Fleiri fréttir

Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur
Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar.

Innkalla Salt Skum sælgæti vegna aðskotahlutar
Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt Skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.

Afsláttardagar færa til jólaverslun
Miklir afsláttardagar standa nú yfir í verslunum að erlendri fyrirmynd. Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir landsmenn duglega að nýta sér afslættina, sem séu kærkomnir svona rétt fyrir jól.

Bensínverð „ekkert nema græðgi og ofurálagning“
Bensínlítrinn er nú fimmtíu krónum dýrari en hann var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferð hjá íslenskum olíufyrirtækjum.

Nóvember undirlagður afsláttargylliboðum og neyslufylleríi
Mikil tilboðshelgi er gengin í garð og segja verslunarmenn nóvembermánuð nánast undirlagðan tilboðsdögum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur tilboðsdagana óþarfaneyslufyllerí.

Vefurinn bilaður og kaupglaðir Íslendingar fylla búðir Elko
Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir fyrirliggjandi að landsmenn skipuleggi heildarkaup ársins í kringum afsláttardaga. Afsláttardagar á borð við Svartan föstudag hafi klárlega gerbreytt kauphegðun landsmanna.

Fella ákvörðun úr gildi og segja ekkert að kynningu Costco á endurnýjun aðildar
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem kvað á um að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi.

Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma.

Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu.

„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“
Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna.

Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“
Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum.

Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári
Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna.

Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta
Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði.

Hætta framleiðslu á Svala
Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár.

Dökku litirnir horfnir: „Finnst þetta bara vera léleg afsökun“
Vala Emanuela Reynisdóttir upplifir erfiðleika við að finna förðunarvörur sem henta sér hér á landi. Vala, sem er dökk á hörund, segist hingað til hafa geta keypt sér farða sem hentar en nú sé búið að taka þá úr sölu. Framkvæmdastjóri Danól segir fyrirtækið alltaf hafa fjölbreytileika í huga.

Kostulegt myndasafn úr Góða hirðinum: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur“
Í Íslandi í dag kynnumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“

Sykur í sykurlausum Opal
Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal.

Bílaleiga þarf að endurgreiða viðskiptavini útlagðan viðgerðarkostnað
Íslenskri bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 250 þúsund krónur sem honum hafði verið gert að greiða vegna viðgerðarkostnaðar eftir að hann skilaði bílnum í lok leigutímans. Deilan sneri að skemmdum á undirvagni sem bílaleigan taldi viðskiptavininn hafa valdið með því að aka yfir stórgrýti.

Fær hótelnætur endurgreiddar eftir höfnun í móttökunni
Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19.

Símtöl til Bretlands geta kostað formúu ef menn passa sig ekki
Brexit hefur þegar haft ýmis áhrif á Bretland og á þá sem eiga í samskiptum við breska heimsveldið. Ef menn passa sig ekki gæti kostað skildinginn að tala í síma á Bretlandseyjum.

Alicante-farar fá engar bætur eftir að Play flaug með leiguflugvél í stað Airbus
Fjórir viðskiptavinir Play fá engar skaðabætur úr hendi flugfélagsins eftir að það neyddist til að notast við leiguflugvél í áætlunarflugi til Alicante á Spáni í júní síðastliðnum. Hópurinn kvartaði þar sem hann taldi að um niðurfærslu í flugi væri að ræða og að þau hafi borgað fyrir að fljúga með Airbus-vél flugfélagsins.

Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði
Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið.

Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum
Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum.

Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til
Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn.

Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki.

Shopify kemur í veg fyrir brot á réttindum neytenda
Shopify hefur samþykkt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Með samþykktinni er verið að reyna að koma í veg fyrir svokölluð „drop shipping-svindl“ sem varð gífurlega algengt í Covid-19 heimsfaraldrinum.