Fleiri fréttir Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9.1.2023 07:01 Sjónvarpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verðsamanburð Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO. 8.1.2023 18:01 Ali Baba í Austurstræti lokað Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað. 8.1.2023 16:34 Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. 8.1.2023 14:21 Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. 8.1.2023 09:36 Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Vegvísir í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er eftirfarandi skilgreining: „Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.“ 8.1.2023 08:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7.1.2023 10:01 Eyjaklasi á Breiðafirði falur Eyðibýlið Emburhöfði á Breiðafirði er til sölu. Um er að ræða fjögurra eyja klasa auk fasteigna og lausafjár, þar á meðal eru útungunarvélar og lítill bátur. 6.1.2023 23:56 Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6.1.2023 18:28 Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6.1.2023 14:55 Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára. 6.1.2023 13:37 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6.1.2023 12:12 Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6.1.2023 11:03 Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. 6.1.2023 10:35 Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. 6.1.2023 08:40 Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6.1.2023 07:02 Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5.1.2023 16:59 Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. 5.1.2023 16:55 Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda. 5.1.2023 15:48 Stefán Rafn söðlar um og færir sig fjær Kaplakrika Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka í handbolta, hefur flutt sig yfir til Ás fasteignasölu en áður starfaði hann á fasteignasölunni Hraunhamri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ás. Hraunhamar er í næsta nágrenni við Kaplakrika, vígi FH-inga, en Ás staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. 5.1.2023 15:08 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5.1.2023 14:53 Yfirlögfræðingur FTX sagður vinna með saksóknurum Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried. 5.1.2023 12:05 Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki. 5.1.2023 10:01 Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. 5.1.2023 09:05 Segja upp 18 þúsund manns Forstjóri bandaríska vefverslunarrisans Amazon segir að til standi að segja upp 18 þúsund manns sem hluti af aðgerðum til að draga úr rekstrarkostnaði. 5.1.2023 07:45 Mandarínurnar brugðust Agli og fleirum þessi jólin Egill Helgason sjónvarpsmaður er afar ósáttur við mandarínusendinguna til Íslands nú í desember. 4.1.2023 14:33 Sex hópuppsagnir á nýliðnu ári Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum desembermánuði. Tilkynnt var um sex hópuppsagnir á árinu 2022 þar sem 229 var sagt upp störfum. 4.1.2023 12:44 Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. 4.1.2023 10:09 „Léttir þegar maður hættir að dæma aðra“ Þau Hekla, Alex Darri, Arnór Flóki og Harpa eru ungt þenkjandi fólk. Þau eiga það sameiginlegt að hafa sótt námskeið hjá Dale Carnegie og segja það hafi gagnast þeim á ólíkan hátt, einkunnir hafi til dæmis hækkað, hugrekkið aukist og þau séu víðsýnni en áður. 4.1.2023 09:53 Kaupir tvö gagnaver í Finnlandi Hátæknifyrirtækið atNorth hefur keypt tvö gagnaver í Finnlandi. Gagnaverin voru áður í eigu Advania, en atNorth mun strax taka við rekstri þeirra, stjórnun og fasteignum ásamt öllum búnaði. 4.1.2023 08:23 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4.1.2023 07:01 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3.1.2023 21:58 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3.1.2023 21:30 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3.1.2023 19:30 Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. 3.1.2023 14:56 Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3.1.2023 12:31 SFS tryggir sér þjónustu Laufeyjar Rúnar sem upplýsingafulltrúa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ráðið Laufeyju Rún Ketilsdóttur í starf upplýsingafulltrúa og Lísu Anne Libungan í stöðu stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs. Laufey Rún tekur við starfi upplýsingafulltrúa af Benedikt Sigurðssyni sem hætti störfum í desember. 3.1.2023 11:30 Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. 3.1.2023 11:27 Fundu eftirspurn eftir fimm stjörnu lúxus Fimm stjörnu lúxushótel rís nú á Þengilhöfða við Eyjafjörð. Hugmyndin kviknaði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga fyrir um áratug. 3.1.2023 09:03 Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. 2.1.2023 17:03 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2.1.2023 16:15 Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2.1.2023 15:56 Þurfa að bíða fram á næsta dag eftir pening fyrir flöskur og dósir Viðskiptavinir Endurvinnslunnar geta ekki lengur fengið greitt samstundis fyrir flöskur og dósir með greiðslukorti. Þess í stað þurfa þeir að sækja sér snjallforrit eða millifæra inn á reikning. Fyrst um sinn verður skilagjaldið ekki millifært fyrr en næsta virka dag á eftir. 2.1.2023 14:14 AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022. 2.1.2023 07:38 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2.1.2023 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9.1.2023 07:01
Sjónvarpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verðsamanburð Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO. 8.1.2023 18:01
Ali Baba í Austurstræti lokað Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað. 8.1.2023 16:34
Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. 8.1.2023 14:21
Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. 8.1.2023 09:36
Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Vegvísir í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er eftirfarandi skilgreining: „Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.“ 8.1.2023 08:01
Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7.1.2023 10:01
Eyjaklasi á Breiðafirði falur Eyðibýlið Emburhöfði á Breiðafirði er til sölu. Um er að ræða fjögurra eyja klasa auk fasteigna og lausafjár, þar á meðal eru útungunarvélar og lítill bátur. 6.1.2023 23:56
Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6.1.2023 18:28
Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6.1.2023 14:55
Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára. 6.1.2023 13:37
Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6.1.2023 12:12
Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6.1.2023 11:03
Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. 6.1.2023 10:35
Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. 6.1.2023 08:40
Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6.1.2023 07:02
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5.1.2023 16:59
Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. 5.1.2023 16:55
Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda. 5.1.2023 15:48
Stefán Rafn söðlar um og færir sig fjær Kaplakrika Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka í handbolta, hefur flutt sig yfir til Ás fasteignasölu en áður starfaði hann á fasteignasölunni Hraunhamri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ás. Hraunhamar er í næsta nágrenni við Kaplakrika, vígi FH-inga, en Ás staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. 5.1.2023 15:08
ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5.1.2023 14:53
Yfirlögfræðingur FTX sagður vinna með saksóknurum Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried. 5.1.2023 12:05
Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki. 5.1.2023 10:01
Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. 5.1.2023 09:05
Segja upp 18 þúsund manns Forstjóri bandaríska vefverslunarrisans Amazon segir að til standi að segja upp 18 þúsund manns sem hluti af aðgerðum til að draga úr rekstrarkostnaði. 5.1.2023 07:45
Mandarínurnar brugðust Agli og fleirum þessi jólin Egill Helgason sjónvarpsmaður er afar ósáttur við mandarínusendinguna til Íslands nú í desember. 4.1.2023 14:33
Sex hópuppsagnir á nýliðnu ári Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum desembermánuði. Tilkynnt var um sex hópuppsagnir á árinu 2022 þar sem 229 var sagt upp störfum. 4.1.2023 12:44
Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. 4.1.2023 10:09
„Léttir þegar maður hættir að dæma aðra“ Þau Hekla, Alex Darri, Arnór Flóki og Harpa eru ungt þenkjandi fólk. Þau eiga það sameiginlegt að hafa sótt námskeið hjá Dale Carnegie og segja það hafi gagnast þeim á ólíkan hátt, einkunnir hafi til dæmis hækkað, hugrekkið aukist og þau séu víðsýnni en áður. 4.1.2023 09:53
Kaupir tvö gagnaver í Finnlandi Hátæknifyrirtækið atNorth hefur keypt tvö gagnaver í Finnlandi. Gagnaverin voru áður í eigu Advania, en atNorth mun strax taka við rekstri þeirra, stjórnun og fasteignum ásamt öllum búnaði. 4.1.2023 08:23
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4.1.2023 07:01
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3.1.2023 21:58
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3.1.2023 21:30
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3.1.2023 19:30
Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. 3.1.2023 14:56
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3.1.2023 12:31
SFS tryggir sér þjónustu Laufeyjar Rúnar sem upplýsingafulltrúa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ráðið Laufeyju Rún Ketilsdóttur í starf upplýsingafulltrúa og Lísu Anne Libungan í stöðu stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs. Laufey Rún tekur við starfi upplýsingafulltrúa af Benedikt Sigurðssyni sem hætti störfum í desember. 3.1.2023 11:30
Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. 3.1.2023 11:27
Fundu eftirspurn eftir fimm stjörnu lúxus Fimm stjörnu lúxushótel rís nú á Þengilhöfða við Eyjafjörð. Hugmyndin kviknaði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga fyrir um áratug. 3.1.2023 09:03
Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. 2.1.2023 17:03
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2.1.2023 16:15
Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2.1.2023 15:56
Þurfa að bíða fram á næsta dag eftir pening fyrir flöskur og dósir Viðskiptavinir Endurvinnslunnar geta ekki lengur fengið greitt samstundis fyrir flöskur og dósir með greiðslukorti. Þess í stað þurfa þeir að sækja sér snjallforrit eða millifæra inn á reikning. Fyrst um sinn verður skilagjaldið ekki millifært fyrr en næsta virka dag á eftir. 2.1.2023 14:14
AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022. 2.1.2023 07:38
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2.1.2023 07:00