Neytendur

Af­sláttar­dagar færa til jóla­verslun

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar.
Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Arnar

Miklir afsláttardagar standa nú yfir í verslunum að erlendri fyrirmynd. Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir landsmenn duglega að nýta sér afslættina, sem séu kærkomnir svona rétt fyrir jól.

Afsláttardagurinn Black Friday, eða Svörtudagur, var á föstudag og annar eins netafsláttardagur verður á morgun. Þessir dagar hafa fest sig í sessi hér á landi á undanförnum árum og eru jafnvel farnir að teygja sig yfir helgina og því margir sem nýta sér þessa daga til að kaupa inn fyrir jólin.

„Jólaverslunin hefur aðeins færst til. Það er að segja, hér áður fyrr fór hún meira og minna fram í desember. En nú má segja að nóvember og desember séu mánuðirnir sem jólaverslunin kveður hvað mest að sér. Auðvitað eiga þessir afsláttardagar, til dæmis netsöludögum, ríkan þátt í því.

segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Netverslun sé ekki sú eina sem njóti góðs af þessum afsláttardögum.

„Físisk verslun nýtur líka góðs af þessu því mjög oft færast þessi nettilboð inn í verslanir. Þú getur í sumum tilfellum verslað í verslun eða á netinu. Menn teygja dálítið lopann í þessu.

Neytendur séu margir fegnir þessum afsláttardögum.

„Ég geri ráð fyrir að fólk nýti sér svona afsláttardaga fyrir jól. Sérstaklega í ljósi þess að það kreppir í það, sérstaklega í ljósi efnahagsástandsins. Þetta er örugglega kærkomið fyrir marga fyrir jólin.“


Tengdar fréttir

Af­sláttar­dagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“

Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum.

Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf

„Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×