Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 09:05 Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira