru í fyrsta skipti í sögunni gefin út í gær. Það var breska ríkið sem gaf þau út en ávöxtunarkrafan var aðeins 1,11% sem er sú lægsta sem gerð hefur verið á verðtryggðum bréfum frá upphafi, að því greinir frá í Hálffimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01 Fimmtíu milljarða skuldabréfaútgáf Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum er nú komin í 53 milljarða frá því að hún hófst samkvæmt hálf-fimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01 Eyrir gerir stórkaup í Marel Eyrir fjárfestingarfélag keypti í gær yfir tólf prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir króna. Bréfin voru að megninu til keypt af Sjóvá-Almennum, sem áttu um tíu prósent í fyrirtækinu, en talið er líklegt að Landsbankinn hafi einnig selt bréf í sinni eigu. 23.9.2005 00:01 Methagnaður hjá sparisjóðum Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna. 22.9.2005 00:01 Krónan muni ekki brotlenda Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi hagvexti og segir að gengi krónunnar lækki mjúklega án brotlendingar. Spá bankans, sem var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, er mun bjartsýnni en spá Íslandsbanka. 22.9.2005 00:01 Avion kaupir fjórar nýjar þotur Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. 22.9.2005 00:01 Ekki sterkari í 13 ár Gengi krónunnar styrktist í gær fimmta viðskiptadaginn í röð og fór gengisvísitalan niður fyrir 105 stig. Hefur krónan því ekki verið sterkari frá gengisfellingunni árið 1992. Alls styrktist hún um 0,8 prósent í gær, sem þykir mikil dagshækkun. 21.9.2005 00:01 Stórkaup eftir vikustarf Benedikt Olgeirsson og Reimar Pétursson, sem voru ráðnir sem framkvæmdastjórar í Atorku Group fyrir viku síðan, hafa samanlagt keypt bréf í félaginu fyrir um 424 milljónir króna að markaðsvirði. 21.9.2005 00:01 Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. 20.9.2005 00:01 Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. 20.9.2005 00:01 Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. 20.9.2005 00:01 Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. 20.9.2005 00:01 KB gagnrýnir félagsmálaráðherra Heimildir Íbúðalánasjóðs til að lána fjármálastofnunum fé, sem mikið voru ræddar í sumar, hafa nú verið rýmkaðar með nýjum viðauka við reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Í hálffimm fréttum KB banka er þessi ákvörðun félagsmálaráðherra gagnrýnd, þar sem áhættu sjóðsins sé þannig stýrt með sértækum reglugerðum félagsmálaráðuneytisins. 20.9.2005 00:01 Dregur úr hækkunum á íbúðaverði Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði að undanförnu og spáir Greiningardeild Íslandsbanka því nú að íbúðaverð staðni á næsta ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um rúmlega hálft prósent í síðasta mánuði og er það í fyrsta skipti í eitt ár sem íbúðaverð lækkar milli mánaða. 19.9.2005 00:01 Verðbólgan lægst á Íslandi Verðbólga er hvergi minni í Evrópu en á Íslandi. Verðbólgan hér mældist 0,4 prósent í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neyðsluverðs í EES-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Lettlandi en verðbólgan er að meðaltali 2,2 prósent í Evrópu. 19.9.2005 00:01 Kaupa finnskt matvælafyrirtæki Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt finnska matvælafyrirtækið Boyfood sem sérhæfir sig í fullvinnslu og sölu á síld. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Finnlandi en Finnar neyta mikillar síldar. 19.9.2005 00:01 Stóru olíufélögin lækka Olíufélögin Esso, Olís og Skeljungur hafa öll ákveðið að lækka verð til viðskiptavina sinna í dag í kjölfar lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Verðið lækkar um tvær og hálfa krónu á hvern lítra af bensíni og um tvær krónur á dísilolíulítrann. 19.9.2005 00:01 Brynjólfur áfram hjá Símanum Stjórn Símans hefur gengið frá áframhaldandi ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar sem forstjóra fyrirtækisins. Brynjólfur hefur gegnt starfinu frá árinu 2002 en var áður forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Granda. 19.9.2005 00:01 Íbúðalánasjóður aðal orsakavaldur Seðlabankinn hefur ritað bréf til ríkisstjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga fór yfir hin 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins, samkvæmt Hálffimmfréttum KB banka. Þar er Íbúðalánasjóður nefndur sérstaklega sem orsakavald fyrir „óhóflegri aukningu útlána undanfarið ár“ og segir að æskilegt sé að staða sjóðsins sé skýrð sem allra fyrst.</td /></tr /></tbody /></table /> 19.9.2005 00:01 Litlar líkur á hjöðnun verðbólgu Litlar líkur eru á hjöðnun verðbólgu í október samkvæmt því greiningadeild Landsbankans segir í <em>Vegvísi</em> sínum. Þar er gert ráð fyrir 0,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga haldast óbreytt í 4,8 prósent og verður líkt og í septembermánuði 2,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. 17.9.2005 00:01 Ný stjórn Símans kjörin Lýður Guðmundsson var kjörinn stjórnarformaður Símans á fyrsta hluthafafundi hans eftir einkavæðingu sem haldinn var á Nordica-hóteli í dag. Með Lýði í stjórn verða Rannveig Rist, sem verður varaformaður, Panikos Katsouris, Gísli Hjálmtýsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson meðstjórnendur. 17.9.2005 00:01 Gengisvísitala nærri lágmarki Krónan styrktist um 0,45 prósent í gær og er gengisvísitalan nú við sögulegt lágmark, en eftir því sem vísitalan er lægri er krónan sterkari. Dollarinn er nú kominn niður undir 62 krónur, evran í tæpar 76 og pundið í rúmar 112 krónur. Einu sinni áður hefur krónan verði álíka sterk, en það var í í mars á þessu ári. 16.9.2005 00:01 Markaðurinn réttir við sér Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi og því er ljóst að lækkunarhrinu síðustu daga er lokið. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum í Landsbankanum og Straumi, eða um 3,5 prósent. 16.9.2005 00:01 Íslenskir fjárfestar kaupa Merlin Hópur íslenskra fjárfesta undir forystu íslenska fjárfestingarfélagsins Árdegis tilkynnti í dag um kaup sín á raftækjaverslanakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDB. Fjárfestahópurinn samanstendur af Árdegi, Milestone og Baugi Group. 16.9.2005 00:01 Farþegum Icelandair fjölgar áfram Farþegum Icelandair í ágúst fjölgaði um 19,1 prósent í ágúst frá sama tímabili í fyrra og voru tæplega 203 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FL GROUP. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um 14,5 prósent og eru þeir tæplega 1,1 milljón. Sætanýting hefur batnað um 2,4 prósentustig og er á fyrstu átta mánuðum ársins 78,1 prósent. 16.9.2005 00:01 Úrvalsvísitalan hækkaði í dag Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,8 prósent í dag og er það í fyrsta skipti alla vikuna sem vísitalan lækkar ekki milli daga. 16.9.2005 00:01 Bréf Landsbankans lækka enn Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði enn í morgun svo um munar, eða um rösklega þrjú prósent, eftir talsverða lækkun í gær. Gengi bréfa í flestum félögum í úrvalsvísitölunni lækkaði eitthvað, fjórða daginn í röð, en næst mest í Straumi - Fjárfestingabanka, um 2,2 prósent. 15.9.2005 00:01 25% lækkun á krónunni Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. 15.9.2005 00:01 Spáir að ráðstöfunartekjur aukist Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra prósenta aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna á þessu ári, þrátt fyrir aukna verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Í þjóðhagsreikningum eru ráðstöfunartekjur reiknaðar með því að draga frá tekjum skatta og eignaútgjöld. 15.9.2005 00:01 Hafa samstarfið við SAS í huga Forstjóri SAS ætlar að slíta öllu samstarfi við Icelandair um flug á Norðurlöndunum ef FL Group kaupir Sterling-flugfélagið. Þetta kom fram í danska blaðinu <em>Börsen</em> í morgun. Talsmaður Flugleiða segir að samstarfið við SAS hafi verið gott og menn ætli að hafa það í huga við samningaborðið. 15.9.2005 00:01 Skuldir heimilanna vaxið um 19% Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. 15.9.2005 00:01 Rúmfatalagerinn opnar verslanir „Það stendur til að opna tíu Rúmfatalagersverslanir í viðbót í Kanada innan árs,“ segir Nils Stórá yfirmaður Rúmfatalagersins í Eystrasaltslöndunum Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Einnig standi til að opna fjórar verslanir til viðbótar við þær fjórtán sem fyrir eru í Eystrasaltslöndunum. 14.9.2005 00:01 Önnur Depo-verslun í Ríga „Við opnuðum nýja Depo-verslun í Ríga í Lettlandi í gær,“ segir Jón Helgi Guðmundsson stjórnarformaður Norvíkur, sem er eignarhaldsfélag Byko. „Þetta er önnur Depo-verslunin sem við opnun í Ríga og svo er stefnt að því að opna þriðju verslunina næsta vor.“ 14.9.2005 00:01 Engin áhrif á Eimskip „Þetta er ekkert sem við höfum áhyggjur af,“ segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, um þá fyrirætlan fyrrverandi starfsmanna að stofna flutningafyrirtæki í samkeppni við gamla vinnuveitendann. 14.9.2005 00:01 Einkaneysla vex hratt Einkaneysla jókst á öðrum ársfjórðungi um fjórtán prósent frá sama tímabili í fyrra samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aukning einkaneyslu milli ára hefur ekki verið jafn mikil frá því að Hagstofan hóf að gera ársfjórðungsreikninga árið 1997. 14.9.2005 00:01 Verðmætin falin í nýtingunni „Okkar starf felst aðallega í því að finna betri nýtingu á landi eða húsnæði sem þegar er til staðar – gera það verðmætara. Þá kaupum við eignina og þróum áfram hugmyndir um breytta nýtingu,“ segir Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar. 14.9.2005 00:01 Milljarðar í vanskilum Tæpir tuttugu milljarðar króna eru í vanskilum hjá innlánsstofnunum. Það er samt bara rúmt eitt prósent af heildarútlánum fjármálafyrirtækja á Íslandi og eru íbúðarlán þar meðtalin samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. 14.9.2005 00:01 Rauður dagur í Kauphöllinni Miklar lækkanir hafa átt sér stað í Kauphöll Íslands í morgunsárið. Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent á fyrsta hálftímanum. Stóru félögin hafa fallið verulega í verði. Þegar þetta er skrifað hefur Landsbankinn lækkað um 5,3 prósent, Bakkavör um 4,7 prósent, Burðarás um 3,8 prósent og Íslandsbanki og KB banki um 2,3 prósent 14.9.2005 00:01 Gæti orðið keppinautur Flugleiða Viðræður hefjast í dag um að FL Group, móðurfélag Flugleiða, kaupi dönsku flugfélögin Sterling og Maersk af eignarhaldsfélaginu Fons eins og greint var frá á Vísi í morgun. Sterling gæti orðið skæður keppinautur Flugleiða. 14.9.2005 00:01 Landsbankinn lækkaði um 6% Talsverð niðursveifla varð á verði fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og lækkaði Landsbankinn tímabundið mest, eða um rösklega sex prósent. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, eru þessar sveiflur eðlilegar í ljósi mikilla hækkana upp á síðkastið og megi sjálfsagt að hluta rekja til þess að einhverjir séu að innleysa hagnað. 14.9.2005 00:01 20 þúsund kr. meira í afborganir Fólk sem keypti sér þriggja herbergja íbúð í byrjun sumars þarf að borga rúmum tuttugu þúsund krónum meira í afborganir af henni en fólk sem keypti jafn stóra íbúð undir lok síðasta árs. 14.9.2005 00:01 33 milljarða lækkun frá í morgun Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er þrjátíu og þremur milljörðum króna lægra nú en þegar markaðir opnuðu í morgun. Þar af hefur Landsbankinn einn lækkað um nær tíu milljarða. Úrvalsvísitalan stóð í tæpum 4.500 stigum laust fyrir þrjú og var þá 2,5% lægri en í morgun. 14.9.2005 00:01 Nýr fjármálastjóri Samherja Sigursteinn Ingvarsson var í dag ráðinn fjármálastjóri Samherja hf. og tekur við starfi fráfarandi fjármálastjóra, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar. Undanfarin þrjú ár hefur Sigursteinn starfað að ýmsum sérverkefnum á vegum félagsins, s.s. við innleiðingu á nýju upplýsingakerfi og fjármál söludeildar. 14.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Lægsta gildi krónunnar í 12 ár Krónan styrktist enn í gær og fór lokagildi hennar niður í u.þ.b. 105 sem er hið lægsta síðan gjaldeyrismarkaður var opnaður hér á landi árið 1993. Eftir því sem gildi krónunnar lækkar, styrkist hún og er styrkingin að hluta rakin til erlendrar skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum. 23.9.2005 00:01
Keyptu öll hlutabréf SÍF í ISI Nýir eigendur hafa keypt öll hlutabréf SÍF í Iceland Seafood International (ISI). Benedikt Sveinsson tekur þegar við starfi forstjóra af Kristjáni Davíðssyni sem óskaði eftir lausn frá störfum. 23.9.2005 00:01
50 ára skuldabréf í fyrsta skipti Verðtryggð skuldabréf til 50 ára voru í fyrsta skipti í sögunni gefin út í gær. Það var breska ríkið sem gaf þau út en ávöxtunarkrafan var aðeins 1,11% sem er sú lægsta sem gerð hefur verið á verðtryggðum bréfum frá upphafi, að því greinir frá í Hálffimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01
Fimmtíu milljarða skuldabréfaútgáf Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum er nú komin í 53 milljarða frá því að hún hófst samkvæmt hálf-fimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01
Eyrir gerir stórkaup í Marel Eyrir fjárfestingarfélag keypti í gær yfir tólf prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir króna. Bréfin voru að megninu til keypt af Sjóvá-Almennum, sem áttu um tíu prósent í fyrirtækinu, en talið er líklegt að Landsbankinn hafi einnig selt bréf í sinni eigu. 23.9.2005 00:01
Methagnaður hjá sparisjóðum Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna. 22.9.2005 00:01
Krónan muni ekki brotlenda Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi hagvexti og segir að gengi krónunnar lækki mjúklega án brotlendingar. Spá bankans, sem var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, er mun bjartsýnni en spá Íslandsbanka. 22.9.2005 00:01
Avion kaupir fjórar nýjar þotur Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. 22.9.2005 00:01
Ekki sterkari í 13 ár Gengi krónunnar styrktist í gær fimmta viðskiptadaginn í röð og fór gengisvísitalan niður fyrir 105 stig. Hefur krónan því ekki verið sterkari frá gengisfellingunni árið 1992. Alls styrktist hún um 0,8 prósent í gær, sem þykir mikil dagshækkun. 21.9.2005 00:01
Stórkaup eftir vikustarf Benedikt Olgeirsson og Reimar Pétursson, sem voru ráðnir sem framkvæmdastjórar í Atorku Group fyrir viku síðan, hafa samanlagt keypt bréf í félaginu fyrir um 424 milljónir króna að markaðsvirði. 21.9.2005 00:01
Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. 20.9.2005 00:01
Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. 20.9.2005 00:01
Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. 20.9.2005 00:01
Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. 20.9.2005 00:01
KB gagnrýnir félagsmálaráðherra Heimildir Íbúðalánasjóðs til að lána fjármálastofnunum fé, sem mikið voru ræddar í sumar, hafa nú verið rýmkaðar með nýjum viðauka við reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Í hálffimm fréttum KB banka er þessi ákvörðun félagsmálaráðherra gagnrýnd, þar sem áhættu sjóðsins sé þannig stýrt með sértækum reglugerðum félagsmálaráðuneytisins. 20.9.2005 00:01
Dregur úr hækkunum á íbúðaverði Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði að undanförnu og spáir Greiningardeild Íslandsbanka því nú að íbúðaverð staðni á næsta ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um rúmlega hálft prósent í síðasta mánuði og er það í fyrsta skipti í eitt ár sem íbúðaverð lækkar milli mánaða. 19.9.2005 00:01
Verðbólgan lægst á Íslandi Verðbólga er hvergi minni í Evrópu en á Íslandi. Verðbólgan hér mældist 0,4 prósent í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neyðsluverðs í EES-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Lettlandi en verðbólgan er að meðaltali 2,2 prósent í Evrópu. 19.9.2005 00:01
Kaupa finnskt matvælafyrirtæki Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt finnska matvælafyrirtækið Boyfood sem sérhæfir sig í fullvinnslu og sölu á síld. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Finnlandi en Finnar neyta mikillar síldar. 19.9.2005 00:01
Stóru olíufélögin lækka Olíufélögin Esso, Olís og Skeljungur hafa öll ákveðið að lækka verð til viðskiptavina sinna í dag í kjölfar lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Verðið lækkar um tvær og hálfa krónu á hvern lítra af bensíni og um tvær krónur á dísilolíulítrann. 19.9.2005 00:01
Brynjólfur áfram hjá Símanum Stjórn Símans hefur gengið frá áframhaldandi ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar sem forstjóra fyrirtækisins. Brynjólfur hefur gegnt starfinu frá árinu 2002 en var áður forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Granda. 19.9.2005 00:01
Íbúðalánasjóður aðal orsakavaldur Seðlabankinn hefur ritað bréf til ríkisstjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga fór yfir hin 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins, samkvæmt Hálffimmfréttum KB banka. Þar er Íbúðalánasjóður nefndur sérstaklega sem orsakavald fyrir „óhóflegri aukningu útlána undanfarið ár“ og segir að æskilegt sé að staða sjóðsins sé skýrð sem allra fyrst.</td /></tr /></tbody /></table /> 19.9.2005 00:01
Litlar líkur á hjöðnun verðbólgu Litlar líkur eru á hjöðnun verðbólgu í október samkvæmt því greiningadeild Landsbankans segir í <em>Vegvísi</em> sínum. Þar er gert ráð fyrir 0,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga haldast óbreytt í 4,8 prósent og verður líkt og í septembermánuði 2,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. 17.9.2005 00:01
Ný stjórn Símans kjörin Lýður Guðmundsson var kjörinn stjórnarformaður Símans á fyrsta hluthafafundi hans eftir einkavæðingu sem haldinn var á Nordica-hóteli í dag. Með Lýði í stjórn verða Rannveig Rist, sem verður varaformaður, Panikos Katsouris, Gísli Hjálmtýsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson meðstjórnendur. 17.9.2005 00:01
Gengisvísitala nærri lágmarki Krónan styrktist um 0,45 prósent í gær og er gengisvísitalan nú við sögulegt lágmark, en eftir því sem vísitalan er lægri er krónan sterkari. Dollarinn er nú kominn niður undir 62 krónur, evran í tæpar 76 og pundið í rúmar 112 krónur. Einu sinni áður hefur krónan verði álíka sterk, en það var í í mars á þessu ári. 16.9.2005 00:01
Markaðurinn réttir við sér Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi og því er ljóst að lækkunarhrinu síðustu daga er lokið. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum í Landsbankanum og Straumi, eða um 3,5 prósent. 16.9.2005 00:01
Íslenskir fjárfestar kaupa Merlin Hópur íslenskra fjárfesta undir forystu íslenska fjárfestingarfélagsins Árdegis tilkynnti í dag um kaup sín á raftækjaverslanakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDB. Fjárfestahópurinn samanstendur af Árdegi, Milestone og Baugi Group. 16.9.2005 00:01
Farþegum Icelandair fjölgar áfram Farþegum Icelandair í ágúst fjölgaði um 19,1 prósent í ágúst frá sama tímabili í fyrra og voru tæplega 203 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FL GROUP. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um 14,5 prósent og eru þeir tæplega 1,1 milljón. Sætanýting hefur batnað um 2,4 prósentustig og er á fyrstu átta mánuðum ársins 78,1 prósent. 16.9.2005 00:01
Úrvalsvísitalan hækkaði í dag Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,8 prósent í dag og er það í fyrsta skipti alla vikuna sem vísitalan lækkar ekki milli daga. 16.9.2005 00:01
Bréf Landsbankans lækka enn Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði enn í morgun svo um munar, eða um rösklega þrjú prósent, eftir talsverða lækkun í gær. Gengi bréfa í flestum félögum í úrvalsvísitölunni lækkaði eitthvað, fjórða daginn í röð, en næst mest í Straumi - Fjárfestingabanka, um 2,2 prósent. 15.9.2005 00:01
25% lækkun á krónunni Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. 15.9.2005 00:01
Spáir að ráðstöfunartekjur aukist Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra prósenta aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna á þessu ári, þrátt fyrir aukna verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Í þjóðhagsreikningum eru ráðstöfunartekjur reiknaðar með því að draga frá tekjum skatta og eignaútgjöld. 15.9.2005 00:01
Hafa samstarfið við SAS í huga Forstjóri SAS ætlar að slíta öllu samstarfi við Icelandair um flug á Norðurlöndunum ef FL Group kaupir Sterling-flugfélagið. Þetta kom fram í danska blaðinu <em>Börsen</em> í morgun. Talsmaður Flugleiða segir að samstarfið við SAS hafi verið gott og menn ætli að hafa það í huga við samningaborðið. 15.9.2005 00:01
Skuldir heimilanna vaxið um 19% Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. 15.9.2005 00:01
Rúmfatalagerinn opnar verslanir „Það stendur til að opna tíu Rúmfatalagersverslanir í viðbót í Kanada innan árs,“ segir Nils Stórá yfirmaður Rúmfatalagersins í Eystrasaltslöndunum Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Einnig standi til að opna fjórar verslanir til viðbótar við þær fjórtán sem fyrir eru í Eystrasaltslöndunum. 14.9.2005 00:01
Önnur Depo-verslun í Ríga „Við opnuðum nýja Depo-verslun í Ríga í Lettlandi í gær,“ segir Jón Helgi Guðmundsson stjórnarformaður Norvíkur, sem er eignarhaldsfélag Byko. „Þetta er önnur Depo-verslunin sem við opnun í Ríga og svo er stefnt að því að opna þriðju verslunina næsta vor.“ 14.9.2005 00:01
Engin áhrif á Eimskip „Þetta er ekkert sem við höfum áhyggjur af,“ segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, um þá fyrirætlan fyrrverandi starfsmanna að stofna flutningafyrirtæki í samkeppni við gamla vinnuveitendann. 14.9.2005 00:01
Einkaneysla vex hratt Einkaneysla jókst á öðrum ársfjórðungi um fjórtán prósent frá sama tímabili í fyrra samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aukning einkaneyslu milli ára hefur ekki verið jafn mikil frá því að Hagstofan hóf að gera ársfjórðungsreikninga árið 1997. 14.9.2005 00:01
Verðmætin falin í nýtingunni „Okkar starf felst aðallega í því að finna betri nýtingu á landi eða húsnæði sem þegar er til staðar – gera það verðmætara. Þá kaupum við eignina og þróum áfram hugmyndir um breytta nýtingu,“ segir Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar. 14.9.2005 00:01
Milljarðar í vanskilum Tæpir tuttugu milljarðar króna eru í vanskilum hjá innlánsstofnunum. Það er samt bara rúmt eitt prósent af heildarútlánum fjármálafyrirtækja á Íslandi og eru íbúðarlán þar meðtalin samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. 14.9.2005 00:01
Rauður dagur í Kauphöllinni Miklar lækkanir hafa átt sér stað í Kauphöll Íslands í morgunsárið. Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent á fyrsta hálftímanum. Stóru félögin hafa fallið verulega í verði. Þegar þetta er skrifað hefur Landsbankinn lækkað um 5,3 prósent, Bakkavör um 4,7 prósent, Burðarás um 3,8 prósent og Íslandsbanki og KB banki um 2,3 prósent 14.9.2005 00:01
Gæti orðið keppinautur Flugleiða Viðræður hefjast í dag um að FL Group, móðurfélag Flugleiða, kaupi dönsku flugfélögin Sterling og Maersk af eignarhaldsfélaginu Fons eins og greint var frá á Vísi í morgun. Sterling gæti orðið skæður keppinautur Flugleiða. 14.9.2005 00:01
Landsbankinn lækkaði um 6% Talsverð niðursveifla varð á verði fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og lækkaði Landsbankinn tímabundið mest, eða um rösklega sex prósent. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, eru þessar sveiflur eðlilegar í ljósi mikilla hækkana upp á síðkastið og megi sjálfsagt að hluta rekja til þess að einhverjir séu að innleysa hagnað. 14.9.2005 00:01
20 þúsund kr. meira í afborganir Fólk sem keypti sér þriggja herbergja íbúð í byrjun sumars þarf að borga rúmum tuttugu þúsund krónum meira í afborganir af henni en fólk sem keypti jafn stóra íbúð undir lok síðasta árs. 14.9.2005 00:01
33 milljarða lækkun frá í morgun Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er þrjátíu og þremur milljörðum króna lægra nú en þegar markaðir opnuðu í morgun. Þar af hefur Landsbankinn einn lækkað um nær tíu milljarða. Úrvalsvísitalan stóð í tæpum 4.500 stigum laust fyrir þrjú og var þá 2,5% lægri en í morgun. 14.9.2005 00:01
Nýr fjármálastjóri Samherja Sigursteinn Ingvarsson var í dag ráðinn fjármálastjóri Samherja hf. og tekur við starfi fráfarandi fjármálastjóra, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar. Undanfarin þrjú ár hefur Sigursteinn starfað að ýmsum sérverkefnum á vegum félagsins, s.s. við innleiðingu á nýju upplýsingakerfi og fjármál söludeildar. 14.9.2005 00:01