Neytendur

Sykur í sykurlausum Opal

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um er að ræða eina framleiðslulotu af svörtum risa opal.
Um er að ræða eina framleiðslulotu af svörtum risa opal.

Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal. 

Nói Síríus, í samráði við Matvælastofnun, hefur stöðvað sölu vörunnar og kallað hana inn. Mistökin urðu við pökkun á eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Opal
  • Vöruheiti: Sykurlaus Opal með saltlakkrísbragði
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 12.01.2024
  • Lotunúmer: L1932
  • Nettómagn: 100 g
  • Strikamerki: 5690576303244
  • Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir um land allt.

Neytendur sem keypt hafa vöruna, sérstaklega þeir sem þurfa að varast sykur að neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni til næstu verslunar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×