Neytendur

Innkalla Salt Skum sælgæti vegna aðskotahlutar

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru beðnir um að skila vörunni í verslun eða á skrifstofu Core heildsölu að Víkurhvarfi 1, 200 Kópavogi.
Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru beðnir um að skila vörunni í verslun eða á skrifstofu Core heildsölu að Víkurhvarfi 1, 200 Kópavogi.

Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt Skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en innköllun á eingöngu við vöru með best fyrir dagsetningu 13-10-2024.

Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru beðnir um að skila vörunni í verslun eða á skrifstofu Core heildsölu að Víkurhvarfi 1, 200 Kópavogi.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: S-marke Salt Skum

Þyngd: 70 g

Framleiðandi: Candy people, Svíþjóð

Innflytjandi: Core, Víkurhvarfi 1, Kóp

Best fyrir dagsetning: 13-10-2024

Lotunúmer: 241013

Dreifing: Bónus , Hagkaup, Krónan, Iceland, Krambúðin, Kvikk, 10-11, Extra24, Fjarðarkaup, N1, Olís, Melabúðin, Heimkaup.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×