Viðskipti innlent

Aukning um 1000 milljarða á ári

Á sama tíma og slegið er met í vöruskiptahalla við útlönd hafa heildarútlán í bankakerfinu aukist um nær eitt þúsund milljarða á einu ári. Þar af hafa heildarútlán banka til heimila í landinu aukist um ríflega 240 milljarða á einu ári. Vöruskiptahallinn í ágústmánuði var 11,8 milljarðar króna. Fluttar voru út vörur fyrir 14,2 milljarða en inn fyrir 25,9 milljarða. Mikil auking á sölu bifreiða á sinn þátt í auknum vöruskiptahalla og um leið í aukinni skuldsetningu heimilanna. Að sögn ÚIfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra P. Samúelssonar, sem fer með umboð fyrir Toyota-bifreiðar, hefur umboðið ekki náð að anna eftirspurn eftir nýjum bílum undanfarið og fólk því þurft að bíða með að fá bíla afhenta. Alls hafa næri tuttugu þúsund nýjar bifreiðar verið skráðar það sem af er þessu ári en til samanburðar voru þær rétt um sextán þúsund allt árið í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×