Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 09:05 Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent