Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. október 2022 10:54 Heimkaup voru að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun ASÍ. Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið. Verðkönnun ASÍ var framkvæmd mánudaginn 17. otóber og niðurstöður hennar kynntar í dag. Í ljós kom að vörur Heimkaup eru að meðaltali 34 prósentum hærri í verði en lægsta verð. Þrátt fyrir það var verslunin ekki oftast með hæsta verðið heldur Iceland. Iceland var með hæsta verðið í 51 tilfelli og Heimkaup í 45 tilfellum. Bónus var með lægsta verðið í 86 tilfellum en krónan í tuttugu tilfellum. Samkvæmt könnun ASÍ má finna mikinn mun á hæsta og lægsta verði í öllum vöruflokkum og oft á algengum og mikið keyptum vörum. Nefnt er dæmi um 34 prósenta mun á verði brauðosts hjá Bónus og Iceland og fjörutíu prósenta mun á verði á Lífskorn brauði í sömu verslunum. Mikill munur er oft á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum. 110 prósent munur var á verði banana í könnuninni, 35 prósenta munur á íslenskum gullauga kartöflum og 303 prósent munur á rauðlauk. ASÍ gerir athugasemd við verðmerkingu hjá sumum verslunum. Í niðurstöðum könnunarinnar segir að víða séu vörur ekki verðmerktar og að skortur á verðmerkingum slævi verðvitund neytenda. Hér fyrir neaðn má lesa nánar um könnun ASÍ. Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Mest lesið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Bankarnir áður svikið neytendur Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Verðkönnun ASÍ var framkvæmd mánudaginn 17. otóber og niðurstöður hennar kynntar í dag. Í ljós kom að vörur Heimkaup eru að meðaltali 34 prósentum hærri í verði en lægsta verð. Þrátt fyrir það var verslunin ekki oftast með hæsta verðið heldur Iceland. Iceland var með hæsta verðið í 51 tilfelli og Heimkaup í 45 tilfellum. Bónus var með lægsta verðið í 86 tilfellum en krónan í tuttugu tilfellum. Samkvæmt könnun ASÍ má finna mikinn mun á hæsta og lægsta verði í öllum vöruflokkum og oft á algengum og mikið keyptum vörum. Nefnt er dæmi um 34 prósenta mun á verði brauðosts hjá Bónus og Iceland og fjörutíu prósenta mun á verði á Lífskorn brauði í sömu verslunum. Mikill munur er oft á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum. 110 prósent munur var á verði banana í könnuninni, 35 prósenta munur á íslenskum gullauga kartöflum og 303 prósent munur á rauðlauk. ASÍ gerir athugasemd við verðmerkingu hjá sumum verslunum. Í niðurstöðum könnunarinnar segir að víða séu vörur ekki verðmerktar og að skortur á verðmerkingum slævi verðvitund neytenda. Hér fyrir neaðn má lesa nánar um könnun ASÍ. Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Mest lesið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Bankarnir áður svikið neytendur Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira